Lífið

Hin­rik Örn kokkur ársins

Samúel Karl Ólason skrifar
Hinrik Örn Lárusson tryggði sér titillinn kokkur ársins í gærkvöldi.
Hinrik Örn Lárusson tryggði sér titillinn kokkur ársins í gærkvöldi. Mummi Lú

Hinrik Örn Lárusson sigraði í gær í keppninni Kokkur ársins 2024. Hinrik starfar hjá Lux en Ísak Aron Jóhannsson hjá Zak veitingar hafnaði í öðru sæti og Viktor Pálsson hjá Speilsalen í Noregi var í því þriðja.

Keppnin sem haldin var í IKEA er sögð hafa verið gríðarlega hörð en sigurvegarni hlaut þátttökurétt fyrir hönd Íslands í Nordic Chef of the Year 2025.

Bjarki Snær Þorsteinsson frá Lux vann titilinn Grænmetiskokkur ársins en það var í fyrsta sinn sem keppt var um þann titil. Monica Daniela Panait hjá Hóteli Geysi hafnaði í öðru sæti og Þórarinn Eggertsson hjá Smakk veitingum lenti í þriðja sæti.

Verðlaunaafhending fór fram í IKEA seinni partinn í gær en þar komu saman keppendur, meðlimir í Klúbbi matreiðslumeistara, aðstandendur keppenda og velunnarar keppninnar.

IKEA er aðalbakhjarl Klúbbs Matreiðslumeistara í keppninni og hefur gert það undanfarin ár.

Klúbbur matreiðslumeistara á og rekur keppnina. Í yfirlýsingu frá klúbbnum segir að Þórir Erlingsson, forseti klúbbsins, hafi verið ánægður með keppnin sem elur af sér landsliðsfólk og keppnisfólk sem bara beinustu leið í fremstu víglínu matreiðslukeppna í heimunum.

Kokkarnir í þremur efstu sætunum í gær.Mummi Lú
Bjarki Snær Þorsteinsson er fyrsti grænmetiskokkur ársins.Mummi Lú





Fleiri fréttir

Sjá meira


×