Hlustendaverðlaunin 2024 fóru fram í Gamla Bíói en þetta er í ellefta skipti sem hátíðin fer fram. Útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 standa í sameiningu að verðlaununum. Markmiðið er að gefa íslenskum útvarpshlustendum og tónlistarunnendum tækifæri að velja og verðlauna íslenskt tónlistarfólk, hljómsveitir og einstaklinga sem sköruðu fram úr í tónlist á síðastliðnu ári.
Verðlaunahátíðina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Mikið var um dýrðir og margir af ástsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar stigu á svið.
Hlustendaverðlaun ársins 2024:
- Söngvari ársins: Aron Can
- Söngkona ársins: Laufey
- Flytjandi ársins: Iceguys
- Nýliði ársins: Patrik
- Plata ársins: Bewitched, Laufey
- Myndband ársins: Krumla, Iceguys
- Lag ársins: Skína, Patrik
- X-ársins: GusGus
- Kítón verðlaunin: JFDR
- Heiðursverðlaun: XXX Rottweiler


GDRN frumflutti lagið Háspenna á athöfninni en hún var tilnefnd í tveimur flokkum, annars vegar sem söngkona ársins og lagið Parísarhjól var tilnefnt í flokknum lag ársins.
Herra Hnetusmjör tók lögin Koss á þig og Hef verið verri sem var frumflutt á hátíðinni og kemur út á Spotify á miðnætti í kvöld.