Þeir félagar lofuðu alvöru skemmtun og að sjálfsögðu veglegum vinningum.
Meðal vinninga í þetta skiptið eru:
- Playstation portal - nýja ferðatölvan frá sony ásamt Pulse Elite og Pulse Explore headphones frá Senu
- Gjafabréf í master svítu hjá Hotel rangá - 3 rétta kvöldverði a la carte og morgunmat
- 100.000 gjafabréf frá Play
- Rúm frá Dorma
- Samsung Tab A9 spjaldtölva frá Samsung
- Úlpa frá 66° Norður
- Sleðaferð fyrir 4 hjá Mountaineers of Iceland að verðmæti 100.000 kr.
Svona virkar þetta / Hvernig tekur þú þátt?
Áskrifendur Blökastsins fá aðgang að hlekk með bingóinu og getur hver fjölskyldumeðlimur sótt sér þrjú spjöld. Þeir sem vilja taka þátt fara á hlekkinn, skrifa fullt nafn og slá inn símanúmer. Síðan skrá þeir sig inn með tölunum sem sendar eru með smáskilaboðum í það símanúmer. Þá eru spjöldin orðin virk.
Athugið að spjöldum er úthlutað á símanúmer, hægt er að skrá sama símanúmer í fleiri en eitt tæki en þá koma sömu spjöld. Tækin muna eftir innskráningunni þannig að hægt er að fara af síðunni og koma aftur. Hægt er að sækja spjöld með öllum símanúmerum.
Hægt er að gerast áskrifandi á vef Tals hér á Vísi.