Eftirminnilegustu heimkomurnar í íslenska fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2024 10:01 Gylfi bætist í hóp goðsagna á borð við Atla heitinn Eðvaldsson, Pétur Pétursson og feðgana Arnór og Eið Smára Guðjohnsen sem áttu eftirminnilegar endurkomur í íslenska boltanum. Hver er eftiminnilegasta heimkoma atvinnumanns til þessa? Vísir tók saman yfirlit yfir það þegar heimkoma fótboltamanna komst í fréttirnar. Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Vals og mun spila í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Þetta er langstærsta fréttin á undirbúningstímabilinu og ein sú stærsta í íslenskum fótbolta í langan tíma. Markahæsti landsliðsmaður Íslandssögunnar mun spila í íslensku deildinni í fyrsta sinn á ferlinum. Koma Gylfa mun ekki aðeins auka sigurlíkur Valsmanna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn heldur verður þessi frábæri fótboltamaður eitt stærsta andlit deildarinnar. Það má búast við stórauknum áhuga á leikjum Valsmanna í sumar og þeir hljóta að rjúka upp í spám um verðandi Íslandsmeistara enda með mjög góðan hóp fyrir komu Gylfa. Gylfi ekki sá eini Gylfi er þó ekki sá eini af okkar bestu fótboltamönnum í gegnum tíðina sem hafa snúið aftur heim eftir farsælan feril í atvinnumennskunni. Menn eins og Ásgeir Sigurvinsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Eyjólfur Sverrisson komu reyndar ekki aftur heim sem leikmenn en fullt af öflugum leikmönnum hafa komið heim úr atvinnumennsku til að spila í íslensku deildinni. Í tilefni af þessum stóru tímamótum með Gylfa þá höfum við tekið saman hér fyrir neðan það sem við teljum að séu eftirminnilegustu heimkomur íslenskra knattspyrnumanna í gegnum tíðina. Við ákváðum að hefja leik á níunda áratugnum en fyrir þann tíma má vissulega nefna leikmenn eins og Albert Guðmundsson og Þórólf Beck sem komu heim eftir mislöng ævintýri erlendis. Albert gerðist spilandi þjálfari ÍBH og kom liðinu upp í efstu deild en Þórólfur varð Íslandsmeistari með KR eftir að hann kom heim 1968. KR vann ekki titilinn í 31 ár eftir það. Við hefjum hins vegar leik á miðjum níunda áratugnum. Hér fyrir neðan eru fimmtán eftirminnilegar heimkomur. Hetjudáðir Péturs Péturssonar í bikarúrslitaleiknum í opnu Morgunblaðsins.Skjámynd/timarit.is/Morgunblaðið Pétur Pétursson kom heim í ÍA 1986 Pétur fór út eftir að hafa slegið markametið í efstu deild með því að skora 19 mörk sumarið 1978. Hann sló síðan í gegn hjá Feyennoord á fyrstu tímabilum sínum þar. Þegar þarna var komið við sögu höfðu meiðslin hins vegar sett strik í reikninginn og eftir dvöl í Belgíu þá hafði Pétur spilað eitt tímabil með Hércules á Spáni. Pétur kom heim í ÍA um mitt sumar og tryggði liðinu bikarinn með því að skora tvö mörk í 2-1 sigri á Íslandsmeisturum Fram í bikarúrslitaleiknum. Hann bauð síðan upp á ein umdeildustu félagsskipti sögunnar þegar hann skipti úr ÍA í KR um veturinn. Heimkoma Atla Eðvaldsson skilaði honum á forsíðu helgarblaðsins.Skjámynd/timarit.is/Dagblaðið Vísir Atli Eðvaldsson heim í KR 1990 Talandi um umdeild félagsskipti þá voru þau ekkert minna umdeild þegar KR-ingar sömdu við Atla í byrjun sumars 1990. Atli var uppalinn Valsmaður og spilaði með Val áður en hann fór út í atvinnumennsku sem og þegar hann kom í stutt stopp bæði 1988 og 1989. Þarna hafði Atli spilað eitt tímabil með Genclerbirligi í Tyrklandi en ákvað að koma aftur heim. Hann skipti yfir í KR og spilaði þar í fjögur tímabil. Það að Atli hafi valið KR yfir sitt uppeldisfélag þótti sanna það að íslenski boltinn væri ekki lengur hreinræktaður áhugamannabolti. Atli gaf ekkert upp um tilboð KR-inga en það er óhætt að segja að Valsmenn hafi ekki verið ánægðir. Atli náði ekki að enda bið KR eftir Íslandsmeistaratitil þrátt fyrir að hafa verið mjög nálægt því ekki síst sumarið 1990 þegar KR missti af titlinum á markatölu. Atli endaði biðina þó sem þjálfari KR-liðsins sumarið 1999 þegar félagið vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 31 ár. Sigurður Jónsson í opnuviðtali í Morgunblaðinu á hinu ótrúlega 1993 tímabili Skagamanna.Skjámynd/Tímarit.is/Morgunblaðið Sigurður Jónsson kom heim í ÍA 1992 Sigurður Jónsson varð enskur meistari með Arsenal vorið 1991 en tæpu ári síðar þá var hann mættur í íslensku deildina. Meiðsli höfðu þvingað Sigurð til að gefa atvinnumennskuna upp á bátinn. Hann snéri aftur heim upp á Akranes og gekk til liðs við nýliða ÍA. Sigurður átti reyndar skrautlegt tímabil með nóg af rauðum spjöldum og leiðinlegum meiðslum en Skagamenn urðu fyrstu og einu nýliðarnir til að verða Íslandsmeistarar. Sumarið 1993 var Sigurður síðan besti leikmaðurinn í líklega besta félagsliði sögunnar þegar ÍA varð tvöfaldur meistari og setti nýtt markamet. Ólafur Þórðarson tók við Íslandsbikarnum sem fyrirliði þrjú ár í röð frá 1994 til 1996. Hér er mynd af honum með bikarinn á síðum Tímans haustið 1994.Skjámynd/Timarit.is/Tíminn. Ólafur Þórðarson kom heim í ÍA 1993 Skagamenn endurheimtu annan snilling árið eftir að Sigurður kom heim. Ólafur hafði verið atvinnumaður í Noregi í fjögur ár en fór mjög illa út úr fótbroti þegar hann var leikmaður Lyn. Sjúkrasagan var ekki fyrir viðkvæma enda þurfti mikið til að stoppa slíkan baráttujaxl. Ólafur ákvað því að koma heim á Akranes. Hann varð í framhaldinu lykilmaður í hinu frábæra 1993 liði Skagamanna sem flestir telja að sé eitt besta lið allra tíma hér á landi. Ólafur tók síðan við fyrirliðabandinu af Lúkas Kostic eftir 1993 tímabilið og lyfti síðan Íslandsbikarnum þrjú ár í röð frá 1994 til 1996. Ólafur vann alls sex stóra titla á fyrstu fjórum árum sínum eftir heimkomu. Hann var leiðtogi liðsins sem þurfti að ganga í gegnum miklar breytingar á hverju ári en tókst að halda sigurgöngunni áfram. Ólafur átti mjög mikinn þátt í því. Guðni Bergsson kom heim í Val 1994 Guðni var búinn að kynnast ensku úrvalsdeildinni og hafði orðið bikarmeistari með Tottenham áður en hann kom aftur heim og spilaði með Val sumarið 1994. Hann hafði farið til London 1988 og spilað þar í fimm ár. Guðni kom heim í Val og byrjaði í lögfræðinni. Hann spilaði í eitt tímabil með Val en fór síðan aftur út til Englands og gekk til liðs við Bolton. Þar átti Guðni átta frábær ár þar sem hann spilaði 270 leiki þar af 130 í ensku úrvalsdeildinni. Arnar Gunnlaugsson á ferðinni sumarið 1995 en þarna má sjá umfjöllun um leik Skagamanna í Evrópukeppninni þetta haust.Skjámynd/Timarit.is/Dagblaðið Vísir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir komu heim í ÍA 1995 Skagamenn voru að senda flotta stráka út í atvinnumennsku á þessum árum en þeir voru líka að fá flotta stráka heim. Tvíburarnir Arnar og Bjarki voru allt í öllu í Íslandsmeistaraliði ÍA sumarið 1992 en fóru svo út til Feyenoord eftir tímabilið. Þar gengu hlutirnir ekki alveg upp. Meiðsli og annað voru að stríða strákunum. Haustið 1995 komu þeir