Umfjöllun: Lúxemborg - Ísland 15-31 | EM draumurinn lifir góðu lífi Andri Már Eggertsson skrifar 3. apríl 2024 18:40 Vísir/Hulda Margrét Ísland rúllaði yfir Lúxemborg ytra. Íslenska liðið nýtti sér gæðamuninn og var aldrei í vandræðum. Leikurinn endaði með sextán marka sigri Íslands 15-31. Varnarleikur Íslands var magnaður í fyrri hálfleik. Leikmenn Lúxemborgar voru í tómum vandræðum með að leysa þétta 6-0 vörn Íslands með Sunnu Jónsdóttur og Elísu Elíasardóttur sem þrista. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði síðan nánast allt sem rataði á markið en hún varði níu skot í fyrri hálfleik og var með 64 prósent markvörslu. Á tuttugu og einni mínútu skoraði Lúxemborg aðeins tvö mörk og þá var staðan 2-8. Sóknarlega fór Þórey Rósa Stefánsdóttir á kostum. Leikmenn íslenska liðsins gerðu vel í að finna Þóreyju í hægra horninu og hún þakkaði traustið. Þórey skoraði sjö mörk úr níu skotum og var oft á tíðum að leika sér að Maëwa Huberty, markmanni Lúxemborgar, þar sem hún vippaði yfir hana og setti boltann yfir hausinn á henni. Það var við hæfi að Þórey Rósa gerði síðasta mark fyrri hálfleiks og Ísland var tíu mörkum yfir í hálfleik 5-15. Það var alveg ljóst snemma í síðari hálfleik að úrslit leiksins voru gott sem ráðin. Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, hefði mátt byrja fyrr að notað varamannabekkinn í síðari hálfleik í ljósi þess að það er mikilvægur leikur gegn Færeyjum á sunnudaginn. Eftir ellefu mínútur í síðari hálfleik reyndi þjálfari Lúxemborgar, Michel Scheuren, að hrista upp í hlutunum og tók leikhlé 13 mörkum undir 8-21. Leikurinn endaði með sextán marka sigri Íslands 15-31. Af hverju vann Ísland? Gæðamunurinn á liðunum kom í ljós snemma í leiknum. Vörn Íslands hélt Lúxemborg í fimm mörkum á 30 mínútum. Ísland var tíu mörkum yfir í hálfleik og þurfti ekki að hafa mikið fyrir því. Hverjar stóðu upp úr? Þórey Rósa Stefánsdóttir fór á kostum í dag. Þórey byrjaði á að misnota fyrstu tvö færin sem hún fékk en svaraði því með sjö mörkum úr sjö skotum í fyrri hálfleik. Fjórtán leikmenn íslenska liðsins skoruðu í leiknum. Berglind Þorsteinsdóttir spilaði bara vörn og komst ekki á blað líkt og Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markmaður. Hvað gekk illa? Það er ekki mikið sem hægt er að tína til en fyrir leikinn mikilvæga gegn Færeyjum verður íslenska liðið að minnka töpuðu boltana sem leit oft á tíðum ansi klaufalega út gegn Lúxemborg. Íslenska liðið var einnig í vandræðum með að refsa Lúxemborg þegar það var engin í marki. Liðið tók þrjú skot í autt markið sem skilaði aðeins einu marki. Hvað gerist næst? Ísland mætir Færeyjum á Ásvöllum á sunnudaginn klukkan 16:00. Ísland er í dauðafæri á að tryggja sér farseðilinn á EM og vil ég hvetja alla til að mæta á Ásvelli. Landslið kvenna í handbolta
Ísland rúllaði yfir Lúxemborg ytra. Íslenska liðið nýtti sér gæðamuninn og var aldrei í vandræðum. Leikurinn endaði með sextán marka sigri Íslands 15-31. Varnarleikur Íslands var magnaður í fyrri hálfleik. Leikmenn Lúxemborgar voru í tómum vandræðum með að leysa þétta 6-0 vörn Íslands með Sunnu Jónsdóttur og Elísu Elíasardóttur sem þrista. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði síðan nánast allt sem rataði á markið en hún varði níu skot í fyrri hálfleik og var með 64 prósent markvörslu. Á tuttugu og einni mínútu skoraði Lúxemborg aðeins tvö mörk og þá var staðan 2-8. Sóknarlega fór Þórey Rósa Stefánsdóttir á kostum. Leikmenn íslenska liðsins gerðu vel í að finna Þóreyju í hægra horninu og hún þakkaði traustið. Þórey skoraði sjö mörk úr níu skotum og var oft á tíðum að leika sér að Maëwa Huberty, markmanni Lúxemborgar, þar sem hún vippaði yfir hana og setti boltann yfir hausinn á henni. Það var við hæfi að Þórey Rósa gerði síðasta mark fyrri hálfleiks og Ísland var tíu mörkum yfir í hálfleik 5-15. Það var alveg ljóst snemma í síðari hálfleik að úrslit leiksins voru gott sem ráðin. Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, hefði mátt byrja fyrr að notað varamannabekkinn í síðari hálfleik í ljósi þess að það er mikilvægur leikur gegn Færeyjum á sunnudaginn. Eftir ellefu mínútur í síðari hálfleik reyndi þjálfari Lúxemborgar, Michel Scheuren, að hrista upp í hlutunum og tók leikhlé 13 mörkum undir 8-21. Leikurinn endaði með sextán marka sigri Íslands 15-31. Af hverju vann Ísland? Gæðamunurinn á liðunum kom í ljós snemma í leiknum. Vörn Íslands hélt Lúxemborg í fimm mörkum á 30 mínútum. Ísland var tíu mörkum yfir í hálfleik og þurfti ekki að hafa mikið fyrir því. Hverjar stóðu upp úr? Þórey Rósa Stefánsdóttir fór á kostum í dag. Þórey byrjaði á að misnota fyrstu tvö færin sem hún fékk en svaraði því með sjö mörkum úr sjö skotum í fyrri hálfleik. Fjórtán leikmenn íslenska liðsins skoruðu í leiknum. Berglind Þorsteinsdóttir spilaði bara vörn og komst ekki á blað líkt og Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markmaður. Hvað gekk illa? Það er ekki mikið sem hægt er að tína til en fyrir leikinn mikilvæga gegn Færeyjum verður íslenska liðið að minnka töpuðu boltana sem leit oft á tíðum ansi klaufalega út gegn Lúxemborg. Íslenska liðið var einnig í vandræðum með að refsa Lúxemborg þegar það var engin í marki. Liðið tók þrjú skot í autt markið sem skilaði aðeins einu marki. Hvað gerist næst? Ísland mætir Færeyjum á Ásvöllum á sunnudaginn klukkan 16:00. Ísland er í dauðafæri á að tryggja sér farseðilinn á EM og vil ég hvetja alla til að mæta á Ásvelli.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti