Stærðarinnar ísskúlptúr af löngutöng tók á móti gestum. En sjálf er Bríet óhrædd við að sýna sína löngutöng á kómískan hátt.
Bríet skaust upp á sjónarsviðið með laginu In To Deep árið 2017. Hún hefur gefið út fjöldann allan af smellum og komið fram víða, bæði hérlendis og erlendis. Algjör stjarna.
Kjóll Bríetar er hannaður og saumaður af fatahönnuðinum Sigríði Ágústu.
Meðal gesta voru meðal annars Ragga Gísla, Auðunn Blöndal, Unnsteinn Manuel, Birnir, GDRN, Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst og Aron Mola.
Ljósmyndarinn Adam Emil fangaði stemninguna líkt og myndirnar hér að neðan bera með sér.