Dómari þarf ekki að víkja vegna fjölskyldutengsla í máli feðga Jón Þór Stefánsson skrifar 15. apríl 2024 14:34 Hæstiréttur sá ekki ástæðu til að láta dómara víkja vegna tengsla Karls við systurson dómarans. Landsréttardómari þarf ekki að víkja sæti í máli sem þrotabú Karls Wernerssonar höfðaði á hendur Jóni Hilmari Karlssyni, sem er sonur Karls. Hæstiréttur hefur fellt dóm þess efnis, þar sem úrskurður Landsréttar í málinu var staðfestur. Dómarinn á að dæma í máli þar sem þrotabúið fer fram á að samningi verði rift sem feðgarnir Jón Hilmar og Karl gerðu árið 2014. Þar keypti Jón félagið Toska ehf. af föður sínum á rúma milljón króna þegar virði þess á að hafa verið talsvert meira, hlaupið á milljörðum króna. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Jón Hilmar til að greiða þrotabúinu tæplega 465 milljónir króna haustið 2022. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Landstéttar. Jón Hilmar krafðist þess að Landsréttardómarinn myndi víkja sæti þar sem náin tengsl væru á milli Karls Wernerssonar og systursonar dómarans. Þá starfaði systursonurinn sem tamningamaður hjá Feti ehf, sem er dótturfélag Toska ehf, en dómsmálið varðar það félag að miklu leiti. Þar að auki var bent á að dómarinn hefði áður dæmt í öðru dómsmáli þrotabús Karls, en í þeim dómi hafi verið tekin afdráttarlaus afstaða til gjaldfærni Karls árið 2016. Vísað er til þess dóms í málsástæðum þessa máls, sem að mati Jóns eru til þess fallnar að draga óhlutdrægni dómarans í efa. „Það eitt að systursonur dómarans starfi hjá félagi sem er hluti af samstæðu þess félags, Toska ehf., sem mál þetta snýr að getur ekki valdið því að dómarinn verði talinn vanhæfur til meðferðarmálsins,“ segir í úrskurði Landsréttar sem féllst ekki á kröfuna. Jafnframt sagði Landsréttur að ekkert lægi fyrir um að systursonur hans hefði nokkra persónulega eða fjárhagslega hagsmuni í niðurstöðu málsins sem gætu skipt máli. Góð vinátta dómarans og systursonarins gæti síðan ein og sér ekki leitt til vanhæfis. Þá segir einnig að það að dómarinn hafi áður dæmt um sakarefni í einu máli þá leiði það ekki til vanhæfis í öðru máli. Fjölskyldutengslin of fjarlæg að mati Hæstaréttar Jón Hilmar skaut þessum úrskurði Landsréttar til Hæstaréttar og gerði athugasemdir við að þrír dómarar málsins í Landsrétti, þar með talinn sérfróður meðdómandi, hefðu tekið afstöðu til málsins. Dómarar ættu sjálfir að kveða upp úrskurði um það hvort þeir viku sæti, og ekki væru lagaskilyrði um að meðdómandi kveði upp úrskurði um annað en frávísun máls. Í dómi Hæstaréttar segir að umræddar athugasemdir taki mið af málsmeðferð í héraði þar sem einn dómari skipi að jafnaði dóminn. Landsréttur sé fjölskipaður dómur og að öllum dómurum máls beri að ráða til lykta atriðum um rekstur þess. Þar að auki tók Hæstiréttur fyrir fjölskyldutengslin sem Jón Hilmar telur að eigi að gera dómarann vanhæfan. „Telja verður að þessi aðstaða sé svo fjarlæg í máli þessu að hún verði ekki með réttu talin hafa áhrif á dómarann,“ segir í dómi Hæstaréttar, sem líkt og áður segir staðfesti úrskurð Landsréttar. Dómsmál Dómstólar Milestone-málið Tengdar fréttir Neita að afhenda lúxusvillu og hafa greitt tugi milljóna í dagsektir Félag í eigu sonar Karls Wernerssonar hefur greitt þrotabúi Karls tæpar 45 milljónir króna í dagsektir. Félaginu var með dómi Landsréttar gert að afhenda þrotabúinu ellefu hundruð fermetra íbúðarhús Karls í nágrenni við Lucca á Ítalíu, ellegar greiða 150 þúsund króna dagsektir. 30. janúar 2024 17:01 Sýkna í öðru hrunmáli endurreist en nú með stuðningi saksóknara Ríkissaksóknari tók undir kröfur þriggja sakborninga í Milestone-málinu svonefnda um að vísa máli þeirra frá Hæstarétti þegar það var tekið upp aftur þar. Frávísunin þýðir að sýknudómur héraðsdóms yfir fólkinu var endurreistur. 10. nóvember 2022 12:24 Frávísunar krafist vegna dýrkeyptra mistaka í málum útrásarvíkinga Ríkissaksóknari hefur farið fram á frávísun í máli Milestone gegn Karli Wernerssyni í kjölfar frávísunar Hæstaréttar á sambærilegu máli Styrmis Þórs Bragasonar vegna mistaka endurupptökudóms. Nokkrum svipuðum hrunmálum var ranglega vísað til Hæstaréttar á síðasta ári. Fari hrunmál Karls og fleiri sömu leið og Styrmis standa áratugsgamlir sýknudómar óhaggaðir og ríkið dæmt til að greiða tugi milljóna í málsvarnarlaun. 13. október 2022 21:39 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Dómarinn á að dæma í máli þar sem þrotabúið fer fram á að samningi verði rift sem feðgarnir Jón Hilmar og Karl gerðu árið 2014. Þar keypti Jón félagið Toska ehf. af föður sínum á rúma milljón króna þegar virði þess á að hafa verið talsvert meira, hlaupið á milljörðum króna. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Jón Hilmar til að greiða þrotabúinu tæplega 465 milljónir króna haustið 2022. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Landstéttar. Jón Hilmar krafðist þess að Landsréttardómarinn myndi víkja sæti þar sem náin tengsl væru á milli Karls Wernerssonar og systursonar dómarans. Þá starfaði systursonurinn sem tamningamaður hjá Feti ehf, sem er dótturfélag Toska ehf, en dómsmálið varðar það félag að miklu leiti. Þar að auki var bent á að dómarinn hefði áður dæmt í öðru dómsmáli þrotabús Karls, en í þeim dómi hafi verið tekin afdráttarlaus afstaða til gjaldfærni Karls árið 2016. Vísað er til þess dóms í málsástæðum þessa máls, sem að mati Jóns eru til þess fallnar að draga óhlutdrægni dómarans í efa. „Það eitt að systursonur dómarans starfi hjá félagi sem er hluti af samstæðu þess félags, Toska ehf., sem mál þetta snýr að getur ekki valdið því að dómarinn verði talinn vanhæfur til meðferðarmálsins,“ segir í úrskurði Landsréttar sem féllst ekki á kröfuna. Jafnframt sagði Landsréttur að ekkert lægi fyrir um að systursonur hans hefði nokkra persónulega eða fjárhagslega hagsmuni í niðurstöðu málsins sem gætu skipt máli. Góð vinátta dómarans og systursonarins gæti síðan ein og sér ekki leitt til vanhæfis. Þá segir einnig að það að dómarinn hafi áður dæmt um sakarefni í einu máli þá leiði það ekki til vanhæfis í öðru máli. Fjölskyldutengslin of fjarlæg að mati Hæstaréttar Jón Hilmar skaut þessum úrskurði Landsréttar til Hæstaréttar og gerði athugasemdir við að þrír dómarar málsins í Landsrétti, þar með talinn sérfróður meðdómandi, hefðu tekið afstöðu til málsins. Dómarar ættu sjálfir að kveða upp úrskurði um það hvort þeir viku sæti, og ekki væru lagaskilyrði um að meðdómandi kveði upp úrskurði um annað en frávísun máls. Í dómi Hæstaréttar segir að umræddar athugasemdir taki mið af málsmeðferð í héraði þar sem einn dómari skipi að jafnaði dóminn. Landsréttur sé fjölskipaður dómur og að öllum dómurum máls beri að ráða til lykta atriðum um rekstur þess. Þar að auki tók Hæstiréttur fyrir fjölskyldutengslin sem Jón Hilmar telur að eigi að gera dómarann vanhæfan. „Telja verður að þessi aðstaða sé svo fjarlæg í máli þessu að hún verði ekki með réttu talin hafa áhrif á dómarann,“ segir í dómi Hæstaréttar, sem líkt og áður segir staðfesti úrskurð Landsréttar.
Dómsmál Dómstólar Milestone-málið Tengdar fréttir Neita að afhenda lúxusvillu og hafa greitt tugi milljóna í dagsektir Félag í eigu sonar Karls Wernerssonar hefur greitt þrotabúi Karls tæpar 45 milljónir króna í dagsektir. Félaginu var með dómi Landsréttar gert að afhenda þrotabúinu ellefu hundruð fermetra íbúðarhús Karls í nágrenni við Lucca á Ítalíu, ellegar greiða 150 þúsund króna dagsektir. 30. janúar 2024 17:01 Sýkna í öðru hrunmáli endurreist en nú með stuðningi saksóknara Ríkissaksóknari tók undir kröfur þriggja sakborninga í Milestone-málinu svonefnda um að vísa máli þeirra frá Hæstarétti þegar það var tekið upp aftur þar. Frávísunin þýðir að sýknudómur héraðsdóms yfir fólkinu var endurreistur. 10. nóvember 2022 12:24 Frávísunar krafist vegna dýrkeyptra mistaka í málum útrásarvíkinga Ríkissaksóknari hefur farið fram á frávísun í máli Milestone gegn Karli Wernerssyni í kjölfar frávísunar Hæstaréttar á sambærilegu máli Styrmis Þórs Bragasonar vegna mistaka endurupptökudóms. Nokkrum svipuðum hrunmálum var ranglega vísað til Hæstaréttar á síðasta ári. Fari hrunmál Karls og fleiri sömu leið og Styrmis standa áratugsgamlir sýknudómar óhaggaðir og ríkið dæmt til að greiða tugi milljóna í málsvarnarlaun. 13. október 2022 21:39 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Neita að afhenda lúxusvillu og hafa greitt tugi milljóna í dagsektir Félag í eigu sonar Karls Wernerssonar hefur greitt þrotabúi Karls tæpar 45 milljónir króna í dagsektir. Félaginu var með dómi Landsréttar gert að afhenda þrotabúinu ellefu hundruð fermetra íbúðarhús Karls í nágrenni við Lucca á Ítalíu, ellegar greiða 150 þúsund króna dagsektir. 30. janúar 2024 17:01
Sýkna í öðru hrunmáli endurreist en nú með stuðningi saksóknara Ríkissaksóknari tók undir kröfur þriggja sakborninga í Milestone-málinu svonefnda um að vísa máli þeirra frá Hæstarétti þegar það var tekið upp aftur þar. Frávísunin þýðir að sýknudómur héraðsdóms yfir fólkinu var endurreistur. 10. nóvember 2022 12:24
Frávísunar krafist vegna dýrkeyptra mistaka í málum útrásarvíkinga Ríkissaksóknari hefur farið fram á frávísun í máli Milestone gegn Karli Wernerssyni í kjölfar frávísunar Hæstaréttar á sambærilegu máli Styrmis Þórs Bragasonar vegna mistaka endurupptökudóms. Nokkrum svipuðum hrunmálum var ranglega vísað til Hæstaréttar á síðasta ári. Fari hrunmál Karls og fleiri sömu leið og Styrmis standa áratugsgamlir sýknudómar óhaggaðir og ríkið dæmt til að greiða tugi milljóna í málsvarnarlaun. 13. október 2022 21:39