„Umkringdu þig fólki sem leitar af sannleikanum“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. apríl 2024 07:01 Emmsjé Gauti sýnir lesendum af sér hina hliðina á Vísi þessa vikuna. Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, hefur undanfarið óvænt haslað sér völl sem uppistandari. Hann segir Sögu Garðars hafi spottað sig og Björn Bragi að endingu fengið hann á uppistandssýningu á afmælisdaginn hans í nóvember. „Ég er búinn að fara á uppistandsýingur frá því að Mið Ísland byrjaði að vera konsept og hef alltaf dáðst af þessu formatti,“ segir Gauti. Hann segist oft hafa fengið mikinn hlátur þegar hann segir sögur á tónleikum og líka í partýum. Aðsend Gauti Þeyr sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Gauti Þeyr Másson. Aldur? 34 ára. Starf? Tónlistarmaður og nú uppistandari? Má ég kalla mig það? Fjölskyldan? Með hverjum býrðu? Þremur kids, einni konu og einum hundi. Jovana, eiginkona Gauta, og börnin þeirra þrjú.Aðsend Hvað er á döfinni? Nákvæmlega NÚNA er ég að klára plötu og vinna í uppistandssýningunni EKKI Í LAGI. Svo er ég líka byrjaður að skipuleggja Jülevenner í desember, eins galið og það hljómar. Þín mesta gæfa í lífinu? Konan mín (segir konan mín mér að skrifa). Hvernig hugarðu að heilsunni? Uppskriftin sem ég reyni að fara eftir er svona:10 þús skref. Lyfta og/eða cardio. Sána. Þakka fyrir mig. Fer yfir daginn og spyr mig hvað ég get gert betur á morgun. Fallegasti staður á landinu? Miðbær Reykjavíkur á fallegum sumardegi. Jovana og Gauti gengu í heilagt hjónaband í Fríkirkjunni í Reykjavík í ágúst 2022.Aðsend En í heiminum? Ég veit ekki hver fallegasti staður í heiminum en uppáhalds staðurinn minn fyrir utan Ísland er Barcelona. Fullkomin hanga og gera ekki neitt borg að mínu mati. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Fer með sængina á tunguna og horfi á eitthvað heimskulegt. Hvað ertu að hámhorfa á? Ég var að klára 3 Body Problem og nýjustu seríuna af Fargo. Ég get mælt með báðum. Uppskrift að drauma sunnudegi? Hundurinn finnur innri ró, hættir að gelta á hurðina og á fólk sem labbar framhjá. Sængin fram í sófa með krökkunum að horfa á teiknimyndir. Borða heimagerða súrdeigsbrauðið hennar Jovönu og svo í sund með fjölluna. Einfalt er best. Aðsend Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Ég vil upplifa að ég hafi gert mitt besta. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég er Íslandsmeistari í Donkey Kong spilakassanum. Google it. Hvaða tungumál talarðu? Þetta tungumál og ensku. Brunnurinn er því miður ekki dýpri en það. Það er þó á dagskrá að læra eitthvað í Serbnesku til að geta skilið betur samtölin á heimilinu. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Umkringdu þig fólki sem leitar af sannleikanum en forðastu fólk sem er búið að finna hann. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Skoða dagatalið fyrir morgundaginn. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Fæ mér vatnsglas. Reyni að muna hvað ég er að fara gera í dag og skoða dagatalið. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Geggjað, takk. Jovana og Gauti trúlofuðu sig árið 2019 og hafa verið kærustupar síðan árið 2017.Aðsend Leður eða strigaskór? Fer eftir dressinu en ég er oftar í strigaskóm. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Ég man það ekki alveg. Það er samt ekkert svo langt síðan. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Barstólarnir við eyjuna eða tungan hjá TV. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Ég er mikið að hlusta á, Já ég veit, með Herra Hnetusmjör og Birni þessa dagana. Ertu A eða B týpa? Ég er A á virkum og B um helgar. Ertu með einhvern bucket-lista? Ég var með bucket lista. Ég er gott sem búinn að haka í allt á honum þannig ég þyrfti kannski að setjast niður við tækifæri og búa til nýjan. Hin hliðin Ástin og lífið Tónlist Uppistand Tengdar fréttir Passar upp á að vera meðvitaður um forréttindi sín Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr, þekktur sem Emmsjé Gauti, segir spilakvöld áralanga hefð innan fjölskyldunnar á aðventunni þar sem keppnisskapið gerir vart við sig. Til að viðhalda spennunni og bæta í gleðina fyrir jólin ákvað hann og Arnar „no face“, vinur hans og meðstjórnandi hlaðvarpsins Podkastalinn, að gefa út nýtt spil. 7. desember 2023 14:32 Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 26. febrúar 2024 07:00 Geggjuð í karókí og býr yfir miklum sannfæringarkrafti Þórhildur Þorkelsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri Brú Strategy ásamt því að halda úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmál, með vinkonu sinni Nadine Guðrúnu Yaghi. Þórhildur er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona um árabil. 18. mars 2024 07:01 Upplifði sig í framandi líkama fertug og ólétt Marín Manda Magnúsdóttir starfar sem þáttastjórnandi og hugmyndasmiður í sjónvarpi ásamt því að halda úti hlaðvarpinu Spegilmyndin. Hún var landsþekkt söngkona og varð fyrirsæta aðeins nítján ára gömul en kúplaði sig út úr sviðsljósinu þegar fjölskyldulífið tók við. 11. mars 2024 07:00 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
„Ég er búinn að fara á uppistandsýingur frá því að Mið Ísland byrjaði að vera konsept og hef alltaf dáðst af þessu formatti,“ segir Gauti. Hann segist oft hafa fengið mikinn hlátur þegar hann segir sögur á tónleikum og líka í partýum. Aðsend Gauti Þeyr sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Gauti Þeyr Másson. Aldur? 34 ára. Starf? Tónlistarmaður og nú uppistandari? Má ég kalla mig það? Fjölskyldan? Með hverjum býrðu? Þremur kids, einni konu og einum hundi. Jovana, eiginkona Gauta, og börnin þeirra þrjú.Aðsend Hvað er á döfinni? Nákvæmlega NÚNA er ég að klára plötu og vinna í uppistandssýningunni EKKI Í LAGI. Svo er ég líka byrjaður að skipuleggja Jülevenner í desember, eins galið og það hljómar. Þín mesta gæfa í lífinu? Konan mín (segir konan mín mér að skrifa). Hvernig hugarðu að heilsunni? Uppskriftin sem ég reyni að fara eftir er svona:10 þús skref. Lyfta og/eða cardio. Sána. Þakka fyrir mig. Fer yfir daginn og spyr mig hvað ég get gert betur á morgun. Fallegasti staður á landinu? Miðbær Reykjavíkur á fallegum sumardegi. Jovana og Gauti gengu í heilagt hjónaband í Fríkirkjunni í Reykjavík í ágúst 2022.Aðsend En í heiminum? Ég veit ekki hver fallegasti staður í heiminum en uppáhalds staðurinn minn fyrir utan Ísland er Barcelona. Fullkomin hanga og gera ekki neitt borg að mínu mati. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Fer með sængina á tunguna og horfi á eitthvað heimskulegt. Hvað ertu að hámhorfa á? Ég var að klára 3 Body Problem og nýjustu seríuna af Fargo. Ég get mælt með báðum. Uppskrift að drauma sunnudegi? Hundurinn finnur innri ró, hættir að gelta á hurðina og á fólk sem labbar framhjá. Sængin fram í sófa með krökkunum að horfa á teiknimyndir. Borða heimagerða súrdeigsbrauðið hennar Jovönu og svo í sund með fjölluna. Einfalt er best. Aðsend Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Ég vil upplifa að ég hafi gert mitt besta. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég er Íslandsmeistari í Donkey Kong spilakassanum. Google it. Hvaða tungumál talarðu? Þetta tungumál og ensku. Brunnurinn er því miður ekki dýpri en það. Það er þó á dagskrá að læra eitthvað í Serbnesku til að geta skilið betur samtölin á heimilinu. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Umkringdu þig fólki sem leitar af sannleikanum en forðastu fólk sem er búið að finna hann. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Skoða dagatalið fyrir morgundaginn. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Fæ mér vatnsglas. Reyni að muna hvað ég er að fara gera í dag og skoða dagatalið. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Geggjað, takk. Jovana og Gauti trúlofuðu sig árið 2019 og hafa verið kærustupar síðan árið 2017.Aðsend Leður eða strigaskór? Fer eftir dressinu en ég er oftar í strigaskóm. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Ég man það ekki alveg. Það er samt ekkert svo langt síðan. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Barstólarnir við eyjuna eða tungan hjá TV. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Ég er mikið að hlusta á, Já ég veit, með Herra Hnetusmjör og Birni þessa dagana. Ertu A eða B týpa? Ég er A á virkum og B um helgar. Ertu með einhvern bucket-lista? Ég var með bucket lista. Ég er gott sem búinn að haka í allt á honum þannig ég þyrfti kannski að setjast niður við tækifæri og búa til nýjan.
Hin hliðin Ástin og lífið Tónlist Uppistand Tengdar fréttir Passar upp á að vera meðvitaður um forréttindi sín Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr, þekktur sem Emmsjé Gauti, segir spilakvöld áralanga hefð innan fjölskyldunnar á aðventunni þar sem keppnisskapið gerir vart við sig. Til að viðhalda spennunni og bæta í gleðina fyrir jólin ákvað hann og Arnar „no face“, vinur hans og meðstjórnandi hlaðvarpsins Podkastalinn, að gefa út nýtt spil. 7. desember 2023 14:32 Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 26. febrúar 2024 07:00 Geggjuð í karókí og býr yfir miklum sannfæringarkrafti Þórhildur Þorkelsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri Brú Strategy ásamt því að halda úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmál, með vinkonu sinni Nadine Guðrúnu Yaghi. Þórhildur er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona um árabil. 18. mars 2024 07:01 Upplifði sig í framandi líkama fertug og ólétt Marín Manda Magnúsdóttir starfar sem þáttastjórnandi og hugmyndasmiður í sjónvarpi ásamt því að halda úti hlaðvarpinu Spegilmyndin. Hún var landsþekkt söngkona og varð fyrirsæta aðeins nítján ára gömul en kúplaði sig út úr sviðsljósinu þegar fjölskyldulífið tók við. 11. mars 2024 07:00 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
Passar upp á að vera meðvitaður um forréttindi sín Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr, þekktur sem Emmsjé Gauti, segir spilakvöld áralanga hefð innan fjölskyldunnar á aðventunni þar sem keppnisskapið gerir vart við sig. Til að viðhalda spennunni og bæta í gleðina fyrir jólin ákvað hann og Arnar „no face“, vinur hans og meðstjórnandi hlaðvarpsins Podkastalinn, að gefa út nýtt spil. 7. desember 2023 14:32
Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 26. febrúar 2024 07:00
Geggjuð í karókí og býr yfir miklum sannfæringarkrafti Þórhildur Þorkelsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri Brú Strategy ásamt því að halda úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmál, með vinkonu sinni Nadine Guðrúnu Yaghi. Þórhildur er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona um árabil. 18. mars 2024 07:01
Upplifði sig í framandi líkama fertug og ólétt Marín Manda Magnúsdóttir starfar sem þáttastjórnandi og hugmyndasmiður í sjónvarpi ásamt því að halda úti hlaðvarpinu Spegilmyndin. Hún var landsþekkt söngkona og varð fyrirsæta aðeins nítján ára gömul en kúplaði sig út úr sviðsljósinu þegar fjölskyldulífið tók við. 11. mars 2024 07:00
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið