Þurfti að taka hring úr nefi sínu í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2024 11:31 Hannah Hidalgo í leik með Notre Dame á móti Kent State í úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans. AP/Michael Caterina Körfuboltakonan Hannah Hidalgo hjá Notre Dame háskólaliðinu var búin að spila allt tímabilið og tvo leiki í úrslitakeppninni bandaríska háskólaboltans með hring í nefinu. Í leik í sextán liða úrslitunum gerðu dómararnir allt í einu athugasemd við nefhringinn hennar. Ekki þó fyrir leikinn heldur í miðjum leik. Hidalgo þurfti að eyða löngum tíma á bekknum í öðrum leikhluta við að reyna að ná hringnum úr nefinu. Aðstoðarmenn liðsins áttu í mestum vandræðum með að losa hringinn og því var fjarveran enn lengri en hún þurfti kannski að vera. Hannah Hidalgo missed some time in Notre Dame's Sweet 16 matchup with Oregon State to have her nose ring removed. pic.twitter.com/1XF0XCCrjM— ESPN (@espn) March 29, 2024 Notre Dame tapaði leiknum á endanum 70-65 en hann var á móti Oregon State. Hidalgo skoraði 10 stig í leiknum en hitti aðeins úr 4 af 17 skotum sínum. Hún hefur ekki skorað minna í leik á tímabilinu sem er hennar fyrsta í háskólakörfuboltanum. Hidalgo sagði frá því eftir leik að einn dómarinn hafi gefið henni leyfi til að spila með hringinn fyrir leik ef hún myndi setja eitthvað yfir hann. Hún fékk aftur á móti enga skýringu á því af hverju þeir skiptu um skoðun í miðjum leik. Hidalgo var nýbúin að skora tvær körfur í röð og komin í gang þegar dómararnir skipuðu henni að fjarlæga hringinn. Hún var mjög pirruð vegna þessa í leikslok og tapið gerði illt verra. Eftir leikinn höfðu dómararnir síðan látið prenta út fyrir hana reglur NCAA um skartgripi. Það er vissulega enginn vafi á því að samkvæmt reglum leiksins þá mega leikmenn ekki spila með skartgripi, hvort sem þeir eru á fingrum, í eyrum, í augnabrúnum eða í nefinu. „Hún er búinn að vera með hring í nefinu allt tímabilið. Ég vildi óska þess að við hefðum fengið að vita þetta fyrir leik. Við ráðum þessu ekki og urðum bara að halda áfram. Það er samt aldrei gott fyrir leikmanna að þurfa sitja svona lengi á bekknum,“ sagði þjálfari hennar Niele Ivey. All-American PG Hannah Hidalgo missed some time today during the 2nd quarter in #NotreDame's loss getting her nose ring taken out.According to Hidalgo, the ref told her she could wear it but in the 2nd quarter they said she had to take it out.@16NewsNow #MarchMadness pic.twitter.com/GDTVZmSGli— Jackson Neill (@jacksonneilltv) March 30, 2024 Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Ekki þó fyrir leikinn heldur í miðjum leik. Hidalgo þurfti að eyða löngum tíma á bekknum í öðrum leikhluta við að reyna að ná hringnum úr nefinu. Aðstoðarmenn liðsins áttu í mestum vandræðum með að losa hringinn og því var fjarveran enn lengri en hún þurfti kannski að vera. Hannah Hidalgo missed some time in Notre Dame's Sweet 16 matchup with Oregon State to have her nose ring removed. pic.twitter.com/1XF0XCCrjM— ESPN (@espn) March 29, 2024 Notre Dame tapaði leiknum á endanum 70-65 en hann var á móti Oregon State. Hidalgo skoraði 10 stig í leiknum en hitti aðeins úr 4 af 17 skotum sínum. Hún hefur ekki skorað minna í leik á tímabilinu sem er hennar fyrsta í háskólakörfuboltanum. Hidalgo sagði frá því eftir leik að einn dómarinn hafi gefið henni leyfi til að spila með hringinn fyrir leik ef hún myndi setja eitthvað yfir hann. Hún fékk aftur á móti enga skýringu á því af hverju þeir skiptu um skoðun í miðjum leik. Hidalgo var nýbúin að skora tvær körfur í röð og komin í gang þegar dómararnir skipuðu henni að fjarlæga hringinn. Hún var mjög pirruð vegna þessa í leikslok og tapið gerði illt verra. Eftir leikinn höfðu dómararnir síðan látið prenta út fyrir hana reglur NCAA um skartgripi. Það er vissulega enginn vafi á því að samkvæmt reglum leiksins þá mega leikmenn ekki spila með skartgripi, hvort sem þeir eru á fingrum, í eyrum, í augnabrúnum eða í nefinu. „Hún er búinn að vera með hring í nefinu allt tímabilið. Ég vildi óska þess að við hefðum fengið að vita þetta fyrir leik. Við ráðum þessu ekki og urðum bara að halda áfram. Það er samt aldrei gott fyrir leikmanna að þurfa sitja svona lengi á bekknum,“ sagði þjálfari hennar Niele Ivey. All-American PG Hannah Hidalgo missed some time today during the 2nd quarter in #NotreDame's loss getting her nose ring taken out.According to Hidalgo, the ref told her she could wear it but in the 2nd quarter they said she had to take it out.@16NewsNow #MarchMadness pic.twitter.com/GDTVZmSGli— Jackson Neill (@jacksonneilltv) March 30, 2024
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira