„Þurfum að tapa færri boltum og taka betri ákvarðanir sóknarlega í næsta leik“ Andri Már Eggertsson skrifar 9. apríl 2024 21:18 Arnar Guðjónsson var svekktur eftir leik Vísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar unnu tólf stiga sigur gegn Stjörnunni 80-68 í fyrsta leik milli liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur með seinni hálfleik Stjörnunnar. „Mér fannst annar leikhluti allt í lagi en þriðji leikhluti var það sem fór með þennan leik,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir leik og hélt áfram að tala um þriðja leikhluta. „Við tókum vondar ákvarðanir sóknarlega sem varð til þess að þær fengu auðveldar körfur og síðan vorum við í vandræðum með pressuna þeirra.“ Varamannabekkur Hauka fékk tæknivillu undir lok fyrri hálfleiks og eftir að Katarzyna Trzeciak, leikmaður Stjörnunnar, setti niður vítaskot fengu Haukar boltann aftur þrátt fyrir mótmæli Stjörnunnar. „Við héldum að við ættum að eiga boltann og svo var víst ekki en það hlýtur að vera rétt ég sá það ekki og Keira setti gott skot ofan í.“ Arnar vísar í það að Haukar fengu boltann og Keira Robinson setti niður skot á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks en hann vildi ekki meina að hans lið hafi tekið svekkelsið með sér út í síðari hálfleik. „Nei ég held að þetta hafi ekki legið á því. Haukar voru betri í seinni hálfleik og við spiluðum ekki nógu vel.“ Það gekk ekkert upp hjá Stjörnunni í þriðja leikhluta og Arnar neyddist til þess að brenna tvö leikhlé á tveimur mínútum. „Það sem gerðist var ekki það sem ég bað um. Ég var með hugmyndir og stundum klikka þær en ég vil sjá þær klikka áður en við förum að gera eitthvað annað.“ Stjarnan tapaði nítján boltum sem var allt of mikið að mati Arnars og liðið verður að laga það fyrir næsta leik gegn Haukum á laugardaginn. „Þetta var sami varnarleikur hjá þeim og seinast þegar að við spiluðum við þær í Ólafssal. Þá gerðu þær nákvæmlega það sama og við brotnuðum á sama hátt.“ „Við þurfum að tapa færri boltum í næsta leik og við þurfum að taka betri ákvarðanir sóknarlega svo við gefum þeim ekki auðveldar körfur,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum. Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
„Mér fannst annar leikhluti allt í lagi en þriðji leikhluti var það sem fór með þennan leik,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir leik og hélt áfram að tala um þriðja leikhluta. „Við tókum vondar ákvarðanir sóknarlega sem varð til þess að þær fengu auðveldar körfur og síðan vorum við í vandræðum með pressuna þeirra.“ Varamannabekkur Hauka fékk tæknivillu undir lok fyrri hálfleiks og eftir að Katarzyna Trzeciak, leikmaður Stjörnunnar, setti niður vítaskot fengu Haukar boltann aftur þrátt fyrir mótmæli Stjörnunnar. „Við héldum að við ættum að eiga boltann og svo var víst ekki en það hlýtur að vera rétt ég sá það ekki og Keira setti gott skot ofan í.“ Arnar vísar í það að Haukar fengu boltann og Keira Robinson setti niður skot á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks en hann vildi ekki meina að hans lið hafi tekið svekkelsið með sér út í síðari hálfleik. „Nei ég held að þetta hafi ekki legið á því. Haukar voru betri í seinni hálfleik og við spiluðum ekki nógu vel.“ Það gekk ekkert upp hjá Stjörnunni í þriðja leikhluta og Arnar neyddist til þess að brenna tvö leikhlé á tveimur mínútum. „Það sem gerðist var ekki það sem ég bað um. Ég var með hugmyndir og stundum klikka þær en ég vil sjá þær klikka áður en við förum að gera eitthvað annað.“ Stjarnan tapaði nítján boltum sem var allt of mikið að mati Arnars og liðið verður að laga það fyrir næsta leik gegn Haukum á laugardaginn. „Þetta var sami varnarleikur hjá þeim og seinast þegar að við spiluðum við þær í Ólafssal. Þá gerðu þær nákvæmlega það sama og við brotnuðum á sama hátt.“ „Við þurfum að tapa færri boltum í næsta leik og við þurfum að taka betri ákvarðanir sóknarlega svo við gefum þeim ekki auðveldar körfur,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum.
Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira