Lærisveinar Rúnars lentu á hraðahindrun Siggeir Ævarsson skrifar 24. mars 2024 17:10 Rúnar Sigtryggsson hafði stýrt sínum mönnum til sigurs þrjá leiki í röð en mátti sætta sig við tap í dag vísir/Getty Lið Leipzig í þýska handboltanum var á góðri siglingu en lærisveinar Rúnars Sigtryggssonar voru búnir að vinna þrjá leiki í röð fyrir leik dagsins þegar liðið mætti Eisenach. Leipzig hafði unnið þrjá leiki í röð en Eisenach er í bullandi fallbaráttu og hafði aðeins náð einu jafntefli í síðustu sex leikjum fyrir viðureign liðanna í dag. Leipzig hafði yfirhöndina fram af leiknum og náði upp fimm marka forskoti tvisvar í seinni hálfleik. En á um það bil fjórum mínútum skoraði Eisenach fjögur mörg og staðan breyttist úr 21-16 í 21-20. Skömmu síðar kom svo annar stórskotakafli frá gestunum og staðan allt í einu orðin 25-28 og aðeins sjö mínútur tæpar til leiksloka. Andri Már Rúnarsson gerði hvað hann gat til að klóra í bakkann og skoraði tvö mörk á lokakaflanum en það dugði ekki til, lokatölur í Leipzig 29-31 og kærkomin stig í hús hjá Eisenach. Andri Már skoraði fjögur mörk fyrir Leipzig en Viggó Kristjánsson tók ekki þátt í leiknum. Fleiri Íslendingar stóðu í ströngu í þýska boltanum í dag. Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach tóku á móti TVB Stuttgart og unnu nokkuð þægilegan sigur 35-27. Aron Snær Óskarsson skoraði eitt mark fyrir Gummersbach. Eftir ellefu ár úti í atvinnumennsku er handboltamaðurinn Oddur Gretarsson á heimleið. Hann flytur með fjölskyldu sinni heim til Akureyrar af loknu yfirstandandi tímabili og gengur til liðs við uppeldisfélagið ÞórMynd:Balingen Þá var Oddur Grétarsson í stóru hlutverki hjá HBW Balingen sem sótti topplið Füchse Berlin heim. Oddur raðaði inn mörkum í lokin og gerði sitt besta til að jafna leikinn en hinn danski Hans Lindberg svaraði öllu sem Oddur reyndi og skoraði sex af síðustu sjö mörkum Füchse Berlin. Oddur var markahæstur sinna manna í dag með átta mörk. Daníel Þór Ingason skoraði tvö og lagði upp annað eins. Balingen er í neðsta sæti deildarinnar og var þetta fjórða tap liðsins í röð. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Í beinni: Fram - Afturelding | Afturelding ætlar á toppinn Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Sjá meira
Leipzig hafði unnið þrjá leiki í röð en Eisenach er í bullandi fallbaráttu og hafði aðeins náð einu jafntefli í síðustu sex leikjum fyrir viðureign liðanna í dag. Leipzig hafði yfirhöndina fram af leiknum og náði upp fimm marka forskoti tvisvar í seinni hálfleik. En á um það bil fjórum mínútum skoraði Eisenach fjögur mörg og staðan breyttist úr 21-16 í 21-20. Skömmu síðar kom svo annar stórskotakafli frá gestunum og staðan allt í einu orðin 25-28 og aðeins sjö mínútur tæpar til leiksloka. Andri Már Rúnarsson gerði hvað hann gat til að klóra í bakkann og skoraði tvö mörk á lokakaflanum en það dugði ekki til, lokatölur í Leipzig 29-31 og kærkomin stig í hús hjá Eisenach. Andri Már skoraði fjögur mörk fyrir Leipzig en Viggó Kristjánsson tók ekki þátt í leiknum. Fleiri Íslendingar stóðu í ströngu í þýska boltanum í dag. Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach tóku á móti TVB Stuttgart og unnu nokkuð þægilegan sigur 35-27. Aron Snær Óskarsson skoraði eitt mark fyrir Gummersbach. Eftir ellefu ár úti í atvinnumennsku er handboltamaðurinn Oddur Gretarsson á heimleið. Hann flytur með fjölskyldu sinni heim til Akureyrar af loknu yfirstandandi tímabili og gengur til liðs við uppeldisfélagið ÞórMynd:Balingen Þá var Oddur Grétarsson í stóru hlutverki hjá HBW Balingen sem sótti topplið Füchse Berlin heim. Oddur raðaði inn mörkum í lokin og gerði sitt besta til að jafna leikinn en hinn danski Hans Lindberg svaraði öllu sem Oddur reyndi og skoraði sex af síðustu sjö mörkum Füchse Berlin. Oddur var markahæstur sinna manna í dag með átta mörk. Daníel Þór Ingason skoraði tvö og lagði upp annað eins. Balingen er í neðsta sæti deildarinnar og var þetta fjórða tap liðsins í röð.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Í beinni: Fram - Afturelding | Afturelding ætlar á toppinn Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Sjá meira