Lífið

Hvetja Brynjar til að lýsa Euro­vision að undir­lagi Sig­mundar

Árni Sæberg skrifar
Sigmundur vill heyra Brynjar lýsa Eurovision.
Sigmundur vill heyra Brynjar lýsa Eurovision. Vísir/Vilhelm

Undirskriftarsöfnun hefur verið ýtt úr vör til þess að hvetja Ríkisútvarpið og Brynjar Níelsson til þess að sá síðarnefndi lýsi Eurovision í ár. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stakk upp á Brynjari til verksins eftir að Gísli Marteinn Baldursson tilkynnti að hann myndi ekki lýsa.

Gísli Marteinn hefur lýst keppninni undanfarin ár en hyggst ekki gera það nú. Ástæðan er ástandið á Gasa og viðbrögð stjórnenda keppninnar við henni, eða skortur þar á. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, segir leit að eftirmanni Gísla Marteins ganga vel og tilkynnt verði innan skamms hver lýsi keppninni.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kallaði eftir því á samfélagsmiðlinum X í gær að einhver sem kann til verka setti af stað undirskriftasöfnun um að Brynjar Níelsson lýsi Eurovision í ár.

Í dag spáir Sigmundur því á sama vettvangi að ríkisstjórnin verði sú sama eftir daginn og áður en Gísli Marteinn hafi sagt af sér embætti. „Nú er hafin undirskriftasöfnun um að Brynjar Níelsson lýsi Eurovision í ár. Brynjar til Malmö!“

Undirskriftarlistann má finna hér. Þegar fréttin er rituð hafa 145 skrifað undir.


Tengdar fréttir

Gísli Marteinn lýsir ekki Eurovision í ár

Gísli Marteinn Baldursson mun ekki lýsa Eurovision söngvakeppninni í ár. Ástæðan er framganga Ísraels á Gasa og viðbrögð forsvarsmanna keppninnar við henni og skortur þar á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.