Lífið

„Oft sést ekki nógu vel út á við það sem gerist á bak­við tjöldin“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Sara Snædís sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna.
Sara Snædís sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna.

„Ég veit ekki hversu oft ég hef stigið út fyrir þægindarammann, gert hluti sem ég hefði aldrei þorað áður fyrr en lært að standa með mínu, hafa óbilandi trú á mínum boðskap og halda áfram sama hvað,“ segir Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara.

Sara brennur fyrir andlegri og líkamlegri heilsu kvenna. Það er þessi þrautseigja, þor og þrjóska sem hefur hjálpað henni að byggja það sem Withsara er í dag:

„Eigin rekstur er nefnilega allskonar og oft sést ekki nógu vel út á við það sem gerist á bak við tjöldin,“ segir Sara Snædís. Withsara er æfingasíða sem býður upp á fjölbreyttar æfingar á myndbandsformi, þar sem unnið er með eigin líkamsþyngd.

Aðsend

Sara Snædís sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna.


Fullt nafn? Sara Snædís Ólafsdóttir.

Aldur? 35 ára

Starf? Stofnandi, eigandi, þjálfari og allt annað sem tengist Withsara. 

Fjölskyldan? Með hverjum býrðu? Ég bý með manninum mínum, Stefáni Jökli og dætrum okkar tveimur, Áróru 9 ára og Sigurbjörgu 6 ára.

Hvað er á döfinni? Mjög margt spennandi er framundan á Withsara sem ég elska að vinna að og skapa! En fyrst og fremst er ég að skipuleggja og að fara að halda Withsara Wellness Retreat á Íslandi á Hótel Geysi þann 11-12 maí. 

Ég er mjög spennt að gera vel við konur í einn sólahring með hreyfingu, góðum mat og fullt af innblástri.
Aðsend

Í maí fer svo af stað sumaráskorun inn á Withsara sem er ein stærsta áskoruninn inn á síðunni og margar konur sem taka þátt til að styrkja sig og fylla á orkutankinn fyrir sumarið. Svo dásamlegur tími til þess að koma hreyfingu inn í rútínu áður en sumarfríið hefst til að halda í góðar heilsuvenjur þegar fríið byrjar.

Við fjölskyldan erum svo alltaf í einhverju ævintýri. Framundan eru flutningar og sumarfrí til Svíþjóðar og Íslands sem við hlökkum mikið til.

Þín mesta gæfa í lífinu? Stelpurnar mínar, maðurinn minn og góð heilsa hjá fólkinu mínu. 

Þetta er kannski svolítið gefið en þetta er bara allra mesta gæfan og ekkert sem toppar það.
Sara Snædís og fjölskyldu hafa búið á Marbella á Spáni síðastliðna átta mánuði en flytja aftur til Svíþjóðar á næstu vikum, þar sem þau hafa búið síðastliðin sex ár.Aðsend

Hugarðu að heilsunni? Já að sjálfsögðu. Við fáum bara einn líkama og af hverju ekki að hlúa að honum eins vel og við getum.

Hvernig hugarðu að heilsunni? Ég gef mér tíma í að hugsa um heilsuna mína, ég tek henni ekki sem sjálfsögðum hlut og hlusta á það sem líkaminn þarf á að halda. Ég hreyfi mig daglega, ég borða eins hreina fæðu og ég get, drekk vel af vatni, nota hreinar snyrtivörur og man eftir því að róa taugakerfið og hvíla mig.

Fallegasti staður á landinu? Laxárdalurinn í Þingeyjarsýslu á fallegum sumardegi. Pabbi minn fæddist þar og hef ég heimsótt dalinn árlega frá því ég man eftir mér.

En í heiminum? Strendurnar á Goa á Indlandi kom strax í huga, en ég dvaldi þar í nokkurn tíma á meðan ég æfði Jóga. Einnig ber ég sterkar tilfiningar til Varenna við Como vatn á Italíu.

Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Ég fer í göngutúr, hugleiði eða geri langa húðrútínu.

Aðsend

Hvað hefur mótað þig mest? Að búa erlendis í samtals tíu ár hefur verið lærdómsríkt og gefandi. Ég bjó í Sviss þegar ég var unglingur og flutti svo til London strax eftir menntaskóla og bjó þar í tvö ár. Síðustu sex ár hef ég síðan búið í Stokkhólmi og núna sl. átta mánuði hef ég búið á Marbella á Spáni. Að búa erlendis opnar sjóndeildarhringinn manns, maður kynnist allskonar fólki og kann að meta fjölbreytileikann. Mér finnst það líka hjálpa við að hrissta upp í hlutunum og koma í veg fyrir að maður festist í sömu sporunum þar sem maður þarf að takast á við ný verkefni, fara út fyrir þægindrammann og taka upp nýjar venjur. 

Að verða mamma var líka svakalega mótandi og stelpurnar mínar hafa mótað mig meira en mér hefði órað fyrir. Þær opnuðu fyrir nýja vídd af ást og kærleik.
Aðsend

Hvað ertu að hámhorfa á? Ég horfi ekki mikið á sjónvarpið en ég elska breska glæpaþætti, Sex and the city og Friends. Eins og er, Sex and the city sem var að detta inn á Netflix mér til mikillar ánægju og elska að horfa á einn þátt á kvöldinn, eitthvað alveg heilalaust og hjálpar mér að slaka á og tæma hugann.

Uppskrift að drauma sunnudegi? Byrja daginn á æfingu og góðum kaffibolla. Koma svo við í bakarí og gera góðan brunch, hanga með fjölskyldunni minni, fara í hjólatúr eða göngutúr með picnic, elda saman og horfa á bíómynd saman um kvöldið. Það jafnast ekkert á við samverustundir með mínu besta fólki.

Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Góð spurning! Það er ekkert eitt, bara lifa þessu fallega lífi til fulls, skapa gott líf fyrir fjölskylduna mína og skapa virði fyrir samfélagið.

Aðsend

Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég vildi óska að ég gæti gert eitthvað stórkostlegt en eina sem mér dettur í hug er það að amma mín kenndi mér að sauma nöfn í fjölskylduskírnarkjólinn sem ég myndi segja að væri kannski eitthvað sem gæti flokkast undir leyndan hæfileika því letrið þarf að vera agnarsmátt, saumað í skrautskrift og þráðurinn er hvítur og efnið er mjög þunnt.

Hvaða tungumál talarðu? Ég tala ensku og tel mig tala ágæta sænsku eftir að hafa búið þar sl. sex ár. En svo hitti ég íslenska lækna sem eru búin að búa þar í eitt ár og þau eru svona helmingi betri en ég þannig ég veit ekki alveg hversu góð ég er eftir allt saman. En ég get bjargað mér ágætlega og átt samræður um flest allt.

Besta heilræði sem þú hefur fengið? Ég var alin upp við það að gera ávallt sitt besta og tækla hluti með yfirvegun og hef bara alltaf tileinkað mér það.

Aðsend

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Kyssi og knúsa Sigurbjörgu mína sem trítlar inn til okkar og vekur mig yfirleitt fimm mínútum áður en vekjaraklukkan mín hringir. Svo fer ég fram á bað og fylli lófann af ísköldu vatn nokkrum sinnum og skvetti því framan í mig.

En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Kyssi Stebba góða nótt og tek djúpann andardrátt til að slaka á kerfinu.

Fyrsti kossinn? Ætli það hafi ekki verið í einhverju afmæli þegar farið var í „hryggbrotinn“ í 7. Bekk.

Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Amazing! Just let me know, otherwise we just chill at home <3

Hælar eða strigaskór? Strigaskór, það þarf eitthvað mikið að vera í gangi ef ég fer í hæla.

Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Góð spurning! Ég bara man það ekki, örugglega yfir einhverjum þætti.

Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Svalirnar okkar hér á Spáni. Við horfum beint út á Miðjarðarhafið og pálmatréin í garðinum. Ég sest alla morgna eftir að stelpurnar mínar fara í skólann með kaffibolla og fæ morgunsólina á mig í 15 mínútur áður en ég byrja að vinna. Besta sem ég veit.

Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Love on top með Beyonce.

Ertu A eða B týpa? Ég var alltaf B týpa en eftir að stelpurnar fæddust þá er ég miklu meiri A týpa og finnst yndislegt að vakna snemma og byrja daginn með þeim.

Ertu með eitthvað á bucket-lista? Í raun og veru reyni ég bara að lifa lífinu þannig að ég er að upplifa það sem mig langar mest að gera. Fyrir mér er góð heilsa hjá mér og fólkinu mínu númer eitt og svo vil ég reglulega prófa nýja hluti og læra eitthvað nýtt og að stíga út fyrir þægindarammann þar sem ég ögra sjálfri mér.


Hin hliðin er vikulegur viðstalsliður hjá Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kynnast einstaklingum úr öllum kimum þjóðfélagsins. Ábendingar um viðmælendur má senda á svavam@stod2.is.


Tengdar fréttir

„Ætla að verða 130 ára þannig að það er nægur tími til stefnu“

„Tíminn líður alveg rosalega hratt og ég hef tamið mér að bíða ekki eftir rétta tímanum eða tækifærinu til að láta sem flesta drauma mína rætast, því maður veit aldrei hvernig morgundagurinn verður og þá er gott að vera ekki með eftirsjá yfir því að hafa beðið með að gera eitthvað,“ segir athafnamaðurinn og hlaðvarpstjórnandinn Ásgeir Kolbeinsson sem stefnir að því að ná 130 ára aldri.

Geggjuð í karókí og býr yfir miklum sannfæringarkrafti

Þórhildur Þorkelsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri Brú Strategy ásamt því að halda úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmál, með vinkonu sinni Nadine Guðrúnu Yaghi. Þórhildur er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona um árabil.

Upplifði sig í framandi líkama fertug og ólétt

Marín Manda Magnúsdóttir starfar sem þáttastjórnandi og hugmyndasmiður í sjónvarpi ásamt því að halda úti hlaðvarpinu Spegilmyndin. Hún var landsþekkt söngkona og varð fyrirsæta aðeins nítján ára gömul en kúplaði sig út úr sviðsljósinu þegar fjölskyldulífið tók við.

Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki

Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.