Mikil spenna í GR Verk deildinni: Þórsarar með stórsigur gegn DUSTY Arnar Gauti Bjarkason skrifar 17. apríl 2024 16:15 Leiklýsendur kvöldsins voru Kristófer Óli ,,Coca_Kroli’’ Birkisson ásamt vofu Rocket League samfélagsins Fimmta umferðin í GR Verk deildinni í Rocket League fór fram í gærkvöldi þar sem þrjár viðureignir voru spilaðar. DUSTY gegn Þór Fyrir 5. umferð voru Þórsarar og DUSTY jafnir í deildinni með 4 unnar viðureignir en breyttist það í gær þegar Þór unnu stórsigur gegn DUSTY 3-1. Emilvald, talinn sá Rocket League spilari sem mestum frama hefur náð hérlendis, spilaði sinn fyrsta leik í deildinni sem varamaður fyrir Þórsara og kvörtuðu Þór ekki yfir því. Fyrsti leikurinn fór 2-1 fyrir DUSTY en var staðan hnífjöfn í þeim leik þar til að DUSTY skoruðu mark með 15 sekúndur eftir í leiknum. Í öðrum leiknum brettu Þórsarar upp ermar og sigruðu þann leik 3-2. Í þriðja leiknum sást bersýnilega að Þórsarar voru orðnir virkilega heitir en þeir unnu þriðja leik viðureignarinnar 6-1 gegn DUSTY. Lokaleikur viðureignarinnar, eða fjórði leikurinn, var einkar tæpur. Var staðan 1-1 alveg fram að framlengingu en í framlengingunni skoraði Þór lokamarkið eftir 1 mínútu og 18 sekúndur. Quick Esports gegn 354 Quick Esports unnu sína fyrstu viðureign í umferð gærkvöldsins gegn 354 Esports sem kom sumum að óvörum en fór sú viðureign 3-2 Quick Esports í vil. Þetta var í fyrsta sinn í deildinni þar sem að allir 5 leikirnir voru spilaðir. Fyrsti leikurinn fór 2-1 fyrir Quick Esports en annar leikurinn fór 4-0 fyrir 354 Esports. Í þriðja leiknum sigra Quick Esports síðan 3-1 og því komin mikil pressa á 354 að vinna næstu 2 leiki sína. 354 tekst að vinna 4 leikinn 2-1 í 1:03 framlengingu en þó náðu þeir ekki að fara með sigur af hólmi í viðureigninni þar sem að Quick Esports sigruðu síðasta leikinn 4-3. OGV gegn OMON OGV vann sína þriðju viðureign í gærkvöldi gegn OMON 3-0 Fyrsti leikurinn fór 4-1 fyrir OGV og leit OGV út fyrir að vera sterkara liðið. Annar leikurinn var mun spennuþrungnari en sá fyrsti. Staða leiksins var 2-2 en endaði 3-2 OGV í vil eftir tveggja mínútna og 20 sekúndna framlengingu. Spennan var ekki minni í þriðja leik viðureignarinnar en sá leikur endaði 2-1 fyrir OGV eftir 50 sekúndna framlengingu Staða deildarinnar eftir 5. umferð. 6. umferð deildarinnar hefst á morgun þann 18. apríl kl. 19:40 á streymisrás íslenska Rocket League samfélagsins Rafíþróttir Þór Akureyri Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn
DUSTY gegn Þór Fyrir 5. umferð voru Þórsarar og DUSTY jafnir í deildinni með 4 unnar viðureignir en breyttist það í gær þegar Þór unnu stórsigur gegn DUSTY 3-1. Emilvald, talinn sá Rocket League spilari sem mestum frama hefur náð hérlendis, spilaði sinn fyrsta leik í deildinni sem varamaður fyrir Þórsara og kvörtuðu Þór ekki yfir því. Fyrsti leikurinn fór 2-1 fyrir DUSTY en var staðan hnífjöfn í þeim leik þar til að DUSTY skoruðu mark með 15 sekúndur eftir í leiknum. Í öðrum leiknum brettu Þórsarar upp ermar og sigruðu þann leik 3-2. Í þriðja leiknum sást bersýnilega að Þórsarar voru orðnir virkilega heitir en þeir unnu þriðja leik viðureignarinnar 6-1 gegn DUSTY. Lokaleikur viðureignarinnar, eða fjórði leikurinn, var einkar tæpur. Var staðan 1-1 alveg fram að framlengingu en í framlengingunni skoraði Þór lokamarkið eftir 1 mínútu og 18 sekúndur. Quick Esports gegn 354 Quick Esports unnu sína fyrstu viðureign í umferð gærkvöldsins gegn 354 Esports sem kom sumum að óvörum en fór sú viðureign 3-2 Quick Esports í vil. Þetta var í fyrsta sinn í deildinni þar sem að allir 5 leikirnir voru spilaðir. Fyrsti leikurinn fór 2-1 fyrir Quick Esports en annar leikurinn fór 4-0 fyrir 354 Esports. Í þriðja leiknum sigra Quick Esports síðan 3-1 og því komin mikil pressa á 354 að vinna næstu 2 leiki sína. 354 tekst að vinna 4 leikinn 2-1 í 1:03 framlengingu en þó náðu þeir ekki að fara með sigur af hólmi í viðureigninni þar sem að Quick Esports sigruðu síðasta leikinn 4-3. OGV gegn OMON OGV vann sína þriðju viðureign í gærkvöldi gegn OMON 3-0 Fyrsti leikurinn fór 4-1 fyrir OGV og leit OGV út fyrir að vera sterkara liðið. Annar leikurinn var mun spennuþrungnari en sá fyrsti. Staða leiksins var 2-2 en endaði 3-2 OGV í vil eftir tveggja mínútna og 20 sekúndna framlengingu. Spennan var ekki minni í þriðja leik viðureignarinnar en sá leikur endaði 2-1 fyrir OGV eftir 50 sekúndna framlengingu Staða deildarinnar eftir 5. umferð. 6. umferð deildarinnar hefst á morgun þann 18. apríl kl. 19:40 á streymisrás íslenska Rocket League samfélagsins
Rafíþróttir Þór Akureyri Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn