Dreymir um hitalagnir og höll Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2024 14:01 Baldur Sigurðsson og Davíð Smári Lamude fóru yfir vallarmál Vestramanna í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi, á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport Vallarmál Vestramanna hafa verið nokkuð í umræðunni í vetur og óvíst er hvort þeir geti spilað á nýjum heimavelli í næsta mánuði, þegar keppni í Bestu deildinni hefst. Þjálfarinn Davíð Smári Lamude fór yfir málin með Baldri Sigurðssyni í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Fyrstu tveir leikir nýliðanna eru á útivelli, gegn Fram 7. apríl og við Breiðablik 13. apríl, en fyrsti heimaleikurinn er áætlaður 20. apríl, gegn KA á Kerecisvellinum. Myndu reyna að skipta við hin liðin Til þess þurfa veðurguðirnir hins vegar að vera afar hliðhollir Vestfirðingum, því bíða þarf eftir þíðu til að leggja gervigras á völlinn sem áður var með náttúrulegt gras. En hvað ef það tekst ekki í tæka tíð? „Þá verðum við að reyna að færa þessa fyrstu heimaleiki, svissa við hin liðin,“ segir Davíð Smári. Baldur var með á æfingu á æfingavelli Vestra, þar sem nýtt gervigras var lagt í október í fyrra. Frost í jörðu hafði hins vegar áhrif á gæði æfingarinnar, líkt og í allan vetur, og draumur Davíðs Smára er að fá hitalagnir undir nýja völlinn. Klippa: LUÍH - Baldur fékk að kynnast völlunum á Ísafirði Algjört lykilatriði að fá lagnir „Auðvitað er verið að vinna í því að bæta alla aðstöðu hérna en staðreyndin er samt sú að við erum með tvo frosna velli í staðinn fyrir einn. Það er bara staðreyndin. Auðvitað verðum við að fá lagnir undir völlinn svo það sé hægt að hita hann upp seinna meir, því það er ekki framkvæmd sem farið er í eftir á. Það er algjörlega krúsjal fyrir mér að við getum verið að byggja hérna upp starf sem er allt árið, en ekki eftir veðri og vindum,“ segir Davíð Smári. En er ekki eina leiðin að fá knattspyrnuhöll, til að geta æft allt árið um kring? „Auðvitað snýst þetta allt um peninga. Ég held að stærsta málið sé að fá lagnir undir þennan völl. Þú sérð að stóru félögin í Reykjavík eru svolítið mikið að fara út úr höllunum. Ég er ekki að segja að það væri ekki frábært að fá höll hérna. Það væri alveg frábært. En eitt skref í einu og ef hægt væri að fá lagnir í þennan völl þá væri það algjört lykilatriði í að reyna að búa til unga leikmenn hérna sem geta spilað fyrir meistaraflokk Vestra,“ segir Davíð Smári. Þáttinn í heild má finna á stod2.is. Besta deild karla Vestri Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Lætur bæjaryfirvöld á Ísafirði fá það óþvegið Formaður meistaraflokksráðs Vestra í fótbolta, Samúel Samúelsson - betur þekktur sem Sammi, er heldur betur ósáttur með bæjaryfirvöld á Ísafirði þessa dagana. Lét hann gamminn geysa á Facebook-síðu sinni. 5. febrúar 2024 23:01 Gagnrýni Samúels ósanngjörn: „Þetta verður stórkostleg breyting“ Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar lætur kveinstafi Samúels Samúelssonar, stjórnarmanns knattspyrnudeildar Vestra, sem vind um eyru þjóta. Hún segir bæjaryfirvöld styðja stolt við knattspyrnustarfið fyrir vestan. 7. febrúar 2024 11:00 Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. 18. mars 2024 09:31 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Fyrstu tveir leikir nýliðanna eru á útivelli, gegn Fram 7. apríl og við Breiðablik 13. apríl, en fyrsti heimaleikurinn er áætlaður 20. apríl, gegn KA á Kerecisvellinum. Myndu reyna að skipta við hin liðin Til þess þurfa veðurguðirnir hins vegar að vera afar hliðhollir Vestfirðingum, því bíða þarf eftir þíðu til að leggja gervigras á völlinn sem áður var með náttúrulegt gras. En hvað ef það tekst ekki í tæka tíð? „Þá verðum við að reyna að færa þessa fyrstu heimaleiki, svissa við hin liðin,“ segir Davíð Smári. Baldur var með á æfingu á æfingavelli Vestra, þar sem nýtt gervigras var lagt í október í fyrra. Frost í jörðu hafði hins vegar áhrif á gæði æfingarinnar, líkt og í allan vetur, og draumur Davíðs Smára er að fá hitalagnir undir nýja völlinn. Klippa: LUÍH - Baldur fékk að kynnast völlunum á Ísafirði Algjört lykilatriði að fá lagnir „Auðvitað er verið að vinna í því að bæta alla aðstöðu hérna en staðreyndin er samt sú að við erum með tvo frosna velli í staðinn fyrir einn. Það er bara staðreyndin. Auðvitað verðum við að fá lagnir undir völlinn svo það sé hægt að hita hann upp seinna meir, því það er ekki framkvæmd sem farið er í eftir á. Það er algjörlega krúsjal fyrir mér að við getum verið að byggja hérna upp starf sem er allt árið, en ekki eftir veðri og vindum,“ segir Davíð Smári. En er ekki eina leiðin að fá knattspyrnuhöll, til að geta æft allt árið um kring? „Auðvitað snýst þetta allt um peninga. Ég held að stærsta málið sé að fá lagnir undir þennan völl. Þú sérð að stóru félögin í Reykjavík eru svolítið mikið að fara út úr höllunum. Ég er ekki að segja að það væri ekki frábært að fá höll hérna. Það væri alveg frábært. En eitt skref í einu og ef hægt væri að fá lagnir í þennan völl þá væri það algjört lykilatriði í að reyna að búa til unga leikmenn hérna sem geta spilað fyrir meistaraflokk Vestra,“ segir Davíð Smári. Þáttinn í heild má finna á stod2.is.
Besta deild karla Vestri Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Lætur bæjaryfirvöld á Ísafirði fá það óþvegið Formaður meistaraflokksráðs Vestra í fótbolta, Samúel Samúelsson - betur þekktur sem Sammi, er heldur betur ósáttur með bæjaryfirvöld á Ísafirði þessa dagana. Lét hann gamminn geysa á Facebook-síðu sinni. 5. febrúar 2024 23:01 Gagnrýni Samúels ósanngjörn: „Þetta verður stórkostleg breyting“ Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar lætur kveinstafi Samúels Samúelssonar, stjórnarmanns knattspyrnudeildar Vestra, sem vind um eyru þjóta. Hún segir bæjaryfirvöld styðja stolt við knattspyrnustarfið fyrir vestan. 7. febrúar 2024 11:00 Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. 18. mars 2024 09:31 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Lætur bæjaryfirvöld á Ísafirði fá það óþvegið Formaður meistaraflokksráðs Vestra í fótbolta, Samúel Samúelsson - betur þekktur sem Sammi, er heldur betur ósáttur með bæjaryfirvöld á Ísafirði þessa dagana. Lét hann gamminn geysa á Facebook-síðu sinni. 5. febrúar 2024 23:01
Gagnrýni Samúels ósanngjörn: „Þetta verður stórkostleg breyting“ Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar lætur kveinstafi Samúels Samúelssonar, stjórnarmanns knattspyrnudeildar Vestra, sem vind um eyru þjóta. Hún segir bæjaryfirvöld styðja stolt við knattspyrnustarfið fyrir vestan. 7. febrúar 2024 11:00
Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. 18. mars 2024 09:31