síðan heim og kláruðu tímabilið með Skagamönnum. Bjarki var með 3 mörk og 2 stoðsendingar í sjö leikjum en féll algjörlega í skuggann á bróður sínum Arnari sem skoraði 15 mörk í aðeins 7 leikjum. Umfjöllun Morgunblaðsins þegar Arnór Guðjohnsen mætti syni sínum Eiði Smára Guðjohnsen í bikarleik KR og Vals sumarið 1998.Skjámynd/timarit.is/Morgunblaðið Arnór Guðjohnsen í Val 1998 Hér erum við að tala um heimkomu sem minnir mikið á heimkomu Gylfa. Arnór Guðjohnsen hafði verið lykilmaður íslenska landsliðsins í næstum því áratug, fór mjög ungur út og hafði átt langan atvinnumannaferil þegar hann kom heim um mitt sumarið 1998. Arnór gekk til liðs við Valsmenn og bjargaði öðrum fremur liðinu frá falli. Hann skoraði 7 mörk í 10 leikjum þar af fjögur þeirra með skoti beint úr aukaspyrnu. Eiður Smári Guðjohnsen í KR 1998 Arnór var ekki sá eini í fjölskyldunni sem kom heim til Íslands sumarið 1998. Sonur hans Eiður Smári hafði barist við mjög erfið meiðsli síðan hann ökklabrotnaði í leik með 21 árs landsliðinu vorið 1996. Eiður náði sér aftur á strik með KR þetta sumar og fór í framhaldinu út til Bolton. Eiður sló í gegn hjá Bolton og var seinna keyptur til Chelsea eftir aðeins tvö tímabil. Það þekkja flestir framhaldið og titlana sem Eiður vann með Chelsea. Tryggvi Guðmundsson var í miklu stuði eftir að titilinn var í höfn. Dagblaðið Vísir sagði frá því að hann hafi dansað fyrir framan liðsfélagana.Skjámynd/Timarit.is/Dagblaðið Vísir Tryggvi Guðmundsson og Auðun Helgason í FH 2005 FH-ingar höfðu orðið Íslandsmeistarar í fyrsta sinn sumarið 2004 en þeir gáfu heldur betur í þegar þeir sóttu sóknarmanninn Tryggva Guðmundsson og varnarmanninn Auðun Helgason til Evrópu fyrir næsta tímabil á eftir. Eftir komu Tryggva og Auðuns þá átti restin af deildinni litla möguleika. FH vann fimmtán fyrstu leiki sína og var orðið Íslandsmeistari þegar liðið tapaði sínum fyrstu stigum í sextándu umferð. Tryggvi varð markakóngur með sextán mörk en Auðun skoraði fimm mörk úr miðverðinum og vann sig inn í íslenska landsliðið. Rúnar Kristinsson spilaði með KR sumarið 2007.EPA/GEORGIOS KEFALAS Rúnar Kristinsson í KR 2007 Heimkoma Rúnars Kristinssonar í KR var risafrétt enda hafði hann spilað við mjög góðan orðstír í Noregi og Belgíu í þrettán ár. Rúnar var sá fyrsti til að spila hundrað A-landsleiki og hafði spilað frábærlega með landsliðinu í langan tíma. Rúnar náði aldrei að verða Íslandsmeistari með KR áður en hann fór út í atvinnumennsku en tókst ekki að breyta því þegar hann mætti í Vesturbæinn á ný sumarið 2007. Meiðsli og slakt gengi KR-liðsins gerði þetta sumar að hálfgerðri martröð. Rúnar átti seinna eftir að gera KR að Íslandsmeisturum sem þjálfari. Brynjar Björn Gunnarsson varð Íslandsmeistari með KR 2013.mynd / daníel Brynjar Björn Gunnarsson í KR 2013 Annar KR-ingur átti einnig eftir að verða Íslandsmeistari með KR. Brynjar Björn fór út í atvinnumennsku 23 ára gamall og spilaði lengi í enska boltanum þar á meðal með Reading í ensku úrvalsdeildinni. Hann kvaddi Reading og kláraði ferillinn sinn með KR sumarið 2013. Þar gekk allt upp og hann upplifði það að verða Íslandsmeistari með uppeldisfélaginu áður en skórnir fóru upp á hillu. Birkir Már Sævarsson í leik með Valsliðinu.vísir/bára Birkir Már Sævarsson í Val 2018 Birkir Már var líka búinn að vera lengi í atvinnumennsku þegar hann kom aftur heim í Val fyrir 2018 tímabilið. Birkir var þarna ennþá A-landsliðsmaður og að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi. Birkir hafði vissulega unnið Íslandsmeistaratitilinn með Val áður en hann fór út (2007) og hann vann hann aftur á fyrsta tímabil eftir að hann snéri aftur á Hlíðarenda. Birkir varð aftur meistari með liðinu 2020 og er enn að spila á fertugasta aldursári. Hannes Þór Halldórsson eftir leikinn á móti Argentínu.Vísir/Getty Hannes Þór Halldórsson í Val 2019 Árið eftir að Hannes varði víti frá Lionel Messi á HM þá var hann kom til Valsmanna í úrvalsdeildinni á Íslandi. Hannes lék þrjú síðustu tímabilin sín á Hlíðarenda og varð Íslandsmeistari með liðinu sumarið 2000. Öll árin hjá Val var hann landsliðsmarkvörður en hann lék sinn síðasta landsleik í september 2021. Kári Árnason fagnaði Íslandsmeistaratitlinum af innlifunVísir/Hulda Margrét Kári Árnason í Víking 2019 Kári Árnason var enn lykilmaður í vörn íslenska landsliðsins þegar hann kom heim í Víking sumarið 2019. Kári hafði þá spilað í fimmtán ár sem atvinnumaður víða um Evrópu. Hann hjálpaði Fossvogsliðinu að vinna fyrsta stóra titil sinn í 28 ár þegar liðið varð bikarmeistari um haustið og endaði síðan ferilinn eftir ótrúlegt 2021 tímabil þar sem Víkingar unnu tvöfalt. Gylfi Þór Sigurðsson og Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir undirskriftina.Valur Gylfi Þór Sigurðsson í Val 2024 Gylfi er mættur heim til Íslands og mun spila sína fyrstu leiki í efstu deild í Valsbúningnum í sumar. Hann fór það ungur út í atvinnumennsku til Englands að hann spilaði aldrei með FH eða Breiðabliki í efstu deild. Síðan þá hefur Gylfi gert garðinn frægan í ensku úrvalsdeildinni og ekki síst með íslenska landsliðinu sem hann leiddi inn á bæði EM 2016 og HM 2018. Gylfi varð síðan markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi þegar hann skoraði sitt 27. mark á móti Liechtenstein í fyrra. Besta deild karla Einu sinni var... Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Vals og mun spila í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Þetta er langstærsta fréttin á undirbúningstímabilinu og ein sú stærsta í íslenskum fótbolta í langan tíma. Markahæsti landsliðsmaður Íslandssögunnar mun spila í íslensku deildinni í fyrsta sinn á ferlinum. Koma Gylfa mun ekki aðeins auka sigurlíkur Valsmanna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn heldur verður þessi frábæri fótboltamaður eitt stærsta andlit deildarinnar. Það má búast við stórauknum áhuga á leikjum Valsmanna í sumar og þeir hljóta að rjúka upp í spám um verðandi Íslandsmeistara enda með mjög góðan hóp fyrir komu Gylfa. Gylfi ekki sá eini Gylfi er þó ekki sá eini af okkar bestu fótboltamönnum í gegnum tíðina sem hafa snúið aftur heim eftir farsælan feril í atvinnumennskunni. Menn eins og Ásgeir Sigurvinsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Eyjólfur Sverrisson komu reyndar ekki aftur heim sem leikmenn en fullt af öflugum leikmönnum hafa komið heim úr atvinnumennsku til að spila í íslensku deildinni. Í tilefni af þessum stóru tímamótum með Gylfa þá höfum við tekið saman hér fyrir neðan það sem við teljum að séu eftirminnilegustu heimkomur íslenskra knattspyrnumanna í gegnum tíðina. Við ákváðum að hefja leik á níunda áratugnum en fyrir þann tíma má vissulega nefna leikmenn eins og Albert Guðmundsson og Þórólf Beck sem komu heim eftir mislöng ævintýri erlendis. Albert gerðist spilandi þjálfari ÍBH og kom liðinu upp í efstu