Metamfetamín felldi markvörðinn Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2024 08:30 Nikola Portner er í slæmum málum eftir að hafa orðið uppvís að neyslu metamfetamíns. Getty/Lars baron Nýjar upplýsingar hafa nú komið fram varðandi það af hverju liðsfélagi Íslendinganna hjá Evrópumeisturum Magdeburg, markvörðurinn Nikola Portner, féll á lyfjaprófi. Þýska lyfjaeftirlitið hefur nú staðfest við þýska fjölmiðla að það sem felldi Portner hafi verið örvandi efnið metamfetamín, sem greindist í prufu úr honum. Efnið er flokkað með efnum á borð við amfetamín og kókaín en er enn sterkara og meira ávanabindandi. Ekki er búið að dæma Portner en hann er þó kominn í hlé frá æfingum og keppni á meðan að málið er til meðferðar. Hann á rétt á að andmæla og fara fram á að B-sýni verði skoðað en sagan sýnir að allar líkur eru á að það sýni skili sömu niðurstöðu. Gæti hafa grætt á að nota efnið Þýski lyfjasérfræðingurinn Fritz Sörgel segir við fréttaveituna dpa að Portner gæti vel hafa grætt á því að nota metamfetamín fyrir leik. Það geti til að mynda aukið viðbragð. „Markvörður sem nær að hreyfa hendurnar 1/10 úr sekúndu hraðar, gæti þannig náð að verja vítakast,“ bendir Sörgel á. Portner, sem er þrítugur, hefur varið mark Magdeburg frá árinu 2022 og er liðsfélagi Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, Ómars Inga Magnússonar og Janusar Daða Smárasonar. Hann er einnig landsliðsmarkvörður Sviss. Magdeburg þarf nú að reiða sig alfarið á Spánverjann Sergey Hernandez í þeirri titlabaráttu sem fram undan er hjá liðinu, og þar er næst á dagskrá bikarhelgin í Þýskalandi en Magdeburg mætir Füchse Berlín í stórleik í undanúrslitum á morgun. Fullyrti að hann hefði engar reglur brotið Þegar fyrstu fréttir bárust af því að Portner hefði fallið á lyfjaprófi, áður en ljóst var hvaða efni felldi hann, sagði hann tíðindin koma sér í opna skjöldu. Hann hélt fram sakleysi sínu í skrifum á Instagram: „Kæra Magdeburg og svissneska handboltafjölskylda, kæru stuðningsmenn. Því miður verð ég að segja ykkur þetta: Ég hef fengið að vita að sýni úr mér virðist skila „niðurstöðum sem eru ekki venjulegar“ og þess vegna þarf að bregðast við því. Ég er í algjöru áfalli yfir þessum upplýsingum. Mér þykir fyrir því að þessi staða hafi komið upp og ég mun gera allt sem ég get til að sýna að ég hef ekki brotið neinar reglur um lyfjamál, hef alltaf hagað mér í samræmi við gildi íþrótta og mun áfram gera það.“ Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Þýska lyfjaeftirlitið hefur nú staðfest við þýska fjölmiðla að það sem felldi Portner hafi verið örvandi efnið metamfetamín, sem greindist í prufu úr honum. Efnið er flokkað með efnum á borð við amfetamín og kókaín en er enn sterkara og meira ávanabindandi. Ekki er búið að dæma Portner en hann er þó kominn í hlé frá æfingum og keppni á meðan að málið er til meðferðar. Hann á rétt á að andmæla og fara fram á að B-sýni verði skoðað en sagan sýnir að allar líkur eru á að það sýni skili sömu niðurstöðu. Gæti hafa grætt á að nota efnið Þýski lyfjasérfræðingurinn Fritz Sörgel segir við fréttaveituna dpa að Portner gæti vel hafa grætt á því að nota metamfetamín fyrir leik. Það geti til að mynda aukið viðbragð. „Markvörður sem nær að hreyfa hendurnar 1/10 úr sekúndu hraðar, gæti þannig náð að verja vítakast,“ bendir Sörgel á. Portner, sem er þrítugur, hefur varið mark Magdeburg frá árinu 2022 og er liðsfélagi Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, Ómars Inga Magnússonar og Janusar Daða Smárasonar. Hann er einnig landsliðsmarkvörður Sviss. Magdeburg þarf nú að reiða sig alfarið á Spánverjann Sergey Hernandez í þeirri titlabaráttu sem fram undan er hjá liðinu, og þar er næst á dagskrá bikarhelgin í Þýskalandi en Magdeburg mætir Füchse Berlín í stórleik í undanúrslitum á morgun. Fullyrti að hann hefði engar reglur brotið Þegar fyrstu fréttir bárust af því að Portner hefði fallið á lyfjaprófi, áður en ljóst var hvaða efni felldi hann, sagði hann tíðindin koma sér í opna skjöldu. Hann hélt fram sakleysi sínu í skrifum á Instagram: „Kæra Magdeburg og svissneska handboltafjölskylda, kæru stuðningsmenn. Því miður verð ég að segja ykkur þetta: Ég hef fengið að vita að sýni úr mér virðist skila „niðurstöðum sem eru ekki venjulegar“ og þess vegna þarf að bregðast við því. Ég er í algjöru áfalli yfir þessum upplýsingum. Mér þykir fyrir því að þessi staða hafi komið upp og ég mun gera allt sem ég get til að sýna að ég hef ekki brotið neinar reglur um lyfjamál, hef alltaf hagað mér í samræmi við gildi íþrótta og mun áfram gera það.“
Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira