Tíu milljónir safnast fyrir grindvísk ungmenni Árni Sæberg skrifar 18. mars 2024 23:21 Karlakórinn Fjallabræður kemur að Styrktarfélagi barna í Grindavík. Þorgeir Ólafsson Sunnudaginn 17. mars fór fram samverustund Grindvíkinga í Hörpu til styrktar börnum, unglingum og æskulýðsstarfi í Grindavík. Á samverustundinni var tilkynnt að tíu milljónir króna hefðu safnast. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að í Eldborgarsal Hörpu hafi Fjallabræður stigið á stokk ásamt kvennakórnum Grindavíkurdætrum, Röggu Gísla, Sverri Bergmann, Jóhönnu Guðrúnu, Unu Torfa, Audda og Sveppa. Guðni Th. Jóhannesson hafi ávarpað samkomuna og tekið lagið með Fjallabræðrum og Grindavíkurdætrum. Grindvíkingar fylltu Eldborg Grindvíkingum hafi verið boðið frítt á viðburðinn og þeir hafi fyllt Eldborgarsal Hörpu.Allir sem komu að samverustundinni með einum eða öðrum hætti hafi gefið vinnu sína. Tónlistarhúsið Harpa hafi veitt afnot af Eldborgarsalnum ásamt öllum tækjum og tæknimönnum án endurgjalds. Kvennakórinn Grindavíkurdætur lét sig að sjálfsögðu ekki vanta.Þorgeir Ólafsson Samhliða samverustundinni hafi verið staðið fyrir söfnun fyrir nýstofnað styrktarfélag Barna í Grindavík en félagið sé í stjórn Grindvíkinga ásamt fulltrúum Fjallabræðra og tilgangur þess að skapa samverustundir fyrir börn og unglinga í Grindavík. Eins og staðan er núna sé samfélag Grindvíkinga dreift víða um land. Leitað hafi verið til fyrirtækja og einstaklinga eftir fjárframlögum og markmiðið að safna að minnsta kosti þeirri upphæð sem myndi safnast með hefðbundinni miðasölu á tónleika í Eldborgarsal Hörpu. Tíu milljónir í boði Á samverustundinni í gær hafi Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra, tilkynnt að tíu milljónir króna hefðu safnast. Ungmenni í Grindavík, foreldrar og þeir sem skipuleggja tómstunda-, íþrótta-, tónlistar- og æskulýðsstarf geti nú leitað til styrktarfélagsins og sótt um styrk til að fjármagna samverustundir, æfingaferðir, afþreyingu, ferðalög, mót og svo framvegis til að stuðla að því að grindvísk ungmenni hittist, rækti vináttuna og samfélagið. Una Torfa tók lagið.Þorgeir Ólafsson í tilkynningu segir að sérstakar þakkir fyrir stuðninginn fái Kvenfélag Grindavíkur, Harpa Tónlistarhús, Íslandsbanki, Íslenska Gámafélagið, Landsbankinn, Marel, Origo, Phoenix seafood, Samskip, Útgerðarfélag Reykjavíkur, Vörður, Ölgerðin, Össur og Wisefish sem hafi lagt söfnuninni lið ásamt fjölda annarra fyrirtækja og einstaklinga. Söfnunin sé enn þá opin og öll sem geta hvött til að leggja verkefninu lið með því að leggja inn á reikning Styrktarfélags barna í Grindavík. Kt: 670224-1630 Bankanúmer: 0133 15 007166 Góðverk Grindavík Börn og uppeldi Íþróttir barna Hjálparstarf Harpa Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að í Eldborgarsal Hörpu hafi Fjallabræður stigið á stokk ásamt kvennakórnum Grindavíkurdætrum, Röggu Gísla, Sverri Bergmann, Jóhönnu Guðrúnu, Unu Torfa, Audda og Sveppa. Guðni Th. Jóhannesson hafi ávarpað samkomuna og tekið lagið með Fjallabræðrum og Grindavíkurdætrum. Grindvíkingar fylltu Eldborg Grindvíkingum hafi verið boðið frítt á viðburðinn og þeir hafi fyllt Eldborgarsal Hörpu.Allir sem komu að samverustundinni með einum eða öðrum hætti hafi gefið vinnu sína. Tónlistarhúsið Harpa hafi veitt afnot af Eldborgarsalnum ásamt öllum tækjum og tæknimönnum án endurgjalds. Kvennakórinn Grindavíkurdætur lét sig að sjálfsögðu ekki vanta.Þorgeir Ólafsson Samhliða samverustundinni hafi verið staðið fyrir söfnun fyrir nýstofnað styrktarfélag Barna í Grindavík en félagið sé í stjórn Grindvíkinga ásamt fulltrúum Fjallabræðra og tilgangur þess að skapa samverustundir fyrir börn og unglinga í Grindavík. Eins og staðan er núna sé samfélag Grindvíkinga dreift víða um land. Leitað hafi verið til fyrirtækja og einstaklinga eftir fjárframlögum og markmiðið að safna að minnsta kosti þeirri upphæð sem myndi safnast með hefðbundinni miðasölu á tónleika í Eldborgarsal Hörpu. Tíu milljónir í boði Á samverustundinni í gær hafi Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra, tilkynnt að tíu milljónir króna hefðu safnast. Ungmenni í Grindavík, foreldrar og þeir sem skipuleggja tómstunda-, íþrótta-, tónlistar- og æskulýðsstarf geti nú leitað til styrktarfélagsins og sótt um styrk til að fjármagna samverustundir, æfingaferðir, afþreyingu, ferðalög, mót og svo framvegis til að stuðla að því að grindvísk ungmenni hittist, rækti vináttuna og samfélagið. Una Torfa tók lagið.Þorgeir Ólafsson í tilkynningu segir að sérstakar þakkir fyrir stuðninginn fái Kvenfélag Grindavíkur, Harpa Tónlistarhús, Íslandsbanki, Íslenska Gámafélagið, Landsbankinn, Marel, Origo, Phoenix seafood, Samskip, Útgerðarfélag Reykjavíkur, Vörður, Ölgerðin, Össur og Wisefish sem hafi lagt söfnuninni lið ásamt fjölda annarra fyrirtækja og einstaklinga. Söfnunin sé enn þá opin og öll sem geta hvött til að leggja verkefninu lið með því að leggja inn á reikning Styrktarfélags barna í Grindavík. Kt: 670224-1630 Bankanúmer: 0133 15 007166
Góðverk Grindavík Börn og uppeldi Íþróttir barna Hjálparstarf Harpa Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira