LIVE fjárfesti fyrir 1,5 milljarð í First Water og fer með sex prósenta hlut
![Stefán Sveinbjörnsson, stjórnarformaður LIVE, og Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water.](https://www.visir.is/i/6679955BDAD6C06CD38926D48418F253909036D9EE690A29DF892DB5EF7BC977_713x0.jpg)
Lífeyrissjóður verslunarmanna fjárfesti fyrir 1,5 milljarða króna með beinum hætti í landeldinu First Water þegar fiskeldið kláraði stórt hlutfjárútboð í fyrra og var þá verðmetið á liðlega 25 milljarða. Stjórnarformaður sjóðsins, næst stærsti lífeyrissjóður landsins, kallar eftir því að settur verði aukinn kraft í greiningu vænlegra innviðafjárfestinga svo hægt sé að virkja sem fyrst tækifærin sem bíða á því sviði.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/23E7932B2BC5B646185864D2A9C77773AC641C67A81C24FFA8F862B367692E7D_308x200.jpg)
Ætlar að stórauka vægi erlendra skuldabréfa sem eru „álitlegri kostur“ en áður
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hyggst bæta verulega við sig í erlendum skuldabréfum á árinu 2024 og telur að sá eignaflokkur sé orðin „mun meira aðlaðandi“ eftir langt tímabil af lágu vaxtastigi. Á móti áformar Lífeyrissjóður verslunarmanna að minnka vægi sitt í erlendum og innlendum hlutabréfum, samkvæmt nýrri fjárfestingastefnu sjóðsins, en hins vegar er útlit fyrir að Birta lífeyrissjóður muni auka lítillega við hlutfall sitt í hlutabréfum hérlendis frá núverandi stöðu.