Rúm vika er síðan Kensington-höll birti mynd af Katrínu ásamt börnum hennar í fyrsta skipti síðan á jóladag en prinsessan fór í skurðaðgerð á kviði í janúar.
Skömmu eftir að myndin var birt uppgötvuðu netverjar að átt hefði verið við myndina og margar myndaveitur afturkölluðu myndina í kjölfarið. Síðan þá hafa samsæriskenningar um undarlega fjarveru Katrínar dreifst um samfélagsmiðla.
The Sun greindi frá því í dag að Katrín og Vilhjálmur hafi sést meðal almennings í búð á sveitabýli í grennd við heimili þeirra í Windsor á laugardag. Samkvæmt nafnlausum heimildum blaðsins virtist hún hamingjusöm og heilbrigð.
Miðillinn hefur síðan birt myndband frá téðri heimsókn þeirra. „Katrín prinsessa sást á myndbandi í fyrsta skipti eftir aðgerðina og virtist hamingjusöm og afslöppuð í verslunarferð með Vilhjálmi.“
#KateMiddleton seemed to be in good spirits while out and about with #PrinceWilliam Saturday. https://t.co/kLUsfvt3b2 ( : TMZ/The Sun) pic.twitter.com/EqbtVojBcw
— TMZ (@TMZ) March 18, 2024
Skeptískir netverjar rökræða nú um hvort myndbandið sé alvöru, eftir að í ljós kom að átt hefði verið við fjölskyldumyndina sem birt var á dögunum.
Einhverjir hafa velt því upp hvers vegna kona sem er í bataferli eftir skurðaðgerð yrði látin halda á svo stórum poka. Aðrir segja konuna í myndbandinu ekkert líka Katrínu. Blaðamaður á Buzzfeed hafði þetta að segja.
I might have to tap out of this whole Kate Middleton thing because I genuinely, hand on heart, do not think these pics look like the same woman & it s making me feel like I m losing my mind. Like, I m not trying to be a conspiracy theorist, but that is not her?? pic.twitter.com/NMmmMIZf3T
— Stephanie Soteriou (@StephanieRiou) March 18, 2024
Svo eru einhverjir sem segjast fegnir að myndbandið sé komið út í kosmósið til þess að hægt sé að binda enda á samsæriskenningarnar. Piers Morgan blaðamaður er einn af þeim.
Great to see (via @TheSun ) Kate laughing and joking with William on their shopping trip. She s obviously recovering well. This should end a lot of the conspiracy theories pic.twitter.com/UM57fkbXix
— Piers Morgan (@piersmorgan) March 18, 2024