Lífið

Keypti í­búðina af huggulegustu hommum landsins

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Rakel Tómas fór í gegnum erfitt tímabil og vann sig út úr því með því að teikna.
Rakel Tómas fór í gegnum erfitt tímabil og vann sig út úr því með því að teikna. Aðsend

Listakonan Rakel Tómasdóttir festi kaup á 55 fermetra íbúð á efstu hæð við Laugaveg 40 A. Rakel er mikil miðbæjarpía og gæti ekki hugsað sér að búa neinstaðar annars staðar.

Íbúðin var áður í eigu Pétur Björgvins Sveinssonar, markaðssérfræðings og unnusta ljósmyndarans Helga Ómarssonar. Eins og Vísir greindi frá á sínum er parið sannkallaðir fagurkerar og hafa innrétt íbúðina á sjarmerandi máta þar sem björt rými, hlýleiki og fagurfræði ræður ríkjum.

Íbúðin skiptist anddyri, eitt svefnherbergi, baðherbergi, stofu, borðstofu og eldhús. Útgengt er úr eldhúsi á þaksvalir í suðvestur með fallegu útsýni yfir miðbæinn.

Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun

Nýverið seldi Rakel stílhreina og fallega eign við Grettisgötu sem var til umfjöllunar á lífinu á Vísi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.