Innherji

Tví­sýn á­kvörðun en markaðurinn veðjar á ó­breytta vexti enn um sinn

Hörður Ægisson skrifar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri en peningastefnunefnd bankans fundar þessa dagana vegna vaxtaákvörðunar næstkomandi miðvikudag. Þótt meirihluti sé á þeirri skoðun að vextirnir verði óbreyttir – næsti fundur fer síðan fram 8. maí – þá eru margir sem taka fram að ákvörðunin sé afar tvísýn í þetta sinn.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri en peningastefnunefnd bankans fundar þessa dagana vegna vaxtaákvörðunar næstkomandi miðvikudag. Þótt meirihluti sé á þeirri skoðun að vextirnir verði óbreyttir – næsti fundur fer síðan fram 8. maí – þá eru margir sem taka fram að ákvörðunin sé afar tvísýn í þetta sinn.

Þrátt fyrir skaplega niðurstöðu í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði vegur þyngra að síðasta verðbólgumæling var slæm, talsvert yfir spám greinenda, og því er erfitt fyrir peningastefnunefnd Seðlabankans að réttlæta á þessari stundu að hefja vaxtalækkunarferlið, að mati meirihluta markaðsaðila og hagfræðinga í vaxtakönnun Innherja. Aðrir benda á hækkandi raunvaxtastig, skýr merki um kólnun í hagkerfinu og lækkandi verðbólguvæntingar og telja að bankinn muni því fara í varfærna vaxtalækkun í fyrsta sinn frá árslokum 2020.


Tengdar fréttir

Háir raun­vextir þrengja að rekstrar­um­hverfi fyrir­tækja næstu misserin

Fjárhagsstaða kerfislega mikilvægra banka hér á landi er sterk, sem birtist meðal annars í góðu aðgengi þeirra að fjármögnun, en hækkandi raunvextir eru farnir að fara draga úr eftirspurn heimila og fyrirtækja eftir lánsfjármagni, að sögn fjármálastöðugleikanefndar. Hún vekur athygli á því að þyngri greiðslubyrði lána ásamt minnkandi efnahagsumsvifum auki líkur á greiðsluerfiðleikum sem hafi neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×