„Ætlaði mér ekki að fara í lýtaaðgerð til þess að umturna mér alveg“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 10. apríl 2024 16:39 Judith ræðir ákvörðunina sem hún tók á einlægan og opinskáan hátt. Judith Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðinemi og tveggja barna móðir, fór í nefaðgerð í Tyrklandi fyrir skemmstu. Hún lýsir blendnum tilfinningum í aðdraganda aðgerðarinnar og segir að sér hafi liðið eins og hún væri að svíkja nefið sitt en hún tók ákvörðun um að breyta því tólf ára gömul. Judith er nýjasti viðmælandi Marínar Möndu í hlaðvarpinu Spegilmyndinni. Hún starfar á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild Landspítalans, ásamt því að starfa í afleysingum sem krufningatæknir á sumrin. „Ég man þegar ég var upprunalega að fara í ferlið þá hafði ég spurt nokkrum sinnum inni á lýtaaðgerðarhóp á Facebook og það hafði eiginlega enginn svör varðandi nefaðgerð, þannig að mér fannst gaman að leyfa fólki að fylgjast með,“ segir Judith sem ákvað að deila nefaðgerðarferlinu sínu inni á hópnum „Lýtaaðgerðir og fegrunaraðgerðir“ á Facebook. Judith segist aldrei hafa haft tíma til að gera neitt fyrir sjálfa sig. Ákvað tólf ára að breyta nefinu „Ég veit að það eru ótrúlega margar sem þola ekki nefið á sér en ég vil meina að ég hafi virkilega ekki getað höndlað nefið á mér. Ég fann bara alltaf að þetta var eitthvað sem angraði mig og frá því ég var svona tólf ára var ég búin að ákveða, „ég ætla að laga þetta þegar ég er orðin eldri“. Svo einhvern veginn gerði ég það aldrei, það var alltaf seinna og svo komu börnin og ég áttaði mig á því að ég hef aldrei verið dugleg að gera neitt fyrir sjálfa mig,“ segir Judith í hlaðvarpinu. Judith ákvað þá að byrja leggja pening til hliðar fyrir aðgerðinni og fyrir ekki svo löngu síðan bókaði hún aðgerð í Tyrklandi. Þegar hún fór að deila ákvörðun sinni með öðru fólki höfðu margir skoðanir. Fyrir og eftir aðgerð. „Þá var maður endalaust að heyra: „Þú ert með svo fínt nef“... „þú átt ekki að vera hlusta á það sem öðrum finnst“ eða „ekki vera að láta aðra hafa áhrif á þig“. En svo núna ef ég hugsa þetta nánar, þá gerði ég þetta ekki fyrir neinn nema sjálfa mig. Það er enginn sem hefur einhvern tímann sagt við mig „Þú verður að láta laga þetta nef“. Þetta er bara eitthvað sem ég fann að mig langaði að gera fyrir sjálfa mig og ég er mjög ánægð að ég hafi gert það,“ segir hún. Uppnefni ýttu henni ekki út í þetta Judith gerir góðlátlegt grín að því þegar henni var strítt á yngri árum af systkinum og öðrum börnum. Þá var hún jafnvel spurð af hverju hún væri með svona stórt nef eða kölluð lundi, pelikani og norn. „Einhvern veginn finnst mér það ekki vera það sem ýtti mér út í þetta. Þetta var bara eitthvað hjá mér. Ég fann að það mátti aldrei taka myndir af mér á hlið“ segir hún og bætir við að hún hafi alltaf verið óörugg með nefið. Judith finnst hún vera ný kona eftir aðgerðina. „Mig hefur ekki skort sjálfstraust af því að ég hef alltaf sagt að persónuleikinn skíni í gegn. Ég vil í alvörunni meina það, að þegar fólk er með sjálfstraust þá skín það í gegn. Ég vil ekki meina að einhver sé ljótur. Við eru öll mismunandi og mér finnst oft fólk, sem er ekki áberandi fallegt en það er með fallegan persónuleika, þá laðast fólk að því,“ segir Judith. Bjóst við að enginn myndi sækja sig Judith segist hafa byrjað á því að fara í viðtal til lýtalæknis á Íslandi en ákvað í kjölfarið að skoða lýtalækningar erlendis og finna lækni með meiri reynslu af nefaðgerðum. Judith var tíma að jafna sig eftir aðgerðina. „Ég horfði á þetta þannig, ég get gert þetta hér heima þar sem það eru kannski 2-3 nefaðgerðir á ári eða farið út þar sem það eru gerð mörg nef á dag. Ég ákvað bara að kíkja á Google og gúgglaði best rhinoplasty og þá kom upp Tyrkland,“ segir Judith. Hún segist hafa verið snögg að finna þjónustuna hjá lækninum Nazli Selvi. Hún óttaðist þó um tíma að þetta gæti verið einhvers konar svindl. Hins vegar hafi hún orðið rólegri eftir að starfsfólk á klínikinni Facetime-aði hana og sýndi henni aðstöðuna. Inni í aðgerðargjaldinu var einkabílstjóri, hótelgisting og túlkur. Judith segist mjög ánægð með ákvörðunina. „Eina sem var skrítið er að maður þarf að borga í reiðufé, það er ekki hægt í leggja inn á reikning, sem mér finnst ótrúlega skrýtið,“ segir hún flissandi. Hún segist hafa verið reiðubúin undir það að enginn myndi sækja þær mæðgur á flugvöllinn, en móðir Judith ferðaðist með henni. Fannst eins og hún væri að svíkja nefið sitt „Ég ætlaði mér ekki að fara í lýtaaðgerð til þess að umturna mér alveg, því ég vildi halda karakternum mínum. Svo gat ég ekki andað almennilega með annarri nösinni svo það þurfti að laga líka,“ segir hún. Aðgerðarmorguninn segir Judith að sér hafi liðið örlítið undarlega og hugsað „Greyið nefið mitt, það er bara að verða farið.“ „Mér fannst ég einhvern veginn vera að svíkja nefið mitt. „Ég mun aldrei aftur verða eins“. Það var ekki beint efi heldur bara tímamót, að skilja við þessa týpu af mér,“ segir Judith á einlægum nótum. Finnst hún vera ný kona „Mér finnst í alvörunni eftir þessa aðgerð að ég sé ný kona. Ég held að fólk átti sig ekkert á því, að það eru margir sem hata nefið á sér en fyrir mér var þetta svo stór partur af lífinu mínu. Þetta stjórnaði mér einhvern veginn svo mikið,“ segir Judith. „Ég hef oft hugsað að mig að langi einhvern tímann að gera þetta eða hitt en hef hugsað „nei ég get það ekki því ég er með þetta nef. Ég mun aldrei fá tækifæri með þetta nef.“ Maður er alveg lítil inni í sér þó svo það sjáist ekki alltaf utan á manni,“ segir Judith sem er himinlifandi með nýja nefið sitt. Nefið eftir aðgerð. Spegilmyndin Lýtalækningar Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Judith er nýjasti viðmælandi Marínar Möndu í hlaðvarpinu Spegilmyndinni. Hún starfar á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild Landspítalans, ásamt því að starfa í afleysingum sem krufningatæknir á sumrin. „Ég man þegar ég var upprunalega að fara í ferlið þá hafði ég spurt nokkrum sinnum inni á lýtaaðgerðarhóp á Facebook og það hafði eiginlega enginn svör varðandi nefaðgerð, þannig að mér fannst gaman að leyfa fólki að fylgjast með,“ segir Judith sem ákvað að deila nefaðgerðarferlinu sínu inni á hópnum „Lýtaaðgerðir og fegrunaraðgerðir“ á Facebook. Judith segist aldrei hafa haft tíma til að gera neitt fyrir sjálfa sig. Ákvað tólf ára að breyta nefinu „Ég veit að það eru ótrúlega margar sem þola ekki nefið á sér en ég vil meina að ég hafi virkilega ekki getað höndlað nefið á mér. Ég fann bara alltaf að þetta var eitthvað sem angraði mig og frá því ég var svona tólf ára var ég búin að ákveða, „ég ætla að laga þetta þegar ég er orðin eldri“. Svo einhvern veginn gerði ég það aldrei, það var alltaf seinna og svo komu börnin og ég áttaði mig á því að ég hef aldrei verið dugleg að gera neitt fyrir sjálfa mig,“ segir Judith í hlaðvarpinu. Judith ákvað þá að byrja leggja pening til hliðar fyrir aðgerðinni og fyrir ekki svo löngu síðan bókaði hún aðgerð í Tyrklandi. Þegar hún fór að deila ákvörðun sinni með öðru fólki höfðu margir skoðanir. Fyrir og eftir aðgerð. „Þá var maður endalaust að heyra: „Þú ert með svo fínt nef“... „þú átt ekki að vera hlusta á það sem öðrum finnst“ eða „ekki vera að láta aðra hafa áhrif á þig“. En svo núna ef ég hugsa þetta nánar, þá gerði ég þetta ekki fyrir neinn nema sjálfa mig. Það er enginn sem hefur einhvern tímann sagt við mig „Þú verður að láta laga þetta nef“. Þetta er bara eitthvað sem ég fann að mig langaði að gera fyrir sjálfa mig og ég er mjög ánægð að ég hafi gert það,“ segir hún. Uppnefni ýttu henni ekki út í þetta Judith gerir góðlátlegt grín að því þegar henni var strítt á yngri árum af systkinum og öðrum börnum. Þá var hún jafnvel spurð af hverju hún væri með svona stórt nef eða kölluð lundi, pelikani og norn. „Einhvern veginn finnst mér það ekki vera það sem ýtti mér út í þetta. Þetta var bara eitthvað hjá mér. Ég fann að það mátti aldrei taka myndir af mér á hlið“ segir hún og bætir við að hún hafi alltaf verið óörugg með nefið. Judith finnst hún vera ný kona eftir aðgerðina. „Mig hefur ekki skort sjálfstraust af því að ég hef alltaf sagt að persónuleikinn skíni í gegn. Ég vil í alvörunni meina það, að þegar fólk er með sjálfstraust þá skín það í gegn. Ég vil ekki meina að einhver sé ljótur. Við eru öll mismunandi og mér finnst oft fólk, sem er ekki áberandi fallegt en það er með fallegan persónuleika, þá laðast fólk að því,“ segir Judith. Bjóst við að enginn myndi sækja sig Judith segist hafa byrjað á því að fara í viðtal til lýtalæknis á Íslandi en ákvað í kjölfarið að skoða lýtalækningar erlendis og finna lækni með meiri reynslu af nefaðgerðum. Judith var tíma að jafna sig eftir aðgerðina. „Ég horfði á þetta þannig, ég get gert þetta hér heima þar sem það eru kannski 2-3 nefaðgerðir á ári eða farið út þar sem það eru gerð mörg nef á dag. Ég ákvað bara að kíkja á Google og gúgglaði best rhinoplasty og þá kom upp Tyrkland,“ segir Judith. Hún segist hafa verið snögg að finna þjónustuna hjá lækninum Nazli Selvi. Hún óttaðist þó um tíma að þetta gæti verið einhvers konar svindl. Hins vegar hafi hún orðið rólegri eftir að starfsfólk á klínikinni Facetime-aði hana og sýndi henni aðstöðuna. Inni í aðgerðargjaldinu var einkabílstjóri, hótelgisting og túlkur. Judith segist mjög ánægð með ákvörðunina. „Eina sem var skrítið er að maður þarf að borga í reiðufé, það er ekki hægt í leggja inn á reikning, sem mér finnst ótrúlega skrýtið,“ segir hún flissandi. Hún segist hafa verið reiðubúin undir það að enginn myndi sækja þær mæðgur á flugvöllinn, en móðir Judith ferðaðist með henni. Fannst eins og hún væri að svíkja nefið sitt „Ég ætlaði mér ekki að fara í lýtaaðgerð til þess að umturna mér alveg, því ég vildi halda karakternum mínum. Svo gat ég ekki andað almennilega með annarri nösinni svo það þurfti að laga líka,“ segir hún. Aðgerðarmorguninn segir Judith að sér hafi liðið örlítið undarlega og hugsað „Greyið nefið mitt, það er bara að verða farið.“ „Mér fannst ég einhvern veginn vera að svíkja nefið mitt. „Ég mun aldrei aftur verða eins“. Það var ekki beint efi heldur bara tímamót, að skilja við þessa týpu af mér,“ segir Judith á einlægum nótum. Finnst hún vera ný kona „Mér finnst í alvörunni eftir þessa aðgerð að ég sé ný kona. Ég held að fólk átti sig ekkert á því, að það eru margir sem hata nefið á sér en fyrir mér var þetta svo stór partur af lífinu mínu. Þetta stjórnaði mér einhvern veginn svo mikið,“ segir Judith. „Ég hef oft hugsað að mig að langi einhvern tímann að gera þetta eða hitt en hef hugsað „nei ég get það ekki því ég er með þetta nef. Ég mun aldrei fá tækifæri með þetta nef.“ Maður er alveg lítil inni í sér þó svo það sjáist ekki alltaf utan á manni,“ segir Judith sem er himinlifandi með nýja nefið sitt. Nefið eftir aðgerð.
Spegilmyndin Lýtalækningar Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira