Ábendingum um aðstoð fyrir Blæsa rigndi yfir fjölskylduna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. mars 2024 07:00 Siljá Brá Guðlaugsdóttir með nýjasta fjölskyldumeðliminum honum Blæsa. Vísir/Vilhelm Ábendingum um aðstoð fyrir nýjasta fjölskyldumeðliminn í fjölskyldu Silju Brá Guðlaugsdóttur, hinum ellefu vikna gamla hvolpi Blæsa, rigndi yfir fjölskylduna eftir að Silja birti mynd af hvolpinum inni á hópi hundaáhugamanna á samfélagsmiðlinum Facebook. Blæsi er heyrnarlaus og sjóndapur vegna erfðagalla. „Þetta er ótrúlegt, það er alveg ljóst að fólki er ekki sama um þetta kríli,“ segir Silja Brá í samtali við Vísi. Hún óskaði eftir upplýsingum um það hvar hún gæti fundið hvolpanámskeið eða þjálfara sem kann að vinna með hundum í þessari stöðu. Segir Blæsa hafa valið fjölskylduna Blæsi er ástralskur fjárhundur að upplagi með íslenskan fjárhund og border collie í blóðinu. Hann var síðastur tólf systkina sinna til þess að fá heimili og sá eini með erfðagalla. Silja segir fjölskylduna ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um hvort þau vildu eignast Blæsa. „Hann valdi okkur, held ég,“ segir Silja. Hún segir börnin sín þrjú lengi hafa viljað eignast hund og Blæsa því tekið fagnandi á nýju heimili. Tveir kettir heimilisins sem fyrir eru hafi meira að segja tekið Blæsa nokkuð vel. „Þó þær séu náttúrulega ekkert voðalega spenntar,“ segir Silja hlæjandi. „En það er náttúrulega svo sérstakt að hann fer ekkert í þær, af því að hann sér þær náttúrulega ekki. Svo geltir hann lítið sem ekkert og er voðalega blíður og rólegur.“ Fjölskyldan er himinlifandi yfir Blæsa. Vísir/Vilhelm Silja segir ljóst að huga þurfi betur að Blæsa en öðrum hundum. Hann þurfi mikla snertingu og þörf til þess að vera nálægt fjölskyldunni. „Hann fær að sofa upp í hjá okkur og er mjög kelinn.“ Kom með sérstök gleraugu handa Blæsa Eins og áður segir vakti færsla Silju inni á Facebook mikla athygli. Rúmlega þúsund manns brugðust við færslunni og rúmlega áttatíu skrifuðu við hana athugasemdir. Silja segist hafa fundið þjálfara við hæfi og er eðli málsins samkvæmt himinlifandi yfir viðbrögðunum. Nafn Blæsa var samvinnuverkefni allrar fjölskyldunnar. Vísir/Vilhelm „Maður er orðinn hluti af svona samfélagi núna,“ segir Silja. Hún segist meira að segja hafa fengið heimsókn frá stelpu sem hafi frétt af Blæsa. „Hún kom með svona sérstök hundagleraugu fyrir okkur og átti semsagt hund sem var einmitt hálf sjónskertur og heyrnarlaus, en reyndar fæddist ekki þannig eins og Blæsi. Hún vildi prufa að lána okkur þau, þetta eru svona sólgleraugu, til að athuga hvort það gæti ekki hjálpað honum með birtu og svona.“ En hvaðan kemur nafnið Blæsi? „Fyrst datt mér í hug nafnið Blær, af því að hann er með svona pínu ljósan blett á rassinum. Svo sagði maðurinn minn, hann Styrmir Örn, að það væri betra að vera með tvo samhljóða eins og Nonni. Svo vildi litli strákurinn minn að hann myndi heita Blæja eins og í teiknimyndinni. Þá datt manninum mínum í hug nafnið Blæsi, sem við höfum aldrei heyrt áður og það er svo skemmtilegt og öðruvísi nafn sem er svo geggjað fyrir hann og við voru öll sammála um það.“ Blæsi með gleraugun góðu. Dýr Hundar Gæludýr Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Sjá meira
„Þetta er ótrúlegt, það er alveg ljóst að fólki er ekki sama um þetta kríli,“ segir Silja Brá í samtali við Vísi. Hún óskaði eftir upplýsingum um það hvar hún gæti fundið hvolpanámskeið eða þjálfara sem kann að vinna með hundum í þessari stöðu. Segir Blæsa hafa valið fjölskylduna Blæsi er ástralskur fjárhundur að upplagi með íslenskan fjárhund og border collie í blóðinu. Hann var síðastur tólf systkina sinna til þess að fá heimili og sá eini með erfðagalla. Silja segir fjölskylduna ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um hvort þau vildu eignast Blæsa. „Hann valdi okkur, held ég,“ segir Silja. Hún segir börnin sín þrjú lengi hafa viljað eignast hund og Blæsa því tekið fagnandi á nýju heimili. Tveir kettir heimilisins sem fyrir eru hafi meira að segja tekið Blæsa nokkuð vel. „Þó þær séu náttúrulega ekkert voðalega spenntar,“ segir Silja hlæjandi. „En það er náttúrulega svo sérstakt að hann fer ekkert í þær, af því að hann sér þær náttúrulega ekki. Svo geltir hann lítið sem ekkert og er voðalega blíður og rólegur.“ Fjölskyldan er himinlifandi yfir Blæsa. Vísir/Vilhelm Silja segir ljóst að huga þurfi betur að Blæsa en öðrum hundum. Hann þurfi mikla snertingu og þörf til þess að vera nálægt fjölskyldunni. „Hann fær að sofa upp í hjá okkur og er mjög kelinn.“ Kom með sérstök gleraugu handa Blæsa Eins og áður segir vakti færsla Silju inni á Facebook mikla athygli. Rúmlega þúsund manns brugðust við færslunni og rúmlega áttatíu skrifuðu við hana athugasemdir. Silja segist hafa fundið þjálfara við hæfi og er eðli málsins samkvæmt himinlifandi yfir viðbrögðunum. Nafn Blæsa var samvinnuverkefni allrar fjölskyldunnar. Vísir/Vilhelm „Maður er orðinn hluti af svona samfélagi núna,“ segir Silja. Hún segist meira að segja hafa fengið heimsókn frá stelpu sem hafi frétt af Blæsa. „Hún kom með svona sérstök hundagleraugu fyrir okkur og átti semsagt hund sem var einmitt hálf sjónskertur og heyrnarlaus, en reyndar fæddist ekki þannig eins og Blæsi. Hún vildi prufa að lána okkur þau, þetta eru svona sólgleraugu, til að athuga hvort það gæti ekki hjálpað honum með birtu og svona.“ En hvaðan kemur nafnið Blæsi? „Fyrst datt mér í hug nafnið Blær, af því að hann er með svona pínu ljósan blett á rassinum. Svo sagði maðurinn minn, hann Styrmir Örn, að það væri betra að vera með tvo samhljóða eins og Nonni. Svo vildi litli strákurinn minn að hann myndi heita Blæja eins og í teiknimyndinni. Þá datt manninum mínum í hug nafnið Blæsi, sem við höfum aldrei heyrt áður og það er svo skemmtilegt og öðruvísi nafn sem er svo geggjað fyrir hann og við voru öll sammála um það.“ Blæsi með gleraugun góðu.
Dýr Hundar Gæludýr Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Sjá meira