„Það er bara veisla framundan“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. mars 2024 20:33 Óskar Bjarni var sáttur með sex marka sigur en vill sjá betri frammistöðu frá sínum mönnum. vísir / pawel Evrópuævintýrið heldur áfram hjá Óskari Bjarna Óskarssyni og leikmönnum hans hjá Val. Liðið sigraði rúmenska liðið Steaua Búkarest í kvöld í N1-höllinni, 36-30, og unnu einvígið samanlagt með sjö mörkum. Með sigrinum komust Valsmenn í undanúrslit Evrópubikarsins í handbolta og var Óskar Bjarni, þjálfari Vals, að vonum sáttur með úrslitin og farseðilinn í undanúrslit. „Leikurinn spilaðist að mörgu leyti svipað og fyrri leikur liðanna. Það var 14-6 þá, minnir mig, og við vorum 15-7 yfir í kvöld en við kláruðum fyrri hálfleikinn betur í þessum leik. Við vorum með mikla forystu í seinni hálfleik í kvöld en svo gerum við nokkra tæknifeila og þeir ná að skora úr hraðaupphlaupum. Leikurinn var nánast búinn í hálfleik, þannig séð.“ Valur sigraði fyrri leik liðanna út í Rúmeníu með einu marki eftir að komið sér í nokkurra marka forystu í leiknum. Óskar Bjarni hafði þó ekki miklar áhyggjur að sagan væri að endurtaka sig í þessum leik. Engar áhyggjur en aðeins pirraður í seinni „Ég hafði ekki áhyggjur af leiknum en kannski aðeins pirraður með frammistöðuna í seinni hálfleik. Þetta er bara eins og bikarleikur, þú þarft bara að klára þetta og við gerðum það. Þetta var náttúrulega stórkostlegur fyrri hálfleikur, Björgvin Páll frábær og Alexander [Petersson] sömuleiðis. Það var erfitt að eiga við línumennina frá þeim, þeir voru aðeins að skapa vesen fyrir okkur. Við skutum í báðum í leikjunum vel á markmanninn, hann var ekki að verja mikið frá okkur. Þannig ég er mjög ánægður með marga hluti í dag.“ Reynsluboltinn Alexander Petersson var markahæstur á vellinum í dag með átta mörk úr átta tilraunum. Hann fékk að spreyta sig talsvert meira í sóknarleik liðsins en hann er vanur. „Alexander er orðinn 43 ára og er að skora fyrir utan, hann er oft hvíldur og spilar bara vörn en hann kann þetta alveg enn. Þegar hann vill þá er hann góður í sókninni,“ sagði Óskar Bjarni. Kunnuglegar slóðir og bara veisla framundan Valsmenn fara á kunnuglegar slóðir en þeir mæta öðru rúmensku liði í undanúrslitum. Í þetta sinn er það Minaur Baia Mare en liðið vann Bregenz frá Austurríki í 8-liða úrslitum. „Við skoðuðum ansi marga leiki með Steaua en ég vildi ég ekki pæla of mikið í framhaldinu. Miðað við deildina og úrslit í Evrópu eru Baia Mare sterkari, þeir eru í ofar í deildinni. Þetta eru undanúrslit og auðvitað eru allir andstæðingar erfiðir. Erfiðara ferðalag held ég en þetta er bara skemmtilegt, við vorum 2017 í undanúrslitum og þá var það líka rúmenskt lið, Turda, en nú er það bara áfram gakk og halda öllum heilum. Það er bara veisla framundan.“ Undanúrslitaleikirnir tveir verða leiknir í seinni hluta apríl og er Óskar Bjarni brattur fyrir komandi vikum þrátt fyrir leikjaálag. „Að sjálfsögðu þarf að passa upp á álagið en þetta er það skemmtilegast í þessu, það er að spila. Árangri fylgir alltaf mikið álag og við erum með breiðan og góðan hóp. Við þurfum stundum að hvíla, við gerðum það á móti Haukum og Gróttu. Við viljum vinna alla leiki en stundum þurfum við að hvíla tvo eða þrjá leikmenn. Þegar allir eru ferskir og í góðu standi þá erum við ansi öflugir,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Sjá meira
Með sigrinum komust Valsmenn í undanúrslit Evrópubikarsins í handbolta og var Óskar Bjarni, þjálfari Vals, að vonum sáttur með úrslitin og farseðilinn í undanúrslit. „Leikurinn spilaðist að mörgu leyti svipað og fyrri leikur liðanna. Það var 14-6 þá, minnir mig, og við vorum 15-7 yfir í kvöld en við kláruðum fyrri hálfleikinn betur í þessum leik. Við vorum með mikla forystu í seinni hálfleik í kvöld en svo gerum við nokkra tæknifeila og þeir ná að skora úr hraðaupphlaupum. Leikurinn var nánast búinn í hálfleik, þannig séð.“ Valur sigraði fyrri leik liðanna út í Rúmeníu með einu marki eftir að komið sér í nokkurra marka forystu í leiknum. Óskar Bjarni hafði þó ekki miklar áhyggjur að sagan væri að endurtaka sig í þessum leik. Engar áhyggjur en aðeins pirraður í seinni „Ég hafði ekki áhyggjur af leiknum en kannski aðeins pirraður með frammistöðuna í seinni hálfleik. Þetta er bara eins og bikarleikur, þú þarft bara að klára þetta og við gerðum það. Þetta var náttúrulega stórkostlegur fyrri hálfleikur, Björgvin Páll frábær og Alexander [Petersson] sömuleiðis. Það var erfitt að eiga við línumennina frá þeim, þeir voru aðeins að skapa vesen fyrir okkur. Við skutum í báðum í leikjunum vel á markmanninn, hann var ekki að verja mikið frá okkur. Þannig ég er mjög ánægður með marga hluti í dag.“ Reynsluboltinn Alexander Petersson var markahæstur á vellinum í dag með átta mörk úr átta tilraunum. Hann fékk að spreyta sig talsvert meira í sóknarleik liðsins en hann er vanur. „Alexander er orðinn 43 ára og er að skora fyrir utan, hann er oft hvíldur og spilar bara vörn en hann kann þetta alveg enn. Þegar hann vill þá er hann góður í sókninni,“ sagði Óskar Bjarni. Kunnuglegar slóðir og bara veisla framundan Valsmenn fara á kunnuglegar slóðir en þeir mæta öðru rúmensku liði í undanúrslitum. Í þetta sinn er það Minaur Baia Mare en liðið vann Bregenz frá Austurríki í 8-liða úrslitum. „Við skoðuðum ansi marga leiki með Steaua en ég vildi ég ekki pæla of mikið í framhaldinu. Miðað við deildina og úrslit í Evrópu eru Baia Mare sterkari, þeir eru í ofar í deildinni. Þetta eru undanúrslit og auðvitað eru allir andstæðingar erfiðir. Erfiðara ferðalag held ég en þetta er bara skemmtilegt, við vorum 2017 í undanúrslitum og þá var það líka rúmenskt lið, Turda, en nú er það bara áfram gakk og halda öllum heilum. Það er bara veisla framundan.“ Undanúrslitaleikirnir tveir verða leiknir í seinni hluta apríl og er Óskar Bjarni brattur fyrir komandi vikum þrátt fyrir leikjaálag. „Að sjálfsögðu þarf að passa upp á álagið en þetta er það skemmtilegast í þessu, það er að spila. Árangri fylgir alltaf mikið álag og við erum með breiðan og góðan hóp. Við þurfum stundum að hvíla, við gerðum það á móti Haukum og Gróttu. Við viljum vinna alla leiki en stundum þurfum við að hvíla tvo eða þrjá leikmenn. Þegar allir eru ferskir og í góðu standi þá erum við ansi öflugir,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Sjá meira