Gunnar Jarl: Aukaleikarar sem ættu ekki að skipta sér af Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. apríl 2024 14:31 Gunnar Jarl Jónsson er margreyndur og hefur fimm sinnum verið valinn dómari ársins. vísir/anton Gunnar Jarl Jónsson var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Þar ræddi hann meðal annars agaleysi á varamannabekkjum liða á Íslandi og spjaldveitingar í upphafi móts. Spjaldagleði dómara hefur vakið athygli og umtal í fyrstu umferðum Bestu deildarinnar. Formaður dómaranefndar KSÍ sagði „löngu tímabært að taka á þessum ofsafengnu mótmælum gagnvart ákvörðun dómara.“ Alls fóru 52 gul og 2 rauð spjöld á loft í 1. umferð. Svo mikið var um spjöldin að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sektaði HK fyrir fjölda spjalda í leiknum fyrir norðan. Markvarðaþjálfari KA var einnig áminntur á meðan leik stóð. Rauðu spjöldin í fyrstu umferð fóru hins vegar bæði á loft í Árbænum þar sem Fylkir tapaði gegn KR. Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis hlaut eitt þeirra og hitt hlaut Halldór Steinsson í liðsstjórn Árbæinga. Það þykir ansi óvenjulegt að þjálfarar og liðsstjórar, menn sem standa utan vallar meðan leikur fer fram, fái áminningu eða rautt spjald. Auk þeirra sem nefndir eru hér að ofan fékk markvarðaþjálfari Víkings rautt spjald og tók út leikbann í fyrstu umferð. Gunnar Jarl Jónsson, margreyndur dómari og meðlimur í dómaranefnd KSÍ, sagði þetta vandamál séríslenskt: „Það ættu engir aukaleikarar, ef við getum orðað það svo, að skipta sér af málum. Hér heima eru búningastjórar, liðsstjórar, markmannsþjálfarar, sjúkraþjálfarar, leikgreinendur, allir að skipta sér af dómgæslu. Þetta gerist ekki á Norðurlöndum.“ „Þú ert ráðinn í vinnu til að vera sjúkraþjálfari, þjálfa markverðina eða sjá um aðbúnað leikmanna. Þú ert ráðinn í vinnu til þess. Munurinn á bekkjunum hér og t.d. í Danmörku, þar er ákveðinn kúltúr og það er enginn leikgreinandi að skipta sér af hlutunum, það er séríslenskt.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan um spjöldin hefst eftir tæpa klukkustund. Besta deild karla Tengdar fréttir Heimir ósáttur eftir leik: Má ekki anda og þá er búið að lyfta spjaldi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, taldi sína menn eiga skilið meira úr leiknum eftir eftir 2-0 tap sinna manna gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. 8. apríl 2024 22:31 Óli Jóh: Við erum alltaf tilraunadýr Það vantaði ekki gulu spjöldin í fyrstu leikjum Íslandsmótsins í knattspyrnu en þau fóru mjög mörg á loft í sex leikjum Bestu deildar karla um helgina. 9. apríl 2024 09:31 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Spjaldagleði dómara hefur vakið athygli og umtal í fyrstu umferðum Bestu deildarinnar. Formaður dómaranefndar KSÍ sagði „löngu tímabært að taka á þessum ofsafengnu mótmælum gagnvart ákvörðun dómara.“ Alls fóru 52 gul og 2 rauð spjöld á loft í 1. umferð. Svo mikið var um spjöldin að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sektaði HK fyrir fjölda spjalda í leiknum fyrir norðan. Markvarðaþjálfari KA var einnig áminntur á meðan leik stóð. Rauðu spjöldin í fyrstu umferð fóru hins vegar bæði á loft í Árbænum þar sem Fylkir tapaði gegn KR. Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis hlaut eitt þeirra og hitt hlaut Halldór Steinsson í liðsstjórn Árbæinga. Það þykir ansi óvenjulegt að þjálfarar og liðsstjórar, menn sem standa utan vallar meðan leikur fer fram, fái áminningu eða rautt spjald. Auk þeirra sem nefndir eru hér að ofan fékk markvarðaþjálfari Víkings rautt spjald og tók út leikbann í fyrstu umferð. Gunnar Jarl Jónsson, margreyndur dómari og meðlimur í dómaranefnd KSÍ, sagði þetta vandamál séríslenskt: „Það ættu engir aukaleikarar, ef við getum orðað það svo, að skipta sér af málum. Hér heima eru búningastjórar, liðsstjórar, markmannsþjálfarar, sjúkraþjálfarar, leikgreinendur, allir að skipta sér af dómgæslu. Þetta gerist ekki á Norðurlöndum.“ „Þú ert ráðinn í vinnu til að vera sjúkraþjálfari, þjálfa markverðina eða sjá um aðbúnað leikmanna. Þú ert ráðinn í vinnu til þess. Munurinn á bekkjunum hér og t.d. í Danmörku, þar er ákveðinn kúltúr og það er enginn leikgreinandi að skipta sér af hlutunum, það er séríslenskt.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan um spjöldin hefst eftir tæpa klukkustund.
Besta deild karla Tengdar fréttir Heimir ósáttur eftir leik: Má ekki anda og þá er búið að lyfta spjaldi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, taldi sína menn eiga skilið meira úr leiknum eftir eftir 2-0 tap sinna manna gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. 8. apríl 2024 22:31 Óli Jóh: Við erum alltaf tilraunadýr Það vantaði ekki gulu spjöldin í fyrstu leikjum Íslandsmótsins í knattspyrnu en þau fóru mjög mörg á loft í sex leikjum Bestu deildar karla um helgina. 9. apríl 2024 09:31 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Heimir ósáttur eftir leik: Má ekki anda og þá er búið að lyfta spjaldi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, taldi sína menn eiga skilið meira úr leiknum eftir eftir 2-0 tap sinna manna gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. 8. apríl 2024 22:31
Óli Jóh: Við erum alltaf tilraunadýr Það vantaði ekki gulu spjöldin í fyrstu leikjum Íslandsmótsins í knattspyrnu en þau fóru mjög mörg á loft í sex leikjum Bestu deildar karla um helgina. 9. apríl 2024 09:31