Sveitin er að mestu leyti skipuð karlmönnum á aldursbilinu þrjátíu til fimmtugs. Meðal meðlima kórsins eru Andri Heiðar Kristinsson frumkvöðull, Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, Garðar Snæbjörnsson arkitekt, Guðfinnur Einarsson Bolvíkingur og Kristján Freyr Kristjánsson frumkvöðull og eiginmaður Höllu Hrundar Logadóttur forsetaframbjóðanda.
Kári Allanson er kórstjóri Esjunnar sem á sinn heimavöll í Háteigskirkju. Hér að neðan má sjá flutning sveitarinnar og einfalda kóreógrafíu samda af kórstjóranum sjálfum.