Gunnar Jarl: Aukaleikarar sem ættu ekki að skipta sér af Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. apríl 2024 14:31 Gunnar Jarl Jónsson er margreyndur og hefur fimm sinnum verið valinn dómari ársins. vísir/anton Gunnar Jarl Jónsson var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Þar ræddi hann meðal annars agaleysi á varamannabekkjum liða á Íslandi og spjaldveitingar í upphafi móts. Spjaldagleði dómara hefur vakið athygli og umtal í fyrstu umferðum Bestu deildarinnar. Formaður dómaranefndar KSÍ sagði „löngu tímabært að taka á þessum ofsafengnu mótmælum gagnvart ákvörðun dómara.“ Alls fóru 52 gul og 2 rauð spjöld á loft í 1. umferð. Svo mikið var um spjöldin að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sektaði HK fyrir fjölda spjalda í leiknum fyrir norðan. Markvarðaþjálfari KA var einnig áminntur á meðan leik stóð. Rauðu spjöldin í fyrstu umferð fóru hins vegar bæði á loft í Árbænum þar sem Fylkir tapaði gegn KR. Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis hlaut eitt þeirra og hitt hlaut Halldór Steinsson í liðsstjórn Árbæinga. Það þykir ansi óvenjulegt að þjálfarar og liðsstjórar, menn sem standa utan vallar meðan leikur fer fram, fái áminningu eða rautt spjald. Auk þeirra sem nefndir eru hér að ofan fékk markvarðaþjálfari Víkings rautt spjald og tók út leikbann í fyrstu umferð. Gunnar Jarl Jónsson, margreyndur dómari og meðlimur í dómaranefnd KSÍ, sagði þetta vandamál séríslenskt: „Það ættu engir aukaleikarar, ef við getum orðað það svo, að skipta sér af málum. Hér heima eru búningastjórar, liðsstjórar, markmannsþjálfarar, sjúkraþjálfarar, leikgreinendur, allir að skipta sér af dómgæslu. Þetta gerist ekki á Norðurlöndum.“ „Þú ert ráðinn í vinnu til að vera sjúkraþjálfari, þjálfa markverðina eða sjá um aðbúnað leikmanna. Þú ert ráðinn í vinnu til þess. Munurinn á bekkjunum hér og t.d. í Danmörku, þar er ákveðinn kúltúr og það er enginn leikgreinandi að skipta sér af hlutunum, það er séríslenskt.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan um spjöldin hefst eftir tæpa klukkustund. Besta deild karla Tengdar fréttir Heimir ósáttur eftir leik: Má ekki anda og þá er búið að lyfta spjaldi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, taldi sína menn eiga skilið meira úr leiknum eftir eftir 2-0 tap sinna manna gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. 8. apríl 2024 22:31 Óli Jóh: Við erum alltaf tilraunadýr Það vantaði ekki gulu spjöldin í fyrstu leikjum Íslandsmótsins í knattspyrnu en þau fóru mjög mörg á loft í sex leikjum Bestu deildar karla um helgina. 9. apríl 2024 09:31 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Spjaldagleði dómara hefur vakið athygli og umtal í fyrstu umferðum Bestu deildarinnar. Formaður dómaranefndar KSÍ sagði „löngu tímabært að taka á þessum ofsafengnu mótmælum gagnvart ákvörðun dómara.“ Alls fóru 52 gul og 2 rauð spjöld á loft í 1. umferð. Svo mikið var um spjöldin að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sektaði HK fyrir fjölda spjalda í leiknum fyrir norðan. Markvarðaþjálfari KA var einnig áminntur á meðan leik stóð. Rauðu spjöldin í fyrstu umferð fóru hins vegar bæði á loft í Árbænum þar sem Fylkir tapaði gegn KR. Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis hlaut eitt þeirra og hitt hlaut Halldór Steinsson í liðsstjórn Árbæinga. Það þykir ansi óvenjulegt að þjálfarar og liðsstjórar, menn sem standa utan vallar meðan leikur fer fram, fái áminningu eða rautt spjald. Auk þeirra sem nefndir eru hér að ofan fékk markvarðaþjálfari Víkings rautt spjald og tók út leikbann í fyrstu umferð. Gunnar Jarl Jónsson, margreyndur dómari og meðlimur í dómaranefnd KSÍ, sagði þetta vandamál séríslenskt: „Það ættu engir aukaleikarar, ef við getum orðað það svo, að skipta sér af málum. Hér heima eru búningastjórar, liðsstjórar, markmannsþjálfarar, sjúkraþjálfarar, leikgreinendur, allir að skipta sér af dómgæslu. Þetta gerist ekki á Norðurlöndum.“ „Þú ert ráðinn í vinnu til að vera sjúkraþjálfari, þjálfa markverðina eða sjá um aðbúnað leikmanna. Þú ert ráðinn í vinnu til þess. Munurinn á bekkjunum hér og t.d. í Danmörku, þar er ákveðinn kúltúr og það er enginn leikgreinandi að skipta sér af hlutunum, það er séríslenskt.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan um spjöldin hefst eftir tæpa klukkustund.
Besta deild karla Tengdar fréttir Heimir ósáttur eftir leik: Má ekki anda og þá er búið að lyfta spjaldi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, taldi sína menn eiga skilið meira úr leiknum eftir eftir 2-0 tap sinna manna gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. 8. apríl 2024 22:31 Óli Jóh: Við erum alltaf tilraunadýr Það vantaði ekki gulu spjöldin í fyrstu leikjum Íslandsmótsins í knattspyrnu en þau fóru mjög mörg á loft í sex leikjum Bestu deildar karla um helgina. 9. apríl 2024 09:31 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Heimir ósáttur eftir leik: Má ekki anda og þá er búið að lyfta spjaldi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, taldi sína menn eiga skilið meira úr leiknum eftir eftir 2-0 tap sinna manna gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. 8. apríl 2024 22:31
Óli Jóh: Við erum alltaf tilraunadýr Það vantaði ekki gulu spjöldin í fyrstu leikjum Íslandsmótsins í knattspyrnu en þau fóru mjög mörg á loft í sex leikjum Bestu deildar karla um helgina. 9. apríl 2024 09:31
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti