„Ég er búinn að fara á uppistandsýingur frá því að Mið Ísland byrjaði að vera konsept og hef alltaf dáðst af þessu formatti,“ segir Gauti. Hann segist oft hafa fengið mikinn hlátur þegar hann segir sögur á tónleikum og líka í partýum.

Gauti Þeyr sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna.
Fullt nafn? Gauti Þeyr Másson.
Aldur? 34 ára.
Starf? Tónlistarmaður og nú uppistandari? Má ég kalla mig það?
Fjölskyldan? Með hverjum býrðu? Þremur kids, einni konu og einum hundi.

Hvað er á döfinni? Nákvæmlega NÚNA er ég að klára plötu og vinna í uppistandssýningunni EKKI Í LAGI. Svo er ég líka byrjaður að skipuleggja Jülevenner í desember, eins galið og það hljómar.

Þín mesta gæfa í lífinu? Konan mín (segir konan mín mér að skrifa).
Hvernig hugarðu að heilsunni? Uppskriftin sem ég reyni að fara eftir er svona:10 þús skref. Lyfta og/eða cardio. Sána. Þakka fyrir mig.
Fer yfir daginn og spyr mig hvað ég get gert betur á morgun.
Fallegasti staður á landinu? Miðbær Reykjavíkur á fallegum sumardegi.

En í heiminum? Ég veit ekki hver fallegasti staður í heiminum en uppáhalds staðurinn minn fyrir utan Ísland er Barcelona. Fullkomin hanga og gera ekki neitt borg að mínu mati.
Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Fer með sængina á tunguna og horfi á eitthvað heimskulegt.
Hvað ertu að hámhorfa á? Ég var að klára 3 Body Problem og nýjustu seríuna af Fargo. Ég get mælt með báðum.
Uppskrift að drauma sunnudegi? Hundurinn finnur innri ró, hættir að gelta á hurðina og á fólk sem labbar framhjá. Sængin fram í sófa með krökkunum að horfa á teiknimyndir. Borða heimagerða súrdeigsbrauðið hennar Jovönu og svo í sund með fjölluna.
Einfalt er best.

Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Ég vil upplifa að ég hafi gert mitt besta.
Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég er Íslandsmeistari í Donkey Kong spilakassanum. Google it.
Hvaða tungumál talarðu? Þetta tungumál og ensku. Brunnurinn er því miður ekki dýpri en það. Það er þó á dagskrá að læra eitthvað í Serbnesku til að geta skilið betur samtölin á heimilinu.
Besta heilræði sem þú hefur fengið?
Umkringdu þig fólki sem leitar af sannleikanum en forðastu fólk sem er búið að finna hann.
En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Skoða dagatalið fyrir morgundaginn.
Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Fæ mér vatnsglas. Reyni að muna hvað ég er að fara gera í dag og skoða dagatalið.
Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Geggjað, takk.

Leður eða strigaskór? Fer eftir dressinu en ég er oftar í strigaskóm.
Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Ég man það ekki alveg. Það er samt ekkert svo langt síðan.
Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Barstólarnir við eyjuna eða tungan hjá TV.
Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Ég er mikið að hlusta á, Já ég veit, með Herra Hnetusmjör og Birni þessa dagana.
Ertu A eða B týpa? Ég er A á virkum og B um helgar.
Ertu með einhvern bucket-lista? Ég var með bucket lista. Ég er gott sem búinn að haka í allt á honum þannig ég þyrfti kannski að setjast niður við tækifæri og búa til nýjan.