Lífið

Katrín sögð hafa sést úti meðal al­mennings

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Katrín Middleton, prinsessa af Wales. Myndin er ekki ný.
Katrín Middleton, prinsessa af Wales. Myndin er ekki ný. EPA-EFE/AARON CHOWN / POOL

Katrín Middleton er sögð hafa sést meðal almennings í fyrsta sinn. Þar á hún að hafa verið „hamingjusöm, slök og heilbrigð,“ að því er fullyrt er í umfjöllun breska götublaðsins The Sun.

Í umfjöllun götublaðsins er haft eftir ónafngreindum vitnum að prinsessan hafi skellt sér örstutt út fyrir dyr heimilisins í Windsor í uppáhalds búð sína á sveitabýli í grenndinni með eiginmanninum Vilhjálmi. Engar myndir eru birtar af prinsessunni en haft er eftir ónafngreindu fólki að það hafi verið hissa að sjá prinsessuna.

Fjarvera prinsessunnar af opinberum vettvangi undanfarna mánuði hefur vakið heimsathygli en hún hefur ekki sést opinberlega fyrr en á jóladag. Katrín fór í aðgerð á kviði í janúar og var gefið út að hún myndi ekki snúa aftur til opinberra starfa fyrr en eftir páska. Samsæriskenningar á samfélagsmiðlum fóru á flug eftir að prinsessan birti mynd af sér með börnunum sínum sem var gríðarlega mikið breytt.

Segja Katrínu munu opna sig um allt saman

Athygli hefur vakið að breskir miðlar hafa verið fámálir um mál Katrínar. Hefur því verið velt upp, meðal annars í Pallborðinu á Vísi í síðustu viku, að það sé vegna þes að þeir viti hvaða heilsufarsvandræði pligi prinsessuna í raun og veru.

„Katrín var bara að versla með Vilhjálmi. Hún leit vel út og virtist hamingjusöm,“ hefur The Sun eftir einu vitnanna sem sögð eru hafa séð prinsessuna utandyra.

Þá fullyrðir miðillinn að prinsessan vilji brátt ræða heilsufarsvandræði sín opinberlega. Hún muni hinsvegar ekki vilja gera það fyrr en hún er aftur mætt til opinberra starfa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×