Allt breytt vegna Caitlin Clark Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2024 17:01 Caitlin Clark, númer 22, er stórskostlegur leikmaður sem næstum því allt körfuboltaáhugafólk elskar að horfa á spila. Sarah Stier/Getty Images Það er ekkert WNBA lið búið að velja körfuboltakonuna Caitlin Clark enda nýliðvalið ekki fyrr en á mánudagskvöldið. Önnur félög í deildinni og sjónvarpsrétthafar eru þó farin að hegða sér eins og hún sé orðin leikmaður í deildinni. Vinsældir Clark eru slíkar að það seldist upp á alla leiki Iowa háskólans í vetur, miðaverðið á þá rauk upp og næstum því nítján milljónir fylgdust með úrslitaleiknum í kvennaháskólakörfuboltanum sem er meira en á öllum NBA leikjum frá 2019. Clark tilkynnti á dögunum að þetta yrði hennar síðasta tímabil í háskólaboltanum því hún ætlaði að bjóða sig fram í nýliðavalið. Hún varð þá aldrei háskólameistari, tapaði í úrslitaleiknum undanfarin tvö ár, en sló öll stigametin og metin yfir þriggja stiga körfur hvort sem þú horfir á karla eða konur. on the national stage 36 times this season learn more: https://t.co/Ody0WZxz9Q pic.twitter.com/UvaNdbuwcj— Indiana Fever (@IndianaFever) April 10, 2024 Clark er frábær leikmaður og sannkölluð tilþrifa drottning. Hún skorar með þristum af löngu færi, getur búið til sitt eigið skot, farið framhjá varnarmönnum og hún spilar uppi liðsfélagana með frábærum sendingum. Indiana Fever datt í lukkupottinn því félagið á fyrsta valrétt í nýliðavalinu í ár og mun örugglega nota hann í að velja Clark. Þetta gerir það verkum að mótherjar Indiana Fever eru farnir að færa leiki sína í stærri íþróttahús vitandi að áhugi á miðum á leikinn á móti Fever muni rjúka upp þegar Clark kemur inn í deildina. Sjónvarpsmálin segja líka sína sögu. Þar munu útsendingar frá leikjum Fever margfaldast. Indiana Fever átti líka fyrsta valréttinn í fyrra og valdi þá miðherjann Aliyah Boston. Boston hafði líka átt flottan háskólaferil en vinsældir hennar voru ekki líkingu við vinsældir Clark. Fever liðið var aðeins einu sinni í beinni útsendingu hjá stóru stöðvunum á síðasta tímabili en slíkum útsendingum fjölgar nú upp í 36. The WNBA just announced that 36 of the Indiana Fever's 40 regular season games will be on national television.That includes 10 games on ABC, ESPN, ESPN2, and CBS, as well as additional games on Amazon Prime Video and NBA TV.The Caitlin Clark effect is real.— Joe Pompliano (@JoePompliano) April 10, 2024 Jú 36 af 40 leikjum Fever á fyrsta tímabili Clark verða sýndir í beinni á stóru stöðvunum sem nást út um öll Bandaríkin. Það má líka búast við því að aðdáendur Clark verði mættir fyrir framan sjónvarpstækin til að horfa á þessa leiki og WNBA-deildin mun eflaust fá meira áhorf en hún hefur nokkurn tímann fengið. Caitlin Clark áhrifin eru engu öðru lík. Menn hafa reyndar talað um að koma hennar inn í WNBA-deildin geti orðið samskonar tímamót fyrir WNBA og þegar Larry Bird og Magic Johnson komu inn í NBA-deildina 1979. Iowa city mayor Bruce Teague says the women's basketball team added $82.5M to the local economy (h/t @EliotClough) pic.twitter.com/9eTc2DXFiD— Bleacher Report (@BleacherReport) April 11, 2024 WNBA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Sjá meira
Vinsældir Clark eru slíkar að það seldist upp á alla leiki Iowa háskólans í vetur, miðaverðið á þá rauk upp og næstum því nítján milljónir fylgdust með úrslitaleiknum í kvennaháskólakörfuboltanum sem er meira en á öllum NBA leikjum frá 2019. Clark tilkynnti á dögunum að þetta yrði hennar síðasta tímabil í háskólaboltanum því hún ætlaði að bjóða sig fram í nýliðavalið. Hún varð þá aldrei háskólameistari, tapaði í úrslitaleiknum undanfarin tvö ár, en sló öll stigametin og metin yfir þriggja stiga körfur hvort sem þú horfir á karla eða konur. on the national stage 36 times this season learn more: https://t.co/Ody0WZxz9Q pic.twitter.com/UvaNdbuwcj— Indiana Fever (@IndianaFever) April 10, 2024 Clark er frábær leikmaður og sannkölluð tilþrifa drottning. Hún skorar með þristum af löngu færi, getur búið til sitt eigið skot, farið framhjá varnarmönnum og hún spilar uppi liðsfélagana með frábærum sendingum. Indiana Fever datt í lukkupottinn því félagið á fyrsta valrétt í nýliðavalinu í ár og mun örugglega nota hann í að velja Clark. Þetta gerir það verkum að mótherjar Indiana Fever eru farnir að færa leiki sína í stærri íþróttahús vitandi að áhugi á miðum á leikinn á móti Fever muni rjúka upp þegar Clark kemur inn í deildina. Sjónvarpsmálin segja líka sína sögu. Þar munu útsendingar frá leikjum Fever margfaldast. Indiana Fever átti líka fyrsta valréttinn í fyrra og valdi þá miðherjann Aliyah Boston. Boston hafði líka átt flottan háskólaferil en vinsældir hennar voru ekki líkingu við vinsældir Clark. Fever liðið var aðeins einu sinni í beinni útsendingu hjá stóru stöðvunum á síðasta tímabili en slíkum útsendingum fjölgar nú upp í 36. The WNBA just announced that 36 of the Indiana Fever's 40 regular season games will be on national television.That includes 10 games on ABC, ESPN, ESPN2, and CBS, as well as additional games on Amazon Prime Video and NBA TV.The Caitlin Clark effect is real.— Joe Pompliano (@JoePompliano) April 10, 2024 Jú 36 af 40 leikjum Fever á fyrsta tímabili Clark verða sýndir í beinni á stóru stöðvunum sem nást út um öll Bandaríkin. Það má líka búast við því að aðdáendur Clark verði mættir fyrir framan sjónvarpstækin til að horfa á þessa leiki og WNBA-deildin mun eflaust fá meira áhorf en hún hefur nokkurn tímann fengið. Caitlin Clark áhrifin eru engu öðru lík. Menn hafa reyndar talað um að koma hennar inn í WNBA-deildin geti orðið samskonar tímamót fyrir WNBA og þegar Larry Bird og Magic Johnson komu inn í NBA-deildina 1979. Iowa city mayor Bruce Teague says the women's basketball team added $82.5M to the local economy (h/t @EliotClough) pic.twitter.com/9eTc2DXFiD— Bleacher Report (@BleacherReport) April 11, 2024
WNBA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Sjá meira