Morgunrútína Söru Snædísar sem eykur afkastagetu og orku Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 20. mars 2024 14:10 Sara Snædís flutti til Spánar í ár með fjölskyldunni. WithSara Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara, segist hafa tileinkað sér góða morgunrútínu til að viðhalda góðum venjum dag frá degi. Hún hafi í kjölfarið orðið afkastameiri, fundið fyrir jafnari orku og liðið almennt betur. „Það getur verið mjög gagnlegt að vera með einhverjar fastar rútínur yfir daginn, eitthvað sem við gerum daglega sem skiptir okkur máli, eykur vellíðan og nærir okkur,“ segir Sara Snædís sem leggur áherslu á færri en fleiri atriði: „Það skiptir mig máli að að hreyfa mig, huga vel að húðinni, næra mig vel og stunda núvitund og því reyni ég að koma þessu á morgnana og oftast á kvöldin líka. Ég er samt sveigjanleg og finnst skipta máli að taka tillit til aðstæðna og vera ekki með of heilagar rútínur þannig ef ekki gefst tími í þær eða eitthvað kemur upp á þá er allt í lagi að sleppa þeim, gera þær seinna eða breyta aðeins út af vananum.“ Sara Snædís starfar sem heilsuþjálfari ásamt því að halda úti vefsíðunni Withsara.com. Þar aðstoðar hún konur við að efla heilsuna á heildrænan máta.Sara Snædís Fjarvinna og rútína í sólinni Sara Snædís og unnusti hennar, Stefán Jökull Stefánsson, hafa búið í Stokkhólmi í Svíþjóð síðastliðin sex ár ásamt dætrum þeirra. Síðastliðið haust ákváðu þau að breyta um umhverfi í eitt ár og fluttu til Marbella á Spáni þar sem allir sinna skóla og starfi í fjarvinnu. „Það er mikilvægt að viðhalda rútínu á heimilinu og vöknum við alla morgna kl 7:30,“ segir Sara Snædís: „Ég mæli eindregið með því að setja sér einhverja fasta liði sem alltaf eru gerðir á morgnana til þess að koma sér af stað og líka svo að þú gerir alltaf eitthvað á hverjum degi sem er tileinkað þér, fyrir þig.“ Sara Snædís Morgunrútína Söru Snædísar Stórt volgt vatnsglas. „Gott að kreista sítrónu út í.“ Hugleiðsla og 4-7-8 öndunaræfing í nokkrar mínútur. Húðumhirða: „Ég þvæ mér í framan með ísköldu vatni og ber á mig serum, augnkrem, rakakrem og sólarvörn. Ef ég hef tíma nota ég gua sha og nudda andlitið til þess að örva blóðflæðið og draga úr bólgum.“ Morgunmatur, kaffi og vítamín: „Ég borða alltaf morgunmat innan við klukkustund eftir að ég vakna og verður grísk jógúrt með appelsínu, lífrænu múslí og hnetusmjöri fyrir valinu eða eggjahræra með avókadó og súrdeigsbrauði. Stundum tek ég góðgerla fyrir morgunmat en passa að drekka kaffið eftir morgunmatinn, allavegana ekki á fastandi maga. Ég tek B-12 vítamín, fólat, D-vítamín, Omega-3, ashwagandha og magnesíum.“ Hreyfing: „Mér finnst æðislegt að ná æfingu á morgnana, þó svo að það náist ekki alltaf en einhver hreyfing er nauðsynleg til að liðka líkamann, koma blóðrásinni í gott stand og skerpa á heilanum áður en sest er niður í vinnutörn.“ Skipuleggðu daginn: „Að þessu loknu sest ég niður og punkta hjá mér það sem mig langar að afreka yfir daginn. Fyrir mér er nauðsynlegt að skrifa það niður hjá mér áður en ég byrja að vinna svo ég helli mér ekki í of marga hluti á sama tíma heldur er með skýra stefnu fyrir daginn og get gert „check“ þegar hverju verkefni er lokið.“ Fyrir áhugasama er að hægt fylgjast með Söru Snædísi á samfélagsmiðlum og vefsíðunni Withsara.co Heilsa Matur Uppskriftir Tengdar fréttir Heilsutrend ársins 2024: Aukin lífsgæði og vellíðan á einfaldan máta Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara, segir mikilvægt að huga að heilsunni á heildrænan hátt. Heilsutrend ársins að hennar mati eru fjölbreytt og hugvekjandi og eiga það sameiginlegt að vera einföld í framkvæmd. 31. janúar 2024 13:32 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
„Það getur verið mjög gagnlegt að vera með einhverjar fastar rútínur yfir daginn, eitthvað sem við gerum daglega sem skiptir okkur máli, eykur vellíðan og nærir okkur,“ segir Sara Snædís sem leggur áherslu á færri en fleiri atriði: „Það skiptir mig máli að að hreyfa mig, huga vel að húðinni, næra mig vel og stunda núvitund og því reyni ég að koma þessu á morgnana og oftast á kvöldin líka. Ég er samt sveigjanleg og finnst skipta máli að taka tillit til aðstæðna og vera ekki með of heilagar rútínur þannig ef ekki gefst tími í þær eða eitthvað kemur upp á þá er allt í lagi að sleppa þeim, gera þær seinna eða breyta aðeins út af vananum.“ Sara Snædís starfar sem heilsuþjálfari ásamt því að halda úti vefsíðunni Withsara.com. Þar aðstoðar hún konur við að efla heilsuna á heildrænan máta.Sara Snædís Fjarvinna og rútína í sólinni Sara Snædís og unnusti hennar, Stefán Jökull Stefánsson, hafa búið í Stokkhólmi í Svíþjóð síðastliðin sex ár ásamt dætrum þeirra. Síðastliðið haust ákváðu þau að breyta um umhverfi í eitt ár og fluttu til Marbella á Spáni þar sem allir sinna skóla og starfi í fjarvinnu. „Það er mikilvægt að viðhalda rútínu á heimilinu og vöknum við alla morgna kl 7:30,“ segir Sara Snædís: „Ég mæli eindregið með því að setja sér einhverja fasta liði sem alltaf eru gerðir á morgnana til þess að koma sér af stað og líka svo að þú gerir alltaf eitthvað á hverjum degi sem er tileinkað þér, fyrir þig.“ Sara Snædís Morgunrútína Söru Snædísar Stórt volgt vatnsglas. „Gott að kreista sítrónu út í.“ Hugleiðsla og 4-7-8 öndunaræfing í nokkrar mínútur. Húðumhirða: „Ég þvæ mér í framan með ísköldu vatni og ber á mig serum, augnkrem, rakakrem og sólarvörn. Ef ég hef tíma nota ég gua sha og nudda andlitið til þess að örva blóðflæðið og draga úr bólgum.“ Morgunmatur, kaffi og vítamín: „Ég borða alltaf morgunmat innan við klukkustund eftir að ég vakna og verður grísk jógúrt með appelsínu, lífrænu múslí og hnetusmjöri fyrir valinu eða eggjahræra með avókadó og súrdeigsbrauði. Stundum tek ég góðgerla fyrir morgunmat en passa að drekka kaffið eftir morgunmatinn, allavegana ekki á fastandi maga. Ég tek B-12 vítamín, fólat, D-vítamín, Omega-3, ashwagandha og magnesíum.“ Hreyfing: „Mér finnst æðislegt að ná æfingu á morgnana, þó svo að það náist ekki alltaf en einhver hreyfing er nauðsynleg til að liðka líkamann, koma blóðrásinni í gott stand og skerpa á heilanum áður en sest er niður í vinnutörn.“ Skipuleggðu daginn: „Að þessu loknu sest ég niður og punkta hjá mér það sem mig langar að afreka yfir daginn. Fyrir mér er nauðsynlegt að skrifa það niður hjá mér áður en ég byrja að vinna svo ég helli mér ekki í of marga hluti á sama tíma heldur er með skýra stefnu fyrir daginn og get gert „check“ þegar hverju verkefni er lokið.“ Fyrir áhugasama er að hægt fylgjast með Söru Snædísi á samfélagsmiðlum og vefsíðunni Withsara.co
Heilsa Matur Uppskriftir Tengdar fréttir Heilsutrend ársins 2024: Aukin lífsgæði og vellíðan á einfaldan máta Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara, segir mikilvægt að huga að heilsunni á heildrænan hátt. Heilsutrend ársins að hennar mati eru fjölbreytt og hugvekjandi og eiga það sameiginlegt að vera einföld í framkvæmd. 31. janúar 2024 13:32 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Heilsutrend ársins 2024: Aukin lífsgæði og vellíðan á einfaldan máta Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara, segir mikilvægt að huga að heilsunni á heildrænan hátt. Heilsutrend ársins að hennar mati eru fjölbreytt og hugvekjandi og eiga það sameiginlegt að vera einföld í framkvæmd. 31. janúar 2024 13:32