„Boltinn slysaðist einhvernveginn alltaf inn í dag“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. apríl 2024 20:18 Óskar Bjarni Óskarsson og hans menn unnu afar öruggan sigur í kvöld. vísir / pawel Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir að það sé varla hægt að biðja um betri leið til að hefja úrslitakeppni Olís-deildar karla en með 18 marka sigri. Valsmenn unnu sannkallaðan stórsigur gegn Fram í opnunarleik úrslitakeppninnar og eru því komnir með annan fótinn inn í undanúrslitin. „Þetta var frábær fyrri hálfleikur og við komum vel inn í þetta. Spiluðum frábæra vörn og Bjöggi var frábær,“ sagði Óskar í leikslok. „Það gekk flest allt upp sóknarlega. Framararnir voru reyndar að spila fína vörn, en boltinn slysaðist einhvernveginn alltaf inn í dag. Eins og ég hef reyndar sag í viðtölum fyrir þennan leik þá hefur auðvitað ekkert eðlilega mikið gengið á hjá þeim, en þeir eru ekkert að fara að kasta inn handklæðinu. Þetta eru stríðsmenn. Flottir, ungir og efnilegir leikmenn.“ „Rúnar [Kárason] var frábær í dag og þeir eru með frábæra markmenn og frábæra þjálfara þannig að ég veit að þeir munu gera allt sem þeir geta til að ná fram sigri á laugardaginn.“ Þurfa að klára dæmið Þrátt fyrir þennan gríðarlega örugga sigur segir Óskar að einvígið sé langt frá því að vera búið. Ýmislegt geti gerst í næsta leik og hans menn þurfi að klára dæmið. „Ef að leikurinn spilast eins og hann gerði í fyrri hálfleik þá er þetta að sjálfsögðu erfitt fyrir þá. En þetta getur spilast alls konar og hver leikur hefur sitt líf. Þessi leikur spilaðist kannski bara eins og best var á kosið fyrir okkur.“ Hann segir einnig að sínir menn hafi nýtt tímann í leik kvöldsins til að prófa nýja hluti þegar ljóst var í hvað stefndi. „Við vorum að vinna aðeins í 5-1 vörn og þurfum að bæta aðeins í vopnabúrið. Við prófuðum einhverkja hluti og það er gaman að því.“ Hann segist þó ekki hafa áhyggjur af því að sínir menn fari að vanmeta Framliðið. „Auðvitað var þetta kannski fullmikið. En það var góður undirbúningur og strákarnir gerðu þetta vel. Þeir báru virðingu fyrir Frömurum. Ungir og efnilegir strákar með besta sóknarmann deildarinnar i Rúnari Kára. Ef Rúnar vill skora þá bara skorar hann liggur við. Þeir munu alls ekki kasta inn handklæðinu,“ sagði Óskar að lokum. Olís-deild karla Valur Fram Tengdar fréttir „Þeir bara fokkuðu því upp, því miður“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, var eðlilega ósáttur við spilamennsku sinna manna eftir 18 marka tap í fyrsta leik úrslitakeppninnar í Olís-deildinni í handbolta. 10. apríl 2024 19:49 Uppgjörið: Valur - Fram 41-23 | Ójafn Reykjavíkurslagur á Hlíðarenda Valur vann afar öruggan átján marka sigur er liðið tók á móti Fram í fyrsta leik átta liða úrslita Olís-deildar karla er úrslitakeppnin hóf göngu sína í kvöld, 41-23. 10. apríl 2024 20:05 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Valsmenn unnu sannkallaðan stórsigur gegn Fram í opnunarleik úrslitakeppninnar og eru því komnir með annan fótinn inn í undanúrslitin. „Þetta var frábær fyrri hálfleikur og við komum vel inn í þetta. Spiluðum frábæra vörn og Bjöggi var frábær,“ sagði Óskar í leikslok. „Það gekk flest allt upp sóknarlega. Framararnir voru reyndar að spila fína vörn, en boltinn slysaðist einhvernveginn alltaf inn í dag. Eins og ég hef reyndar sag í viðtölum fyrir þennan leik þá hefur auðvitað ekkert eðlilega mikið gengið á hjá þeim, en þeir eru ekkert að fara að kasta inn handklæðinu. Þetta eru stríðsmenn. Flottir, ungir og efnilegir leikmenn.“ „Rúnar [Kárason] var frábær í dag og þeir eru með frábæra markmenn og frábæra þjálfara þannig að ég veit að þeir munu gera allt sem þeir geta til að ná fram sigri á laugardaginn.“ Þurfa að klára dæmið Þrátt fyrir þennan gríðarlega örugga sigur segir Óskar að einvígið sé langt frá því að vera búið. Ýmislegt geti gerst í næsta leik og hans menn þurfi að klára dæmið. „Ef að leikurinn spilast eins og hann gerði í fyrri hálfleik þá er þetta að sjálfsögðu erfitt fyrir þá. En þetta getur spilast alls konar og hver leikur hefur sitt líf. Þessi leikur spilaðist kannski bara eins og best var á kosið fyrir okkur.“ Hann segir einnig að sínir menn hafi nýtt tímann í leik kvöldsins til að prófa nýja hluti þegar ljóst var í hvað stefndi. „Við vorum að vinna aðeins í 5-1 vörn og þurfum að bæta aðeins í vopnabúrið. Við prófuðum einhverkja hluti og það er gaman að því.“ Hann segist þó ekki hafa áhyggjur af því að sínir menn fari að vanmeta Framliðið. „Auðvitað var þetta kannski fullmikið. En það var góður undirbúningur og strákarnir gerðu þetta vel. Þeir báru virðingu fyrir Frömurum. Ungir og efnilegir strákar með besta sóknarmann deildarinnar i Rúnari Kára. Ef Rúnar vill skora þá bara skorar hann liggur við. Þeir munu alls ekki kasta inn handklæðinu,“ sagði Óskar að lokum.
Olís-deild karla Valur Fram Tengdar fréttir „Þeir bara fokkuðu því upp, því miður“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, var eðlilega ósáttur við spilamennsku sinna manna eftir 18 marka tap í fyrsta leik úrslitakeppninnar í Olís-deildinni í handbolta. 10. apríl 2024 19:49 Uppgjörið: Valur - Fram 41-23 | Ójafn Reykjavíkurslagur á Hlíðarenda Valur vann afar öruggan átján marka sigur er liðið tók á móti Fram í fyrsta leik átta liða úrslita Olís-deildar karla er úrslitakeppnin hóf göngu sína í kvöld, 41-23. 10. apríl 2024 20:05 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
„Þeir bara fokkuðu því upp, því miður“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, var eðlilega ósáttur við spilamennsku sinna manna eftir 18 marka tap í fyrsta leik úrslitakeppninnar í Olís-deildinni í handbolta. 10. apríl 2024 19:49
Uppgjörið: Valur - Fram 41-23 | Ójafn Reykjavíkurslagur á Hlíðarenda Valur vann afar öruggan átján marka sigur er liðið tók á móti Fram í fyrsta leik átta liða úrslita Olís-deildar karla er úrslitakeppnin hóf göngu sína í kvöld, 41-23. 10. apríl 2024 20:05