Víkingur Íslandsmeistari karla og kvenna í borðtennis Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. apríl 2024 13:29 Víkingar lyftu titlum í bæði karla- og kvennaflokki í 1. deild. Borðtennissamband Íslands Íslandsmeistaramót liða í borðtennis keppnisárið 2023-2024 fór fram í gær. Lið Víkinga bar sigur úr býtum bæði í karla- og kvennaflokki, en það gerðist síðast árið 2021. f.v. Nevena, Lilja og EvaPétur Stephensen Í úrslitum kvenna kepptu Sól Kristínardóttir Mixa, Harriet Cardew og Vivian Huynh, lánsleikmaður frá Osló fyrir BH, sem eru ríkjandi deildarmeistarar, gegn Nevenu Tasic, Evu Jósteinsdóttur og Lilju Rós Jóhannesdóttur frá Víkingum. Þegar liðin mættust síðast endaði keppnin með jafntefli og kom því nokkuð á óvart í dag að Víkingskonur gerðu sér lítið fyrir og unnu 3-0. Þar á meðal vann Lilja Sól sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í vor og Nevena vann sterkan sigur á Vivian eftir nokkurra mánaða leyfi frá íþróttinni. Með sigrinum urðu Víkingar Íslandsmeistarar kvenna sjötta árið í röð. f.v. Ísak, Ingi Darvis, Magnús og KáriPétur Stephensen Í úrslitum karla kepptu Pétur Gunnarsson, Norbert Bedö og Ellert Kristján Georgsson fyrir KR, sem eru ríkjandi deildarmeistarar, gegn Inga Darvis Rodriguez, Magnúsi Jóhanni Hjartarsyni og Kára Mímissyni frá Víkingum. Þessi spennandi viðureign endaði í oddaleik, og stöðunni 3-2 fyrir Víkinga. Munaði þar mestu um ríkjandi Íslandsmeistarann Inga, sem hefur búið í Svíþjóð undanfarin tvö ár til að æfa og keppa í borðtennis en hann vann tvo af leikjunum þremur. Úrslit í öðrum deildum Þá urðu Víkingar jafnframt Íslandsmeistarar í 2. deild karla eftir sigur á HK, BH Íslandsmeistarar í 3. deild karla eftir sigur á BM í Mosfellsbæ og KR Íslandsmeistarar í 2. deild kvenna eftir sigur á BR í Keflavík, fyrr í dag. Þau lið færast því upp um deild næsta haust. Borðtennis Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Sjá meira
f.v. Nevena, Lilja og EvaPétur Stephensen Í úrslitum kvenna kepptu Sól Kristínardóttir Mixa, Harriet Cardew og Vivian Huynh, lánsleikmaður frá Osló fyrir BH, sem eru ríkjandi deildarmeistarar, gegn Nevenu Tasic, Evu Jósteinsdóttur og Lilju Rós Jóhannesdóttur frá Víkingum. Þegar liðin mættust síðast endaði keppnin með jafntefli og kom því nokkuð á óvart í dag að Víkingskonur gerðu sér lítið fyrir og unnu 3-0. Þar á meðal vann Lilja Sól sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í vor og Nevena vann sterkan sigur á Vivian eftir nokkurra mánaða leyfi frá íþróttinni. Með sigrinum urðu Víkingar Íslandsmeistarar kvenna sjötta árið í röð. f.v. Ísak, Ingi Darvis, Magnús og KáriPétur Stephensen Í úrslitum karla kepptu Pétur Gunnarsson, Norbert Bedö og Ellert Kristján Georgsson fyrir KR, sem eru ríkjandi deildarmeistarar, gegn Inga Darvis Rodriguez, Magnúsi Jóhanni Hjartarsyni og Kára Mímissyni frá Víkingum. Þessi spennandi viðureign endaði í oddaleik, og stöðunni 3-2 fyrir Víkinga. Munaði þar mestu um ríkjandi Íslandsmeistarann Inga, sem hefur búið í Svíþjóð undanfarin tvö ár til að æfa og keppa í borðtennis en hann vann tvo af leikjunum þremur. Úrslit í öðrum deildum Þá urðu Víkingar jafnframt Íslandsmeistarar í 2. deild karla eftir sigur á HK, BH Íslandsmeistarar í 3. deild karla eftir sigur á BM í Mosfellsbæ og KR Íslandsmeistarar í 2. deild kvenna eftir sigur á BR í Keflavík, fyrr í dag. Þau lið færast því upp um deild næsta haust.
Borðtennis Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Sjá meira