Borið gæfu til að gera drastískar breytingar á högum sínum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 1. apríl 2024 07:00 Björk segir fjallgöngur bjarga geðheilsunni. Vilhelm Björk Eiðsdóttir, ævintýrakona og upplýsingafulltrúi Björgólfs Thor Björgólfssonar og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, segist hafa borið gæfa til að gera drastískar breytingar á högum sínum. Hún fagnar stórafmæli á árinu og ætlar á fimmtíu fjöll í tilefni af öllum árunum. „Fjallgöngur lækna allt! Vont skap, streitu og þreytu,“ segir Björk. Hún er mikil ævintýrakona og gekk til að mynda upp hæsta fjall Afríku, Kilimanjaro, í fyrra. Björk sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Á leiðinni á Kilimanjaro, hæsta tind Afríku, í fyrra.Björk Fullt nafn? Björk Eiðsdóttir. Aldur? 49 – að verða 50!!! Starf? Upplýsingafulltrúi Björgólfs Thors Björgólfssonar. Fjölskyldan? Ég á fjögur börn á aldrinum fjögurra til 26 ára, þrjú stjúpbörn og eitt stjúpbarn frá fyrra hjónabandi. Nú eru tengdabörn líka að bætast í hópinn og von er á tveimur barnabörnum - aðeins annað er mér blóðtengt en bæði eiga nú þegar frátekið sitt pláss í hjarta mínu. Svo eins og heyra má er orðið vel partýhæft! Birta, Eiður Breki, Blær og Víkingur Bjarkar.Ásta Kristjáns Með hverjum býrðu? Doktor Karli Ægi Karlssyni og sonum mínum tveimur, 17 og 4 ára. Hvað er á döfinni? Upp úr stendur klárlega að ég og ansi margir vinir mínir fögnum stórafmæli á árinu svo þetta verður ár glimmers og gleðistunda. Í tilefni þess ætla ég líka að ganga á 50 fjöll á árinu að frumkvæði vinkonu minnar, Birnu Bragadóttur fjallageitar með meiru. Ég er nú þegar búin með níu svo það er bara 41 eftir. Og í sumar stefnum við stöllur á sjálfa drottninguna: Herðubreið. Björk og Birna, vinkonur síðan fyrir fermingu verja fimmtugsárinu mikið til í göngum saman.Björk Þín mesta gæfa í lífinu? Ég er umkringd góðu og skemmtilegu fólki og þakka daglega fyrir manninn minn, börnin mín, pabba minn, bræður mína og alla þessa einstöku vini sem ég hef sankað að mér á lífsins leið og er enn að bæta í hópinn! Ég hef borið gæfu til að þora að gera drastískar breytingar á högum mínum – það er ógnvænlegt á meðan á því stendur en oftast uppsker maður ríkulega. Hvernig hugarðu að heilsunni? Ég hreyfi mig flesta daga, spinning, hot yoga og fjallgöngur eru málið þessa stundina en þetta breytist allt reglulega. Fjölbreytni er lykillinn. Fallegasti staður á landinu? Þórsmörk er uppáhalds staður minn. Þangað fór ég oft sem barn og unglingur og við hjónaleysin heimsækjum Þórsmörk á hverju sumri. Oftar en ekki geng ég yfir Fimmvörðuhálsinn og hann bíður mín með hlýju tjaldi og köldu Prosecco. Ekkert toppar það! En í heiminum? Zanzibar gjörsamlega heillaði mig síðasta haust, tærasti sjór sem ég séð og mér leið alltaf eins og ég væri stödd í kvikmynd eða inni á póstkorti! En Brasilía stal hjarta mínu þegar ég var skiptinemi þar 16 ára. Stelpan úr Garðabænum varð aldrei söm eftir að kynnast þar nýjum heimi og verða hluti af brasilískri fjölskyldu og menningu. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Það er nærandi að ganga með góðum vini og leysa lífsgátuna um leið - en stundum er eina svarið við álagi að arka einn í bullandi bratta með spennandi hljóðbók í eyrunum. Hvað hefur mótað þig mest? Það setti sannarlega tóninn að vera yngsta barn og eina stelpan og ég hef alltaf sagt að fátt herði mann eins og að eiga eldri bræður - en það að verða móðir rétt eftir menntaskóla breytti auðvitað öllu. Ég hafði líklega bara mjög gott af því að vera sett í annað sæti strax upp úr tvítugu – hver veit hvernig þetta hefði annars farið? Hvað ertu að hámhorfa á? Var að byrja á Love & Death eftir mikla hvatningu frá vinum og þeir lofa góðu. Uppskrift að drauma sunnudegi? Fjallganga með vinkonu í morgunsárið og svo sund og bröns með sambýlismanni og syni á meðan kvöldmaturinn hægeldast í ofninum og allt stóðið kemur í kvöldmat. Björk og Kalli við kastala í Skotlandi í fyrra í ógleymanlegri ferð með stórkostlegum vinum. Björk Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Ég verð að fara með fjölskylduna til Brasilíu!!! Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Fólk verður alltaf jafn hissa á að ég geti bakað, hvort sem það megi teljast sem hæfileiki eða væntingastjórnun. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku, norsku og portúgölsku. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Ekki senda neitt frá þér í reiði! Pabbi kenndi mér þetta snemma en sagði þó, að ég mætti skrifa það sem ég er að hugsa þegar ég er tjúlluð, en reglan væri svo að sofa á því áður en ýtt er á „send.“ Skrifin reynast þannig fínasta þerapía en með því að hreinskrifa daginn eftir hef ég sloppið ágætlega við brúabrennur. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Knúsa litla strákinn minn – sem var pottþétt að vekja mig! Björk með Víking lítinn. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Ég vildi að ég gæti sagt: Loka bókinni en sannleikurinn er alltof oft: Legg frá mér símann. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? „Hvora myndina ætti ég að velja fyrir Vísi?“ til mannsins míns. Hælar eða strigaskór? Alltaf hælar – aldrei gefast upp!!! Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Þegar yngri dóttir mín hringdi í mig á Facetime með sónarmynd af spræku barnabarni sem væntanlegt er í september. Ég veit ekki hvaða tryllti tilfinningarússíbani fylgir komu fyrsta barnabarnsins en ég er augljóslega sest í hann – og til í stuðið! Björk og Kalli með örverpið Víking. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Ætli það sé ekki nýja svefnherbergið okkar sem við erum nú búin að nostra við að fullkomna í tvo mánuði! Endurbætur á litla bárujárnshúsinu okkar hafa verið teknar í atrennum og ein slík stendur yfir þessa dagana. Guð blessi okkur! Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Heyrðu mig, með Bríeti – ekki annað hægt! Ertu A eða B týpa? Hundrað prósent A týpa enda löngu hætt að geta sofið út! Ertu með einhvern bucket-lista? Ég hef aldrei útbúið físískan lista en þegar þú spyrð þá er auðvitað eitt og annað í huga mér. Skrifa bók, ganga á Herðubreið, ferðast um Suður-Ameríku, fara í alvöru „road-trip“ um Bandaríkin með viðkomu í Alabama þar sem ég var í háskólanámi og eldri sonur minn fæddist og ganga Inkaslóðina að Machu Picchu. Fjallamennska Ástin og lífið Tímamót Hin hliðin Tengdar fréttir Upplifði sig í framandi líkama fertug og ólétt Marín Manda Magnúsdóttir starfar sem þáttastjórnandi og hugmyndasmiður í sjónvarpi ásamt því að halda úti hlaðvarpinu Spegilmyndin. Hún var landsþekkt söngkona og varð fyrirsæta aðeins nítján ára gömul en kúplaði sig út úr sviðsljósinu þegar fjölskyldulífið tók við. 11. mars 2024 07:00 Geggjuð í karókí og býr yfir miklum sannfæringarkrafti Þórhildur Þorkelsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri Brú Strategy ásamt því að halda úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmál, með vinkonu sinni Nadine Guðrúnu Yaghi. Þórhildur er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona um árabil. 18. mars 2024 07:01 Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 26. febrúar 2024 07:00 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
