Lífið

Nýtt mynd­band af Katrínu vekur at­hygli

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mynd af Katrínu Middleton úr safni EPA.
Mynd af Katrínu Middleton úr safni EPA. EPA

Myndband af Katrínu Middleton prinsessu af Wales og Vilhjálmi bretaprins að spóka sig á sveitabýli í Windsor hefur vakið athygli á netmiðlum. Samkvæmt breska götublaðinu The Sun var myndbandið tekið upp síðasta laugardag, þegar hún er sögð hafa sést meðal almennings. 

Rúm vika er síðan Kensington-höll birti mynd af Katrínu ásamt börnum hennar í fyrsta skipti síðan á jóladag en prinsessan fór í skurðaðgerð á kviði í janúar.

Skömmu eftir að myndin var birt uppgötvuðu netverjar að átt hefði verið við myndina og margar myndaveitur afturkölluðu myndina í kjölfarið. Síðan þá hafa samsæriskenningar um undarlega fjarveru Katrínar dreifst um samfélagsmiðla. 

The Sun greindi frá því í dag að Katrín og Vilhjálmur hafi sést meðal almennings í búð á sveitabýli í grennd við heimili þeirra í Windsor á laugardag. Samkvæmt nafnlausum heimildum blaðsins virtist hún hamingjusöm og heilbrigð. 

Miðillinn hefur síðan birt myndband frá téðri heimsókn þeirra. „Katrín prinsessa sást á myndbandi í fyrsta skipti eftir aðgerðina og virtist hamingjusöm og afslöppuð í verslunarferð með Vilhjálmi.“

Skeptískir netverjar rökræða nú um hvort myndbandið sé alvöru, eftir að í ljós kom að átt hefði verið við fjölskyldumyndina sem birt var á dögunum. 

Einhverjir hafa velt því upp hvers vegna kona sem er í bataferli eftir skurðaðgerð yrði látin halda á svo stórum poka. Aðrir segja konuna í myndbandinu ekkert líka Katrínu. Blaðamaður á Buzzfeed hafði þetta að segja. 

Svo eru einhverjir sem segjast fegnir að myndbandið sé komið út í kosmósið til þess að hægt sé að binda enda á samsæriskenningarnar. Piers Morgan blaðamaður er einn af þeim.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.