Lífið

Karla­kórinn Esja tók frægasta slagara Backstreet Boys

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Karlakórinn Esja er án efa einn flottasti kór landsins.
Karlakórinn Esja er án efa einn flottasti kór landsins. Esja

Karlakórinn Esja hélt Bangsasúputónleikana sína í Háteigskirkju um helgina og voru þeir vel sóttir. Mesta athygli vakti magnaður flutningur þeirra á frægasta slagara Backstreet Boys, I Want it That Way. Myndband af flutningnum á strákabandsslagaranum hefur vakið gríðarlega athygli. 

Sveitin er að mestu leyti skipuð karlmönnum á aldursbilinu þrjátíu til fimmtugs. Meðal meðlima kórsins eru Andri Heiðar Kristinsson frumkvöðull, Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, Garðar Snæbjörnsson arkitekt, Guðfinnur Einarsson Bolvíkingur og Kristján Freyr Kristjánsson frumkvöðull og eiginmaður Höllu Hrundar Logadóttur forsetaframbjóðanda.

Kári Allanson er kórstjóri Esjunnar sem á sinn heimavöll í Háteigskirkju. Hér að neðan má sjá flutning sveitarinnar og einfalda kóreógrafíu samda af kórstjóranum sjálfum.

Klippa: Karlakórinn Esja

Tengdar fréttir

28 syngjandi karlar í sama heita pottinum á Selfossi

Það var engin ládeyða hjá félögum í Karlakórnum Esju úr Reykjavík um helgina því á sama tíma og þeir fögnuðu útkomu nýrrar plötu brugðu þeir sér í bæjarferð á Flúðir og fengu sér hrossakjöt þar, og enduðu ferðina svo með söng og Mullersæfingum í sundlauginni á Selfossi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×