Lífið

Sigur­vegararnir 6,5 milljónum ríkari eftir fimm mánuði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Keppendur stóðu sig allir mjög vel.
Keppendur stóðu sig allir mjög vel.

Í lokaþættinum af Viltu finna milljón kom í ljós hvaða par hafði unnið keppnina. Í þáttunum var fylgst með þremur pörum yfir fimm mánaða skeið og fylgst með hvernig þau tóku til í heimilisbókhaldinu á þeim tíma.

Sigurvegari keppninnar var síðan kynntur undir lok þáttarins í gær en farið var yfir sögu paranna í gegnum allt ferlið í gær.

Þau pör sem tóku þátt í keppninni voru þau Ragna og Funi, Venný og Hörður og Stefán og Nathalia.

Ef þú átt eftir að sjá lokaþáttinn og vilt ekki vita hver vann að lokum ættir þú ekki að lesa meira af þessari grein.

.

.

.

.

.

.

.

.

Það er búið að vara þig við.

.

.

.

.

.

.

Það par sem vann að lokum náði að draga saman útgjöldin sín um 58 prósent og auka tekjurnar um 42 prósent á meðan keppninni stóð. Verðlaunin voru ein milljón króna.

Parið sem vann keppnina voru þau Venný og Hörður og má sjá þegar úrslitin voru kynnt hér að neðan. Segja má að þau Venný og Hörður hafi í raun fundið 6,5 milljónir á fimm mánuðum með því að taka til í bókhaldinu. 

Þau náðu að auka ráðstöfunartekjur sínar um 5,4 milljónir og svo unnu þau auðvitað þessa einu milljón.

Klippa: 6,5 milljónum ríkari eftir fimm mánuði





Fleiri fréttir

Sjá meira


×