Vill vera jafn iðinn við kolann og Olga Færseth Aron Guðmundsson skrifar 16. apríl 2024 08:01 Eyþór Aron Wöhler hefur skrifað undir þriggja ára samning við Bestu deildar lið KR Vísir/Baldur Eyþór Aron Wöhler skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning við Bestu deildar lið KR. Hann er stoltur yfir því að fá tækifæri til þess að spila fyrir þetta sögufræga félag og vill leggja lóð sitt á vogaskálarnir til að rita nýjan og glæstan kafla í Vesturbænum. Hinn 22 ára gamli Eyþór Aron skiptir yfir til KR frá Breiðabliki en þeir svarthvítu úr Vesturbænum hefur átt fljúgandi start í Bestu deildinni og halað inn fullu húsi stiga úr fyrstu tveimur leikjum sínum. „Það er geggjaður andi hérna í Vesturbænum og mikill heiður fyrir að vera hérna í stórveldinu. Það er einhver meðbyr hérna í augnablikinu að byggjast upp og ég er ekkert nema stoltur að hafa skrifað undir samning hjá félaginu.“ Aðdragandinn að þessum félagsskiptum. Er hann langur? „Hann er frekar stuttur. KR hafði samband á þriðjudaginn síðastliðinn og svo var skrifað undir samninginn á sunnudaginn. Ég var ekki lengi að ákveða mig þegar að KR kom að borðinu. Hoppaði strax á þetta.“ Blikar hafa að undanförnu verið að bæta við sig mannskap. Til að mynda kom Ísak Snær Þorvaldsson á láni til félagsins frá Rosenborg. Þegar að Blikar fóru að þétta raðirnar fór Eyþór Aron að hugsa sér til hreyfings. „Ég fór að hugsa um hvort kominn væri sá tími að ég færi að líta í kringum mig. KR kom þá inn í myndina.“ Og eins og fyrr segir þurfti Eyþór Aron ekki að hugsa sig tvisvar um. Viðskilnaðurinn við Breiðablik á sér þó stað í góðu. „Ég kveð allt og alla þarna í Breiðabliki í góðu. Þjálfara og leikmenn. Það er yfir engu að kvarta yfir þar.“ En hvernig horfir tími þinn hjá félaginu við þér? „Lærdómsríkur tími. Ekki spurning. Erfiður einnig á köflum. Þarna upplifði ég mikla samkeppni en tek með mér góða vini og lærdómsríkan tíma. Breiðablik í heild sinni er frábært félag sem tók vel á móti mér og hugsaði vel um mig. Ég óska því bara velfarnaðar í framhaldinu.“ Og markmiðin eru skýr fyrir komandi tíma. Um að gera hjá Eyþóri Aroni að setja markið hátt. Olga Færseth, goðsögn í sögu KR og íslenskrar knattspyrnu, skoraði 380 mörk í 325 meistaraflokksleikjum hér á landi. „Maður sér söguna á öllum veggjum hér í Vesturbænum. Markmiðin eru háleit hjá félaginu. Að skrifa söguna á nýjan leik. Sækja báðu stóru titlana. Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímum. Markmiðið er, meira og minna, að vera jafn iðinn við kolann og Olga Færseth var með KR á sínum tíma.“ Þá er hann spenntur fyrir því að reyna fyrir sér á grasvelli KR-inga, Meistaravöllum og stefnir allt í að fyrsti alvöru heimaleikur Eyþórs með KR verði akkúrat á móti hans gömlu félögum í Breiðabliki í fjórðu umferð Bestu deildarinnar. „Ég mæti dýrvitlaus inn í þann leik og megi allir góðir vættir vaka yfir Viktori og Damir í þeim leik. Nei ég segi svona. Það verður bara gaman að mæta Blikum. Ég mæti eins og Tasmaníudjöfullinn inn á.“ Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Sjá meira
Hinn 22 ára gamli Eyþór Aron skiptir yfir til KR frá Breiðabliki en þeir svarthvítu úr Vesturbænum hefur átt fljúgandi start í Bestu deildinni og halað inn fullu húsi stiga úr fyrstu tveimur leikjum sínum. „Það er geggjaður andi hérna í Vesturbænum og mikill heiður fyrir að vera hérna í stórveldinu. Það er einhver meðbyr hérna í augnablikinu að byggjast upp og ég er ekkert nema stoltur að hafa skrifað undir samning hjá félaginu.“ Aðdragandinn að þessum félagsskiptum. Er hann langur? „Hann er frekar stuttur. KR hafði samband á þriðjudaginn síðastliðinn og svo var skrifað undir samninginn á sunnudaginn. Ég var ekki lengi að ákveða mig þegar að KR kom að borðinu. Hoppaði strax á þetta.“ Blikar hafa að undanförnu verið að bæta við sig mannskap. Til að mynda kom Ísak Snær Þorvaldsson á láni til félagsins frá Rosenborg. Þegar að Blikar fóru að þétta raðirnar fór Eyþór Aron að hugsa sér til hreyfings. „Ég fór að hugsa um hvort kominn væri sá tími að ég færi að líta í kringum mig. KR kom þá inn í myndina.“ Og eins og fyrr segir þurfti Eyþór Aron ekki að hugsa sig tvisvar um. Viðskilnaðurinn við Breiðablik á sér þó stað í góðu. „Ég kveð allt og alla þarna í Breiðabliki í góðu. Þjálfara og leikmenn. Það er yfir engu að kvarta yfir þar.“ En hvernig horfir tími þinn hjá félaginu við þér? „Lærdómsríkur tími. Ekki spurning. Erfiður einnig á köflum. Þarna upplifði ég mikla samkeppni en tek með mér góða vini og lærdómsríkan tíma. Breiðablik í heild sinni er frábært félag sem tók vel á móti mér og hugsaði vel um mig. Ég óska því bara velfarnaðar í framhaldinu.“ Og markmiðin eru skýr fyrir komandi tíma. Um að gera hjá Eyþóri Aroni að setja markið hátt. Olga Færseth, goðsögn í sögu KR og íslenskrar knattspyrnu, skoraði 380 mörk í 325 meistaraflokksleikjum hér á landi. „Maður sér söguna á öllum veggjum hér í Vesturbænum. Markmiðin eru háleit hjá félaginu. Að skrifa söguna á nýjan leik. Sækja báðu stóru titlana. Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímum. Markmiðið er, meira og minna, að vera jafn iðinn við kolann og Olga Færseth var með KR á sínum tíma.“ Þá er hann spenntur fyrir því að reyna fyrir sér á grasvelli KR-inga, Meistaravöllum og stefnir allt í að fyrsti alvöru heimaleikur Eyþórs með KR verði akkúrat á móti hans gömlu félögum í Breiðabliki í fjórðu umferð Bestu deildarinnar. „Ég mæti dýrvitlaus inn í þann leik og megi allir góðir vættir vaka yfir Viktori og Damir í þeim leik. Nei ég segi svona. Það verður bara gaman að mæta Blikum. Ég mæti eins og Tasmaníudjöfullinn inn á.“
Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Sjá meira