Lífið

Hvað ber að hafa í huga þegar hvolpur kemur á heimilið

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Að mörgu þarf að huga þegar lítill hvolpur kemur inn á heimilið.
Að mörgu þarf að huga þegar lítill hvolpur kemur inn á heimilið. EPA-EFE/ADAM DAVIS

Að ýmsu þarf að huga þegar kemur að umgengni barna við hunda. Þá þarf að velta fyrir sér margvíslegum áskorunum þegar hvolpur kemur inn á heimilið.

Þetta kom fram í öðrum þætti Hundanna okkar á Vísi. Fyrsti þátturinn kom út í síðustu viku en þá var skyggnst inn í þjálfun veiðihunda, hvernig má kenna sækja og skila ásamt mikilvægum atriðum í innkallsþjálfun. Þá eru gefin góð ráð varðandi handtök við að klippa klær hunda.

Þáttinn í  heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: 

Klippa: Hundarnir okkar - Börnin og besti vinur mannsins

„Við gerum einstaklingsáætlun með hverju og einu barni og foreldri, sem eru með einhverjar áhyggjur, barnið annaðhvort getur ekki gert eitthvað sem það þarf að gera eða vill geta gert og þá finnum við út úr því hvað við getum gert “, segir Gunnhildur Jakobsdóttir, iðjuþjálfari sem nýtir hunda sér til aðstoðar við iðjuþjálfun.

Í þættinum eru skoðuð mikilvæg atriði í samskipti barna og hunda og hvað ber að hafa í huga þegar hvolpur kemur á heimilið. Iðjuþjálfi kynnir hvernig má nota hund í iðjuþjálfun, dýralæknir fræðir um ofnæmi hunda og næringafræðingur fræðir um fjölda matartíma fullorðinna hunda. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×