deild en Þórólfur varð Íslandsmeistari með KR eftir að hann kom heim 1968. KR vann ekki titilinn í 31 ár eftir það. Við hefjum hins vegar leik á miðjum níunda áratugnum. Hér fyrir neðan eru fimmtán eftirminnilegar heimkomur. Hetjudáðir Péturs Péturssonar í bikarúrslitaleiknum í opnu Morgunblaðsins.Skjámynd/timarit.is/Morgunblaðið Pétur Pétursson kom heim í ÍA 1986 Pétur fór út eftir að hafa slegið markametið í efstu deild með því að skora 19 mörk sumarið 1978. Hann sló síðan í gegn hjá Feyennoord á fyrstu tímabilum sínum þar. Þegar þarna var komið við sögu höfðu meiðslin hins vegar sett strik í reikninginn og eftir dvöl í Belgíu þá hafði Pétur spilað eitt tímabil með Hércules á Spáni. Pétur kom heim í ÍA um mitt sumar og tryggði liðinu bikarinn með því að skora tvö mörk í 2-1 sigri á Íslandsmeisturum Fram í bikarúrslitaleiknum. Hann bauð síðan upp á ein umdeildustu félagsskipti sögunnar þegar hann skipti úr ÍA í KR um veturinn. Heimkoma Atla Eðvaldsson skilaði honum á forsíðu helgarblaðsins.Skjámynd/timarit.is/Dagblaðið Vísir Atli Eðvaldsson heim í KR 1990 Talandi um umdeild félagsskipti þá voru þau ekkert minna umdeild þegar KR-ingar sömdu við Atla í byrjun sumars 1990. Atli var uppalinn Valsmaður og spilaði með Val áður en hann fór út í atvinnumennsku sem og þegar hann kom í stutt stopp bæði 1988 og 1989. Þarna hafði Atli spilað eitt tímabil með Genclerbirligi í Tyrklandi en ákvað að koma aftur heim. Hann skipti yfir í KR og spilaði þar í fjögur tímabil. Það að Atli hafi valið KR yfir sitt uppeldisfélag þótti sanna það að íslenski boltinn væri ekki lengur hreinræktaður áhugamannabolti. Atli gaf ekkert upp um tilboð KR-inga en það er óhætt að segja að Valsmenn hafi ekki verið ánægðir. Atli náði ekki að enda bið KR eftir Íslandsmeistaratitil þrátt fyrir að hafa verið mjög nálægt því ekki síst sumarið 1990 þegar KR missti af titlinum á markatölu. Atli endaði biðina þó sem þjálfari KR-liðsins sumarið 1999 þegar félagið vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 31 ár. Sigurður Jónsson í opnuviðtali í Morgunblaðinu á hinu ótrúlega 1993 tímabili Skagamanna.Skjámynd/Tímarit.is/Morgunblaðið Sigurður Jónsson kom heim í ÍA 1992 Sigurður Jónsson varð enskur meistari með Arsenal vorið 1991 en tæpu ári síðar þá var hann mættur í íslensku deildina. Meiðsli höfðu þvingað Sigurð til að gefa atvinnumennskuna upp á bátinn. Hann snéri aftur heim upp á Akranes og gekk til liðs við nýliða ÍA. Sigurður átti reyndar skrautlegt tímabil með nóg af rauðum spjöldum og leiðinlegum meiðslum en Skagamenn urðu fyrstu og einu nýliðarnir til að verða Íslandsmeistarar. Sumarið 1993 var Sigurður síðan besti leikmaðurinn í líklega besta félagsliði sögunnar þegar ÍA varð tvöfaldur meistari og setti nýtt markamet. Ólafur Þórðarson tók við Íslandsbikarnum sem fyrirliði þrjú ár í röð frá 1994 til 1996. Hér er mynd af honum með bikarinn á síðum Tímans haustið 1994.Skjámynd/Timarit.is/Tíminn. Ólafur Þórðarson kom heim í ÍA 1993 Skagamenn endurheimtu annan snilling árið eftir að Sigurður kom heim. Ólafur hafði verið atvinnumaður í Noregi í fjögur ár en fór mjög illa út úr fótbroti þegar hann var leikmaður Lyn. Sjúkrasagan var ekki fyrir viðkvæma enda þurfti mikið til að stoppa slíkan baráttujaxl. Ólafur ákvað því að koma heim á Akranes. Hann varð í framhaldinu lykilmaður í hinu frábæra 1993 liði Skagamanna sem flestir telja að sé eitt besta lið allra tíma