„Fjallgöngur lækna allt! Vont skap, streitu og þreytu,“ segir Björk. Hún er mikil ævintýrakona og gekk til að mynda upp hæsta fjall Afríku, Kilimanjaro, í fyrra. Björk sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Á leiðinni á Kilimanjaro, hæsta tind Afríku, í fyrra.Björk Fullt nafn? Björk Eiðsdóttir. Aldur? 49 – að verða 50!!! Starf? Upplýsingafulltrúi Björgólfs Thors Björgólfssonar. Fjölskyldan? Ég á fjögur börn á aldrinum fjögurra til 26 ára, þrjú stjúpbörn og eitt stjúpbarn frá fyrra hjónabandi. Nú eru tengdabörn líka að bætast í hópinn og von er á tveimur barnabörnum - aðeins annað er mér blóðtengt en bæði eiga nú þegar frátekið sitt pláss í hjarta mínu. Svo eins og heyra má er orðið vel partýhæft! Birta, Eiður Breki, Blær og Víkingur Bjarkar.Ásta Kristjáns Með hverjum býrðu? Doktor Karli Ægi Karlssyni og sonum mínum tveimur, 17 og 4 ára. Hvað er á döfinni? Upp úr stendur klárlega að ég og ansi margir vinir mínir fögnum stórafmæli á árinu svo þetta verður ár glimmers og gleðistunda. Í tilefni þess ætla ég líka að ganga á 50 fjöll á árinu að frumkvæði vinkonu minnar, Birnu Bragadóttur fjallageitar með meiru. Ég er nú þegar búin með níu svo það er bara 41 eftir. Og í sumar stefnum við stöllur á sjálfa drottninguna: Herðubreið. Björk og Birna, vinkonur síðan fyrir fermingu verja fimmtugsárinu mikið til í göngum saman.Björk Þín mesta gæfa í lífinu? Ég er umkringd góðu og skemmtilegu fólki og þakka daglega fyrir manninn minn, börnin mín, pabba minn, bræður mína og alla þessa einstöku vini sem ég hef sankað að mér á lífsins leið og er enn að bæta í hópinn! Ég hef borið gæfu til að þora að gera drastískar breytingar á högum mínum – það er ógnvænlegt á meðan á því stendur en oftast uppsker maður ríkulega. Hvernig hugarðu að heilsunni? Ég hreyfi mig flesta daga, spinning, hot yoga og fjallgöngur eru málið þessa stundina en þetta breytist allt reglulega. Fjölbreytni er lykillinn. Fallegasti staður á landinu? Þórsmörk er uppáhalds staður minn. Þangað fór ég oft sem barn og unglingur og við hjónaleysin heimsækjum Þórsmörk á hverju sumri. Oftar en ekki geng ég yfir Fimmvörðuhálsinn og hann bíður mín með hlýju tjaldi og köldu Prosecco. Ekkert toppar það! En í heiminum? Zanzibar gjörsamlega heillaði mig síðasta haust, tærasti sjór sem ég séð og mér leið alltaf eins og ég væri stödd í kvikmynd eða inni á póstkorti! En Brasilía stal hjarta mínu þegar ég var skiptinemi þar 16 ára. Stelpan úr Garðabænum varð aldrei söm eftir að kynnast þar nýjum heimi og verða hluti af brasilískri fjölskyldu og menningu. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Það er nærandi að ganga með góðum vini og leysa lífsgátuna um leið - en stundum er eina svarið við álagi að arka einn í bullandi bratta með spennandi hljóðbók í eyrunum. Hvað hefur mótað þig mest? Það setti sannarlega tóninn að vera yngsta barn og eina stelpan og ég hef alltaf sagt að fátt herði mann eins og að eiga eldri bræður - en það að verða móðir rétt eftir menntaskóla breytti auðvitað öllu. Ég hafði líklega bara mjög gott af því að vera sett í annað sæti strax upp úr tvítugu – hver veit hvernig þetta hefði annars farið? Hvað ertu að hámhorfa á? Var að byrja á Love & Death eftir mikla hvatningu frá vinum og þeir lofa góðu. Uppskrift að drauma sunnudegi? Fjallganga með vinkonu í morgunsárið og svo sund og bröns með sambýlismanni og syni á meðan kvöldmaturinn hægeldast í ofninum og allt stóðið kemur í kvöldmat. Björk og Kalli við kastala í Skotlandi í fyrra í ógleymanlegri ferð með stórkostlegum vinum. Björk Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Ég verð að fara með fjölskylduna til Brasilíu!!! Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Fólk verður alltaf jafn hissa á að ég geti bakað, hvort sem það megi teljast sem hæfileiki eða væntingastjórnun. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku, norsku og portúgölsku. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Ekki senda neitt frá þér í reiði! Pabbi kenndi mér þetta snemma en sagði þó, að ég mætti skrifa það sem ég er að hugsa þegar ég er tjúlluð, en reglan væri svo að sofa á því áður en ýtt er á „send.“ Skrifin reynast þannig fínasta þerapía en með því að hreinskrifa daginn eftir hef ég sloppið ágætlega við brúabrennur. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Knúsa litla strákinn minn – sem var pottþétt að vekja mig! Björk með Víking lítinn. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Ég vildi að ég gæti sagt: Loka bókinni en sannleikurinn er alltof oft: Legg frá mér símann. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? „Hvora myndina ætti ég að velja fyrir Vísi?“ til mannsins míns. Hælar eða strigaskór? Alltaf hælar – aldrei gefast upp!!! Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Þegar yngri dóttir mín hringdi í mig á Facetime með sónarmynd af spræku barnabarni sem væntanlegt er í september. Ég veit ekki hvaða tryllti tilfinningarússíbani fylgir komu fyrsta barnabarnsins en ég er augljóslega sest í hann – og til í stuðið! Björk og Kalli með örverpið Víking. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Ætli það sé ekki nýja svefnherbergið okkar sem við erum nú búin að nostra við að fullkomna í tvo mánuði! Endurbætur á litla bárujárnshúsinu okkar hafa verið teknar í atrennum og ein slík stendur yfir þessa dagana. Guð blessi okkur! Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Heyrðu mig, með Bríeti – ekki annað hægt! Ertu A eða B týpa? Hundrað prósent A týpa enda löngu hætt að geta sofið út! Ertu með einhvern bucket-lista? Ég hef aldrei útbúið físískan lista en þegar þú spyrð þá er auðvitað eitt og annað í huga mér. Skrifa bók, ganga á Herðubreið, ferðast um Suður-Ameríku, fara í alvöru „road-trip“ um Bandaríkin með viðkomu í Alabama þar sem ég var í háskólanámi og eldri sonur minn fæddist og ganga Inkaslóðina að Machu Picchu.
Fjallamennska Ástin og lífið Tímamót Hin hliðin Tengdar fréttir Upplifði sig í framandi líkama fertug og ólétt Marín Manda Magnúsdóttir starfar sem þáttastjórnandi og hugmyndasmiður í sjónvarpi ásamt því að halda úti hlaðvarpinu Spegilmyndin. Hún var landsþekkt söngkona og varð fyrirsæta aðeins nítján ára gömul en kúplaði sig út úr sviðsljósinu þegar fjölskyldulífið tók við. 11. mars 2024 07:00 Geggjuð í karókí og býr yfir miklum sannfæringarkrafti Þórhildur Þorkelsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri Brú Strategy ásamt því að halda úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmál, með vinkonu sinni Nadine Guðrúnu Yaghi. Þórhildur er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona um árabil. 18. mars 2024 07:01 Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 26. febrúar 2024 07:00 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Upplifði sig í framandi líkama fertug og ólétt Marín Manda Magnúsdóttir starfar sem þáttastjórnandi og hugmyndasmiður í sjónvarpi ásamt því að halda úti hlaðvarpinu Spegilmyndin. Hún var landsþekkt söngkona og varð fyrirsæta aðeins nítján ára gömul en kúplaði sig út úr sviðsljósinu þegar fjölskyldulífið tók við. 11. mars 2024 07:00
Geggjuð í karókí og býr yfir miklum sannfæringarkrafti Þórhildur Þorkelsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri Brú Strategy ásamt því að halda úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmál, með vinkonu sinni Nadine Guðrúnu Yaghi. Þórhildur er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona um árabil. 18. mars 2024 07:01
Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 26. febrúar 2024 07:00