Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Víkings og Stjörnunnar laugardaginn 6. apríl. Íþróttadeild spáir ÍA 8. sæti Bestu deildarinnar í sumar og nýliðarnir spjari sig vel. Skagamenn féllu 2022, í fjórða sinn á fimmtán árum. Þeir voru fljótir að bæta fyrir það og unnu Lengjudeildina nokkuð sannfærandi. Viktor Jónsson fór mikinn eins og hann gerir jafnan í Lengjudeildinni og var markahæsti leikmaður hennar með tuttugu mörk. Jón Þór Hauksson tók við ÍA fyrir tímabilið 2022.vísir/vilhelm ÍA er því mætt aftur í deild þeirra bestu og gera enn eina atlöguna að því að festa sig í sessi þar. Skagamenn hafa venjulega komið upp með látum úr næstefstu deild, byrjað af krafti og staðið sig vel á fyrsta tímabili í efstu deild. En síðan hefur gamanið kárnað. ÍA féll 2013 eftir tveggja ára veru í efstu deild, þriggja ára veru 2017 og fjögurra ára veru 2022. Skagamenn fara nokkuð brattir inn í tímabilið. Þeir hafa verið öflugir í vetur, bæði inni á vellinum og á félagaskiptamarkaðnum. ÍA komst í úrslit Þungavigtarbikarsins og Lengjubikarsins þar sem liðið tapaði fyrir Breiðabliki. grafík/gunnar tumi Akurnesingar eru loðnir um lófana eftir sölu FC Kaupmannahafnar á Hákoni Arnari Haraldssyni til Lille og hafa styrkt sig vel í vetur. Þeir fengu efnilegasta leikmann Lengjudeildarinnar í fyrra, Hinrik Harðarson, sem þreytir frumraun sína í efstu deild í sumar. Slóvenski miðjumaðurinn Marko Vardic kom frá Grindavík, varnarmaðurinn Erik Sandberg frá Noregi og Oliver Stefánsson sneri aftur á Skagann eftir ársdvöl hjá Breiðabliki. grafík/gunnar tumi Þá skrifar Rúnar Már Sigurjónsson væntanlega undir við ÍA áður en langt um líður. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu mikill hvalreki hann gæti reynst fyrir Skagamenn. Það er kannski ekki mikil ástæða til að hafa áhyggjur af ÍA í sumar. Liðið mun að öllum líkindum spjara sig vel og vera um miðja deild. Skagamenn stóðu sig vel í vetrarmótunum.vísir/hulda margrét En stærsta spurningin er hvort Akurnesingar nái að byggja grunn til lengri tíma, hendi húsinu ekki bara upp svo það fjúki um koll þegar stóri ljóti úlfurinn blæs á það í fyrsta sinn. Skagamenn eru brenndir af mistökum fyrri ára en nú er að sjá hvort þeir hafa lært af þeim. Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Vegasalt varnar og sóknar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 11:00 Besta-spáin 2024: Ætla að dvelja lengur hér Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 09:01 Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02 Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01 Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Víkings og Stjörnunnar laugardaginn 6. apríl. Íþróttadeild spáir ÍA 8. sæti Bestu deildarinnar í sumar og nýliðarnir spjari sig vel. Skagamenn féllu 2022, í fjórða sinn á fimmtán árum. Þeir voru fljótir að bæta fyrir það og unnu Lengjudeildina nokkuð sannfærandi. Viktor Jónsson fór mikinn eins og hann gerir jafnan í Lengjudeildinni og var markahæsti leikmaður hennar með tuttugu mörk. Jón Þór Hauksson tók við ÍA fyrir tímabilið 2022.vísir/vilhelm ÍA er því mætt aftur í deild þeirra bestu og gera enn eina atlöguna að því að festa sig í sessi þar. Skagamenn hafa venjulega komið upp með látum úr næstefstu deild, byrjað af krafti og staðið sig vel á fyrsta tímabili í efstu deild. En síðan hefur gamanið kárnað. ÍA féll 2013 eftir tveggja ára veru í efstu deild, þriggja ára veru 2017 og fjögurra ára veru 2022. Skagamenn fara nokkuð brattir inn í tímabilið. Þeir hafa verið öflugir í vetur, bæði inni á vellinum og á félagaskiptamarkaðnum. ÍA komst í úrslit Þungavigtarbikarsins og Lengjubikarsins þar sem liðið tapaði fyrir Breiðabliki. grafík/gunnar tumi Akurnesingar eru loðnir um lófana eftir sölu FC Kaupmannahafnar á Hákoni Arnari Haraldssyni til Lille og hafa styrkt sig vel í vetur. Þeir fengu efnilegasta leikmann Lengjudeildarinnar í fyrra, Hinrik Harðarson, sem þreytir frumraun sína í efstu deild í sumar. Slóvenski miðjumaðurinn Marko Vardic kom frá Grindavík, varnarmaðurinn Erik Sandberg frá Noregi og Oliver Stefánsson sneri aftur á Skagann eftir ársdvöl hjá Breiðabliki. grafík/gunnar tumi Þá skrifar Rúnar Már Sigurjónsson væntanlega undir við ÍA áður en langt um líður. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu mikill hvalreki hann gæti reynst fyrir Skagamenn. Það er kannski ekki mikil ástæða til að hafa áhyggjur af ÍA í sumar. Liðið mun að öllum líkindum spjara sig vel og vera um miðja deild. Skagamenn stóðu sig vel í vetrarmótunum.vísir/hulda margrét En stærsta spurningin er hvort Akurnesingar nái að byggja grunn til lengri tíma, hendi húsinu ekki bara upp svo það fjúki um koll þegar stóri ljóti úlfurinn blæs á það í fyrsta sinn. Skagamenn eru brenndir af mistökum fyrri ára en nú er að sjá hvort þeir hafa lært af þeim.
Besta-spáin 2024: Vegasalt varnar og sóknar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 11:00
Besta-spáin 2024: Ætla að dvelja lengur hér Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 09:01
Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02
Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01