hér á landi. Ólafur tók síðan við fyrirliðabandinu af Lúkas Kostic eftir 1993 tímabilið og lyfti síðan Íslandsbikarnum þrjú ár í röð frá 1994 til 1996. Ólafur vann alls sex stóra titla á fyrstu fjórum árum sínum eftir heimkomu. Hann var leiðtogi liðsins sem þurfti að ganga í gegnum miklar breytingar á hverju ári en tókst að halda sigurgöngunni áfram. Ólafur átti mjög mikinn þátt í því. Guðni Bergsson kom heim í Val 1994 Guðni var búinn að kynnast ensku úrvalsdeildinni og hafði orðið bikarmeistari með Tottenham áður en hann kom aftur heim og spilaði með Val sumarið 1994. Hann hafði farið til London 1988 og spilað þar í fimm ár. Guðni kom heim í Val og byrjaði í lögfræðinni. Hann spilaði í eitt tímabil með Val en fór síðan aftur út til Englands og gekk til liðs við Bolton. Þar átti Guðni átta frábær ár þar sem hann spilaði 270 leiki þar af 130 í ensku úrvalsdeildinni. Arnar Gunnlaugsson á ferðinni sumarið 1995 en þarna má sjá umfjöllun um leik Skagamanna í Evrópukeppninni þetta haust.Skjámynd/Timarit.is/Dagblaðið Vísir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir komu heim í ÍA 1995 Skagamenn voru að senda flotta stráka út í atvinnumennsku á þessum árum en þeir voru líka að fá flotta stráka heim. Tvíburarnir Arnar og Bjarki voru allt í öllu í Íslandsmeistaraliði ÍA sumarið 1992 en fóru svo út til Feyenoord eftir tímabilið. Þar gengu hlutirnir ekki alveg upp. Meiðsli og annað voru að stríða strákunum. Haustið 1995 komu þeir síðan heim og kláruðu tímabilið með Skagamönnum. Bjarki var með 3 mörk og 2 stoðsendingar í sjö leikjum en féll algjörlega í skuggann á bróður sínum Arnari sem skoraði 15 mörk í aðeins 7 leikjum. Umfjöllun Morgunblaðsins þegar Arnór Guðjohnsen mætti syni sínum Eiði Smára Guðjohnsen í bikarleik KR og Vals sumarið 1998.Skjámynd/timarit.is/Morgunblaðið Arnór Guðjohnsen í Val 1998 Hér erum við að tala um heimkomu sem minnir mikið á heimkomu Gylfa. Arnór Guðjohnsen hafði verið lykilmaður íslenska landsliðsins í næstum því áratug, fór mjög ungur út og hafði átt langan atvinnumannaferil þegar hann kom heim um mitt sumarið 1998. Arnór gekk til liðs við Valsmenn og bjargaði öðrum fremur liðinu frá falli. Hann skoraði 7 mörk í 10 leikjum þar af fjögur þeirra með skoti beint úr aukaspyrnu. Eiður Smári Guðjohnsen í KR 1998 Arnór var ekki sá eini í fjölskyldunni sem kom heim til Íslands sumarið 1998. Sonur hans Eiður Smári hafði barist við mjög erfið meiðsli síðan hann ökklabrotnaði í leik með 21 árs landsliðinu vorið 1996. Eiður náði sér aftur á strik með KR þetta sumar og fór í framhaldinu út til Bolton. Eiður sló í gegn hjá Bolton og var seinna keyptur til Chelsea eftir aðeins tvö tímabil. Það þekkja flestir framhaldið og titlana sem Eiður vann með Chelsea. Tryggvi Guðmundsson var í miklu stuði eftir að titilinn var í höfn. Dagblaðið Vísir sagði frá því að hann hafi dansað fyrir framan liðsfélagana.Skjámynd/Timarit.is/Dagblaðið Vísir Tryggvi Guðmundsson og Auðun Helgason í FH 2005 FH-ingar höfðu orðið Íslandsmeistarar í fyrsta sinn sumarið 2004 en þeir gáfu heldur betur í þegar þeir sóttu sóknarmanninn Tryggva Guðmundsson og varnarmanninn Auðun Helgason til Evrópu fyrir næsta tímabil á eftir. Eftir komu Tryggva og Auðuns þá átti restin af deildinni litla möguleika. FH vann fimmtán fyrstu leiki sína og var orðið Íslandsmeistari þegar liðið tapaði sínum fyrstu stigum í sextándu umferð. Tryggvi varð markakóngur með sextán mörk en Auðun skoraði fimm mörk úr miðverðinum og vann sig inn í íslenska landsliðið. Rúnar Kristinsson spilaði með KR sumarið 2007.EPA/GEORGIOS KEFALAS Rúnar Kristinsson í KR 2007 Heimkoma Rúnars Kristinssonar í KR var risafrétt enda hafði hann spilað við mjög góðan orðstír í Noregi og Belgíu í þrettán ár. Rúnar var sá fyrsti til að spila hundrað A-landsleiki og hafði spilað frábærlega með landsliðinu í langan tíma. Rúnar náði aldrei að verða Íslandsmeistari með KR áður en hann fór út í atvinnumennsku en tókst ekki að breyta því þegar hann mætti í Vesturbæinn á ný sumarið 2007. Meiðsli og slakt gengi KR-liðsins gerði þetta sumar að hálfgerðri martröð. Rúnar átti seinna eftir að gera KR að Íslandsmeisturum sem þjálfari. Brynjar Björn Gunnarsson varð Íslandsmeistari með KR 2013.mynd / daníel Brynjar Björn Gunnarsson í KR 2013 Annar KR-ingur átti einnig eftir að verða Íslandsmeistari með KR. Brynjar Björn fór út í atvinnumennsku 23 ára gamall og spilaði lengi í enska boltanum þar á meðal með Reading í ensku úrvalsdeildinni. Hann kvaddi Reading og kláraði ferillinn sinn með KR sumarið 2013. Þar gekk allt upp og hann upplifði það að verða Íslandsmeistari með uppeldisfélaginu áður en skórnir fóru upp á hillu. Birkir Már Sævarsson í leik með Valsliðinu.vísir/bára Birkir Már Sævarsson í Val 2018 Birkir Már var líka búinn að vera lengi í atvinnumennsku þegar hann kom aftur heim í Val fyrir 2018 tímabilið. Birkir var þarna ennþá A-landsliðsmaður og að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi. Birkir hafði vissulega unnið Íslandsmeistaratitilinn með Val áður en hann fór út (2007) og hann vann hann aftur á fyrsta tímabil eftir að hann snéri aftur á Hlíðarenda. Birkir varð aftur meistari með liðinu 2020 og er enn að spila á fertugasta aldursári. Hannes Þór Halldórsson eftir leikinn á móti Argentínu.Vísir/Getty Hannes Þór Halldórsson í Val 2019 Árið eftir að Hannes varði víti frá Lionel Messi á HM þá var hann kom til Valsmanna í úrvalsdeildinni á Íslandi. Hannes lék þrjú síðustu tímabilin sín á Hlíðarenda og varð Íslandsmeistari með liðinu sumarið 2000. Öll árin hjá Val var hann landsliðsmarkvörður en hann lék sinn síðasta landsleik í september 2021. Kári Árnason fagnaði Íslandsmeistaratitlinum af innlifunVísir/Hulda Margrét Kári Árnason í Víking 2019 Kári Árnason var enn lykilmaður í vörn íslenska landsliðsins þegar hann kom heim í Víking sumarið 2019. Kári hafði þá spilað í fimmtán ár sem atvinnumaður víða um Evrópu. Hann hjálpaði Fossvogsliðinu að vinna fyrsta stóra titil sinn í 28 ár þegar liðið varð bikarmeistari um haustið og endaði síðan ferilinn eftir ótrúlegt 2021 tímabil þar sem Víkingar unnu tvöfalt. Gylfi Þór Sigurðsson og Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir undirskriftina.Valur Gylfi Þór Sigurðsson í Val 2024 Gylfi er mættur heim til Íslands og mun spila sína fyrstu leiki í efstu deild í Valsbúningnum í sumar. Hann fór það ungur út í atvinnumennsku til Englands að hann spilaði aldrei með FH eða Breiðabliki í efstu deild. Síðan þá hefur Gylfi gert garðinn frægan í ensku úrvalsdeildinni og ekki síst með íslenska landsliðinu sem hann leiddi inn á bæði EM 2016 og HM 2018. Gylfi varð síðan markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi þegar hann skoraði sitt 27. mark á móti Liechtenstein í fyrra.
Besta deild karla Einu sinni var... Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira