Björgvin og Sara með yfirburði en þetta eru þau efstu á Íslandi í CrossFit Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2024 09:00 Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir voru einu Íslendingarnir inn á topp hundrað í CrossFit Open í ár. @sarasigmunds og @bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir voru langefst Íslendinga í opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit en niðurstöður úr þriðju og síðustu viku CrossFit Open hafa nú verið staðfestar. Sara var á toppnum meðal íslensku stelpnanna eftir allar þrjár vikurnar en Björgvin Karl tók toppsætið eftir aðra viku og jók bara forystu sína í lokavikunni. Alls voru tólf íslenskar stelpur inn á topp þúsund í heiminum en aðeins fimm íslenskir karlar. CrossFit Open er fyrstu hluti af þremur í undankeppni heimsleikanna. 25 prósent keppenda komast áfram í fjórðungsúrslit þar sem síðan keppt um sæti í undanúrslitunum. Í undanúrslitamótunum eru síðan sæti í boði á sjálfa heimsleikanna næsta haust. Björgvin Karl endaði í 22. sæti á heimsvísu og í níunda sæti í Evrópu. Hann varð í 45. sæti í heiminum í Open í fyrra en best náði hann öðru sætinu árið 2019 og fjórða sætinu bæði 2017 og 2020. Bergur Sverrisson varð næsthæstur íslensku strákanna en þó bara í 574. sæti á heimsvísu og í 215. sæti í Evrópu. Það segir mikið til um yfirburði Björgvins. Þriðji íslenski karlmaðurinn varð síðan handbolta- og fótboltadómararinn Sigurður Hjörtur Þrastarson. Sigurður varð í 659. sæti á heimsvísu en enn fremur í 9. sæti í sínum aldursflokki sem er flokkur 40 til 44 ára. Fjórði varð Ægir Björn Gunnsteinsson (926. sæti í heimi - 357. sæti í Evrópu) og fimmtiRagnar Ingi Klemenzson (929. sæti í heimi - 359. sæti í Evrópu). Hér fyrir neðan má sjá þá fimmtán efstu á Íslandi. Smellið á myndina til að stækka hana. CrossFit Games Lini Linason, sem varð efstur Íslendinga eftir fyrstu vikuna og keppir undir dulnefni, endaði í sautjánda sætinu sem skilaði honum í 3347. sæti á heimsvísu. Sara Sigmundsdóttir er á góðri leið í endurkomu sinni en hún endaði í 30. sæti á heimsvísu sem er 154 sætum ofar en í fyrra og átján sætum ofar en árið 2022. Sara vann hins vegar Open þrisvar sinnum á fjórum árum frá 2017 til 2020. Sara endaði í 10. sæti í Evrópu. Hún varð eina íslenska konan inn á topp hundrað í heiminum og 75 sætum á undan næstu íslensku konu. Þuríður Erla Helgadóttir varð önnur íslenskra kvenna en hún endaði í 105. sæti á heimsvísu og í 50. sæti í Evrópu. Þuríður lækkaði sig þriðja árið í röð en hún varð í 64. sæti í heiminum í fyrra, 46. sæti árið 2022 og í 29. sæti árið 2021. Þriðja af íslensku stelpunum var hin sautján ára gamla Bergrós Björnsdóttir en hún varð efst í heiminum í flokki sextán til sautján ára. Bergrós varð í 160. sæti á heimsvísu og í 69. sæti í Evrópu. Fjórða varð Steinunn Anna Svansdóttir (250. sæti í heimi - 109. sæti í Evrópu) og fimmta Birta Líf Þórarinsdóttir (284. sæti í heimi - 124. sæti í Evrópu). Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir í undankeppni Norður-Ameríku en hún endaði í 343. sæti á heimsvísu sem hefði skilað henni 141. sæti í Evrópu. Katrín Tanja hefði samkvæmt þessu endaði í sjötta sætinu meðal íslensku stelpnanna. Hér fyrir neðan má sjá þær fimmtán efstu á Íslandi en Katrín Tanja er ekki með á listanum enda á listanum yfir vesturhluta Norður-Ameríku. Smellið á myndina til að stækka hana. CrossFit Games CrossFit Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sjá meira
Sara var á toppnum meðal íslensku stelpnanna eftir allar þrjár vikurnar en Björgvin Karl tók toppsætið eftir aðra viku og jók bara forystu sína í lokavikunni. Alls voru tólf íslenskar stelpur inn á topp þúsund í heiminum en aðeins fimm íslenskir karlar. CrossFit Open er fyrstu hluti af þremur í undankeppni heimsleikanna. 25 prósent keppenda komast áfram í fjórðungsúrslit þar sem síðan keppt um sæti í undanúrslitunum. Í undanúrslitamótunum eru síðan sæti í boði á sjálfa heimsleikanna næsta haust. Björgvin Karl endaði í 22. sæti á heimsvísu og í níunda sæti í Evrópu. Hann varð í 45. sæti í heiminum í Open í fyrra en best náði hann öðru sætinu árið 2019 og fjórða sætinu bæði 2017 og 2020. Bergur Sverrisson varð næsthæstur íslensku strákanna en þó bara í 574. sæti á heimsvísu og í 215. sæti í Evrópu. Það segir mikið til um yfirburði Björgvins. Þriðji íslenski karlmaðurinn varð síðan handbolta- og fótboltadómararinn Sigurður Hjörtur Þrastarson. Sigurður varð í 659. sæti á heimsvísu en enn fremur í 9. sæti í sínum aldursflokki sem er flokkur 40 til 44 ára. Fjórði varð Ægir Björn Gunnsteinsson (926. sæti í heimi - 357. sæti í Evrópu) og fimmtiRagnar Ingi Klemenzson (929. sæti í heimi - 359. sæti í Evrópu). Hér fyrir neðan má sjá þá fimmtán efstu á Íslandi. Smellið á myndina til að stækka hana. CrossFit Games Lini Linason, sem varð efstur Íslendinga eftir fyrstu vikuna og keppir undir dulnefni, endaði í sautjánda sætinu sem skilaði honum í 3347. sæti á heimsvísu. Sara Sigmundsdóttir er á góðri leið í endurkomu sinni en hún endaði í 30. sæti á heimsvísu sem er 154 sætum ofar en í fyrra og átján sætum ofar en árið 2022. Sara vann hins vegar Open þrisvar sinnum á fjórum árum frá 2017 til 2020. Sara endaði í 10. sæti í Evrópu. Hún varð eina íslenska konan inn á topp hundrað í heiminum og 75 sætum á undan næstu íslensku konu. Þuríður Erla Helgadóttir varð önnur íslenskra kvenna en hún endaði í 105. sæti á heimsvísu og í 50. sæti í Evrópu. Þuríður lækkaði sig þriðja árið í röð en hún varð í 64. sæti í heiminum í fyrra, 46. sæti árið 2022 og í 29. sæti árið 2021. Þriðja af íslensku stelpunum var hin sautján ára gamla Bergrós Björnsdóttir en hún varð efst í heiminum í flokki sextán til sautján ára. Bergrós varð í 160. sæti á heimsvísu og í 69. sæti í Evrópu. Fjórða varð Steinunn Anna Svansdóttir (250. sæti í heimi - 109. sæti í Evrópu) og fimmta Birta Líf Þórarinsdóttir (284. sæti í heimi - 124. sæti í Evrópu). Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir í undankeppni Norður-Ameríku en hún endaði í 343. sæti á heimsvísu sem hefði skilað henni 141. sæti í Evrópu. Katrín Tanja hefði samkvæmt þessu endaði í sjötta sætinu meðal íslensku stelpnanna. Hér fyrir neðan má sjá þær fimmtán efstu á Íslandi en Katrín Tanja er ekki með á listanum enda á listanum yfir vesturhluta Norður-Ameríku. Smellið á myndina til að stækka hana. CrossFit Games
CrossFit Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sjá meira