Erika Nótt með tímamótasigur fyrir Ísland Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2024 15:02 Erika Nótt Einarsdóttir með verðlaunagrip sinn sem Norðurlandameistari í hnefaleikum 2024. mynd/HNÍ Hin 17 ára gamla Erika Nótt Einarsdóttir varð í dag fyrst Íslendinga til þess að vinna Norðurlandameistaratitil í hnefaleikum, á Norðurlandamótinu sem var að ljúka í Danmörku. Íslenski hópurinn vann þrjár medalíur á mótinu en það var árangur Eriku sem stóð upp úr því hún gerði sér lítið fyrir og vann Norðurlandameistaratitil. Í tilkynningu segir að Erika hafi unnið sænskan andstæðing sinn í úrslitum, Arina Vakili, með miklum yfirburðum. Þó að Ísland hafi alloft keppt á Norðurlandamóti eru þetta fyrstu gullverðlaun Íslendings á slíku móti. Ekki nóg með það heldur var Erika valin besta unga hnefaleikakonan á mótinu, þar sem valið stóð á milli þeirra kvenboxara sem voru undir 19 ára aldri. Einnig silfur og brons Nóel Freyr Ragnarsson vann Norðmann með sannfærandi hætti í undanúrslitum -67 kg flokks, hjá U19 ára, en varð að sætta sig við silfur eftir hörkubardaga við danskan mótherja sem jafnframt var ríkjandi Norðurlandameistari. Benedikt Gylfi Eiríksson hlaut svo brons í U19 ára flokki, í -75 kg flokki, en hann tapaði fyrir dönskum keppinaut í undanúrslitum. Landsliðið á síðustu æfingunni fyrir ferðina út til Danmerkur: Gabríel Warén, Hafþór Magnússon, Erika Nótt Einarsdóttir, Elmar Gauti Halldórsson, Nóel Freyr Ragnarsson, Benedikt Gylfi Eiríksson, Davíð Rúnar Bjarnason landsliðsþjálfari og Arnór Már Grímsson aðstoðarþjálfari í ferðinni.HNÍ Alls voru sex íslenskir keppendur á mótinu. Elmar Gauti Halldórsson keppti í -75kg og lenti í fyrstu viðureign gegn Norðmanni sem að endingu vann mótið. Hafþór Magnússon, í -67 kg, tapaði í fjórðungsúrslitum á klofinni dómaraákvörðun 1-4 gegn Svía í virkilega jöfnum bardaga. Gabríel Warén, U19 -63,5kg, tapaði gegn Norðmanni í fjórðungsúrslitum á klofinni dómaraákvörðun, 3-2. Davíð Rúnar Bjarnason landsliðsþjálfari er mjög ánægður með heildarárangur liðsins og segir að framtíðin sé björt í hnefaleikum á Íslandi. Þessi árangur sýni það vel að skrefin séu góð sem verið sé að taka fram á við. Box Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira
Íslenski hópurinn vann þrjár medalíur á mótinu en það var árangur Eriku sem stóð upp úr því hún gerði sér lítið fyrir og vann Norðurlandameistaratitil. Í tilkynningu segir að Erika hafi unnið sænskan andstæðing sinn í úrslitum, Arina Vakili, með miklum yfirburðum. Þó að Ísland hafi alloft keppt á Norðurlandamóti eru þetta fyrstu gullverðlaun Íslendings á slíku móti. Ekki nóg með það heldur var Erika valin besta unga hnefaleikakonan á mótinu, þar sem valið stóð á milli þeirra kvenboxara sem voru undir 19 ára aldri. Einnig silfur og brons Nóel Freyr Ragnarsson vann Norðmann með sannfærandi hætti í undanúrslitum -67 kg flokks, hjá U19 ára, en varð að sætta sig við silfur eftir hörkubardaga við danskan mótherja sem jafnframt var ríkjandi Norðurlandameistari. Benedikt Gylfi Eiríksson hlaut svo brons í U19 ára flokki, í -75 kg flokki, en hann tapaði fyrir dönskum keppinaut í undanúrslitum. Landsliðið á síðustu æfingunni fyrir ferðina út til Danmerkur: Gabríel Warén, Hafþór Magnússon, Erika Nótt Einarsdóttir, Elmar Gauti Halldórsson, Nóel Freyr Ragnarsson, Benedikt Gylfi Eiríksson, Davíð Rúnar Bjarnason landsliðsþjálfari og Arnór Már Grímsson aðstoðarþjálfari í ferðinni.HNÍ Alls voru sex íslenskir keppendur á mótinu. Elmar Gauti Halldórsson keppti í -75kg og lenti í fyrstu viðureign gegn Norðmanni sem að endingu vann mótið. Hafþór Magnússon, í -67 kg, tapaði í fjórðungsúrslitum á klofinni dómaraákvörðun 1-4 gegn Svía í virkilega jöfnum bardaga. Gabríel Warén, U19 -63,5kg, tapaði gegn Norðmanni í fjórðungsúrslitum á klofinni dómaraákvörðun, 3-2. Davíð Rúnar Bjarnason landsliðsþjálfari er mjög ánægður með heildarárangur liðsins og segir að framtíðin sé björt í hnefaleikum á Íslandi. Þessi árangur sýni það vel að skrefin séu góð sem verið sé að taka fram á við.
Box Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira