Lore: „Tilfinningin er frábær“ Árni Jóhannsson skrifar 20. mars 2024 22:10 Lore Devos gerði gríðarlega vel í allt kvöld. 32 stig og 12 fráköst á leiðinni í átt að bikarúrslitaleiknum. Vísir / Pawel Cieslikiewicz Þór frá Akureyri er á leiðinni í bikarúrslit eftir að hafa lagt Grindavík 79-75 í undanúrslitum þar sem frábær annar leikhluti lagði grunninn að sigrinum. Lore Devos var stigahæst allra á vellinum með 32 stig og leiddi sínar konur í gegnum þrautagönguna sem körfuboltaleikur getur verið. Það eru 49 ár síðan Þór komst síðast í bikarúrslit og var Lore spurð að því hvernig tilfinningin væri. „Tilfinningin er frábær. Við vorum svo spenntar nú þegar að vera í undanúrslitunum og spila í Laugardalshöllinni. Þetta skipti stelpurnar í liðinu og stuðningsmennina svo miklu máli. Þetta er dásamlegt. Þetta er mjög spennandi.“ Þjálfari Grindavíkur talaði um í viðtali að orkustigið hjá Grindvíkingum hafi ekki verið gott hjá sínum stelpum. Hvernig var hugarfarið hjá Þór komandi inn í leikinn? „Við ætluðum bara að vera orkumeiri en þær og við náðum að gera það í 40 mínútur. Þó það hafi komið smá kafli þar sem orkan datt niður þá náðum við að halda dampi og klára leikinn. Við gáfum tóninn.“ Annar leikhluti var rosalegur hjá Þórsurum og komust þær t.d. á 17-0 sprett sem opnaði 11 stiga forskot sem hélst að miklu leyti allan leikinn. Hvað fór í gegnum huga leikmanna á þeim tíma? „Við vorum bara að fagna öllu og vorum mjög ánægðar og spenntar yfir því sem var að gerast. Við vorum samt með það í huga að Grindavík er mjög hæfileikaríkt lið og að leikurinn er 40 mínútur og við þurftum að vera klárar í að hleypa þeim ekki inn í leikinn.“ Á laugardaginn er það svo Keflvíkingar sem bíða Þórsara í bikarúrslitaleiknum sjálfum. Þór hefur unnið Keflavík einu sinni í vetur og þegar blaðamaður var að klára spurninguna þá greip Lore orðið af honum. „Þannig að við vitum að það er möguleiki! Það verður erfitt en maður veit aldrei. Það þarf alltaf að spila allan leikinn þannig. Þetta verður slagur en vonandi nær betra liðið bara að vinna.“ Þórsarar fengu framlag úr mörgum áttum í kvöld en sérstaklega var tekið eftir framlagi Emmu Karólínu Snæbjarnardóttur sem er 15 ára gömul en hún skoraði 8 stig í fjórða leikhluta og 12 stig í heild. Lore var beðin um að lýsa áhrifunum sem hún hafði á leikinn. „Frábær! Hún gefur okkur svo mikla orku. Hún hefur verið að kljást við erfið meiðsli en er að koma til baka núna og verið frábær. Vonandi nær hún að vaxa og verða leiðtogi fyrir þetta lið.“ Á milli leikja þarf að hugsa vel um sig. „Við þurfum að njóta í dag svo þurfum við að gera huga okkar og líkama kláran og undirbúa okkur fyrir leikinn á laugardaginn.“ Þór Akureyri VÍS-bikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Ak. - Grindavík 77-75 | Þór í bikarúrslit eftir hörkuleik Þór Akureyri og Grindavík börðust svo sannarlega um seinna lausa sætið í úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta. Þórsarar tóku frumkvæðið í öðrum leikhluta og náðu að halda muninum nægum til að innbyrða sigurinn og komast í bikarúrslit í fyrsta sinn í 49 ár. Leikurinn endaði 77-75 20. mars 2024 19:15 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Það eru 49 ár síðan Þór komst síðast í bikarúrslit og var Lore spurð að því hvernig tilfinningin væri. „Tilfinningin er frábær. Við vorum svo spenntar nú þegar að vera í undanúrslitunum og spila í Laugardalshöllinni. Þetta skipti stelpurnar í liðinu og stuðningsmennina svo miklu máli. Þetta er dásamlegt. Þetta er mjög spennandi.“ Þjálfari Grindavíkur talaði um í viðtali að orkustigið hjá Grindvíkingum hafi ekki verið gott hjá sínum stelpum. Hvernig var hugarfarið hjá Þór komandi inn í leikinn? „Við ætluðum bara að vera orkumeiri en þær og við náðum að gera það í 40 mínútur. Þó það hafi komið smá kafli þar sem orkan datt niður þá náðum við að halda dampi og klára leikinn. Við gáfum tóninn.“ Annar leikhluti var rosalegur hjá Þórsurum og komust þær t.d. á 17-0 sprett sem opnaði 11 stiga forskot sem hélst að miklu leyti allan leikinn. Hvað fór í gegnum huga leikmanna á þeim tíma? „Við vorum bara að fagna öllu og vorum mjög ánægðar og spenntar yfir því sem var að gerast. Við vorum samt með það í huga að Grindavík er mjög hæfileikaríkt lið og að leikurinn er 40 mínútur og við þurftum að vera klárar í að hleypa þeim ekki inn í leikinn.“ Á laugardaginn er það svo Keflvíkingar sem bíða Þórsara í bikarúrslitaleiknum sjálfum. Þór hefur unnið Keflavík einu sinni í vetur og þegar blaðamaður var að klára spurninguna þá greip Lore orðið af honum. „Þannig að við vitum að það er möguleiki! Það verður erfitt en maður veit aldrei. Það þarf alltaf að spila allan leikinn þannig. Þetta verður slagur en vonandi nær betra liðið bara að vinna.“ Þórsarar fengu framlag úr mörgum áttum í kvöld en sérstaklega var tekið eftir framlagi Emmu Karólínu Snæbjarnardóttur sem er 15 ára gömul en hún skoraði 8 stig í fjórða leikhluta og 12 stig í heild. Lore var beðin um að lýsa áhrifunum sem hún hafði á leikinn. „Frábær! Hún gefur okkur svo mikla orku. Hún hefur verið að kljást við erfið meiðsli en er að koma til baka núna og verið frábær. Vonandi nær hún að vaxa og verða leiðtogi fyrir þetta lið.“ Á milli leikja þarf að hugsa vel um sig. „Við þurfum að njóta í dag svo þurfum við að gera huga okkar og líkama kláran og undirbúa okkur fyrir leikinn á laugardaginn.“
Þór Akureyri VÍS-bikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Ak. - Grindavík 77-75 | Þór í bikarúrslit eftir hörkuleik Þór Akureyri og Grindavík börðust svo sannarlega um seinna lausa sætið í úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta. Þórsarar tóku frumkvæðið í öðrum leikhluta og náðu að halda muninum nægum til að innbyrða sigurinn og komast í bikarúrslit í fyrsta sinn í 49 ár. Leikurinn endaði 77-75 20. mars 2024 19:15 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Leik lokið: Þór Ak. - Grindavík 77-75 | Þór í bikarúrslit eftir hörkuleik Þór Akureyri og Grindavík börðust svo sannarlega um seinna lausa sætið í úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta. Þórsarar tóku frumkvæðið í öðrum leikhluta og náðu að halda muninum nægum til að innbyrða sigurinn og komast í bikarúrslit í fyrsta sinn í 49 ár. Leikurinn endaði 77-75 20. mars 2024 19:15