„Stundum finnst mér ég getað sigrað heiminn“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. apríl 2024 14:01 Helga Ólafsdóttir Helga Helga Ólafsdóttir, hönnuður og stjórnandi Hönnunarmars, hefur alla tíð verið mikið borgarbarn og ævintýragjörn. Helga var aðeins sautján ára gömul þegar hún flutti að heiman frá Akureyri og fór í Menntaskólann í Reykjavík. Hún segist verða óróleg þegar hún er á Íslandi og verði því að fara reglulega erlendis, eða einu sinni í mánuði. Helga er nýjasti gestur Marín Möndu í hlaðvarpi Spegilmyndarinnar og þar ræðir hún ýmislegt tengt hönnun í lífi og starfi og stóru hönnunarhátíðina sem framundan er. „Ég held ég sé búin að vera ferðast síðustu 15-20 ár í hverjum einasta mánuði eitthvert. Ég verð rosa óróleg þegar ég er á Íslandi og finnst mikilvægt að komast eitthvert. Oftast er það vinnutengt en annars bara til að hitta vini og kunningja út í heimi,“ segir Helga sem bætir við að hún hefur verið ötul við að taka börnin sín þrjú með í ferðalögin. Helga Á tímabili starfaði Helga mikið í Asíu, í Kína í framleiðslu sem henni þótti mjög lærdómsríkt. „Stundum finnst mér bara það eitt að setjast inn í flugvél, þá poppa upp tuttugu hugmyndir. Þetta er mjög sérstakt. Ég er rosa mikið borgarbarn og finnst gaman að vera í borgum og skoða mig um og njóta, borða góðan mat og fara í búðir. Ekkert endilega að versla bara skoða. Ég fór einu sinni til Japan sem er skemmtileg saga en ég var þar í tvær vikur ein að vinna og svo átti ég smá frítíma. Ég held ég hafi skoðað 25 búðir á hverjum einasta degi í tvær vikur. Ég hef bara rosalega mikinn áhuga á retail og hönnun og búðum,“ segir Helga og hlær. „Ég var ung farin að sjá fyrir mér og eftir menntaskóla flyt ég til Danmerkur og fer þar í hönnunarnám. Þar nýtti mér allt sem ég gat í því námi. Þannig að ég fór í skiptinám til London og hef alltaf verið að koma og fara. Nýtt öll tækifæri til þess að ferðast og sjá og skoða heiminn“, segir Helga. Eftir námið fór hún að starfa sem aðstoðar hönnuður í London fyrir tískumerkið All Saints. „Svo fer ég að eiga börn inn á milli og fer svo til Bandaríkjanna, bý þar og svo fer ég aftur til Danmerkur að vinna þar. Svo stofna ég mitt eigið fyrirtæki. Þá er ég komin til Íslands, og fer að hanna barnaföt Igló og Indí. Það voru ca 11 ár þar sem ég var að byggja það fyrirtæki upp og vinn í því að selja þær vörur alþjóðlega og við náðum að dreifa þeim um allan heim, í yfir 20 lönd á þessum tíma. Þá fer ég ekki bara að starfa við það að hanna heldur reka það fyrirtæki, sjá um framleiðslu, sjá um markaðsmál og byggja það fyrirtæki upp og við vorum með 25 starfsmenn á tímabili. Ekki bara á Íslandi heldur líka erlendis. Þannig að ég hef ansi víðtæka reynslu bæði í hönnun, rekstri og stjórnun og vöruþróun. Mér finnst ég bara kunna allskonar. Ég hef alltaf verið óhrædd að vaða í málin. Ég hef rosalega mikinn metnað og tvíeflist ef ég fæ eitthvað mótlæti,“ segir Helga. Stökk í djúpu laugina Helga tók við starfi stjórnanda Hönnunarmars í desember árið 2022 og segist hafa stokkið í djúpu laugina og náð að koma sér inn í mitt ferlið og klára skipulagninguna og framkvæmdina á hátíðinni í fyrra. „Allt árið erum við að vinna að þessu og erum nokkrar í teyminu og það stækkar sem nær dregur hátíð. Ég veit ekki hvort fólk áttar sig á því en þetta eru yfir 100 sýningar og yfir 200 viðburðir. Svo erum við að fá tugi erlendra gesta og erum líka með alþjóðlega ráðstefnu í Hörpunni og byrjun hátíðina á því. Ráðstefnuna DesignTalks. Þetta er ansi mikið skipulag og auðvitað er metnaðurinn sá að gera betur en síðast“, segir Helga sem nefnir að allar sýningar og viðburðir á Hönnunarmars eru opnir öllum án endurgjalds. Hátíðin sé hugsuð sem kynningarhátið fyrir alla hönnuði þvert á hönnunargreinar og arkitekta til þess að kynna verk sín og hugmyndir en einnig til þess að kveikja líf í borginni. Á hátíðinni er nýr viðburður sem heitir Invest and design sem snýr að hönnun, fjármálum og fjármögnun, en Helga bætti þeim viðburði við í fyrra þar sem hún taldi mikla þörf á því samtali. „Í bæði Svíþjóð og Danmörku sem eru svona löndin næst okkur þar er hönnun og fjármagn mjög tengt og það að fjárfesta í hönnuðum eða hönnunar fyrirtækjum er bara eins og að fjárfesta í fiski. Það kunnum við en á Íslandi er þetta samtal mjög ungt og það eru ekki mörg hönnunarfyrirtæki sem hafa fengið alvöru fjármögnun,“ segir Helga. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Spegilmyndin HönnunarMars Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Helga er nýjasti gestur Marín Möndu í hlaðvarpi Spegilmyndarinnar og þar ræðir hún ýmislegt tengt hönnun í lífi og starfi og stóru hönnunarhátíðina sem framundan er. „Ég held ég sé búin að vera ferðast síðustu 15-20 ár í hverjum einasta mánuði eitthvert. Ég verð rosa óróleg þegar ég er á Íslandi og finnst mikilvægt að komast eitthvert. Oftast er það vinnutengt en annars bara til að hitta vini og kunningja út í heimi,“ segir Helga sem bætir við að hún hefur verið ötul við að taka börnin sín þrjú með í ferðalögin. Helga Á tímabili starfaði Helga mikið í Asíu, í Kína í framleiðslu sem henni þótti mjög lærdómsríkt. „Stundum finnst mér bara það eitt að setjast inn í flugvél, þá poppa upp tuttugu hugmyndir. Þetta er mjög sérstakt. Ég er rosa mikið borgarbarn og finnst gaman að vera í borgum og skoða mig um og njóta, borða góðan mat og fara í búðir. Ekkert endilega að versla bara skoða. Ég fór einu sinni til Japan sem er skemmtileg saga en ég var þar í tvær vikur ein að vinna og svo átti ég smá frítíma. Ég held ég hafi skoðað 25 búðir á hverjum einasta degi í tvær vikur. Ég hef bara rosalega mikinn áhuga á retail og hönnun og búðum,“ segir Helga og hlær. „Ég var ung farin að sjá fyrir mér og eftir menntaskóla flyt ég til Danmerkur og fer þar í hönnunarnám. Þar nýtti mér allt sem ég gat í því námi. Þannig að ég fór í skiptinám til London og hef alltaf verið að koma og fara. Nýtt öll tækifæri til þess að ferðast og sjá og skoða heiminn“, segir Helga. Eftir námið fór hún að starfa sem aðstoðar hönnuður í London fyrir tískumerkið All Saints. „Svo fer ég að eiga börn inn á milli og fer svo til Bandaríkjanna, bý þar og svo fer ég aftur til Danmerkur að vinna þar. Svo stofna ég mitt eigið fyrirtæki. Þá er ég komin til Íslands, og fer að hanna barnaföt Igló og Indí. Það voru ca 11 ár þar sem ég var að byggja það fyrirtæki upp og vinn í því að selja þær vörur alþjóðlega og við náðum að dreifa þeim um allan heim, í yfir 20 lönd á þessum tíma. Þá fer ég ekki bara að starfa við það að hanna heldur reka það fyrirtæki, sjá um framleiðslu, sjá um markaðsmál og byggja það fyrirtæki upp og við vorum með 25 starfsmenn á tímabili. Ekki bara á Íslandi heldur líka erlendis. Þannig að ég hef ansi víðtæka reynslu bæði í hönnun, rekstri og stjórnun og vöruþróun. Mér finnst ég bara kunna allskonar. Ég hef alltaf verið óhrædd að vaða í málin. Ég hef rosalega mikinn metnað og tvíeflist ef ég fæ eitthvað mótlæti,“ segir Helga. Stökk í djúpu laugina Helga tók við starfi stjórnanda Hönnunarmars í desember árið 2022 og segist hafa stokkið í djúpu laugina og náð að koma sér inn í mitt ferlið og klára skipulagninguna og framkvæmdina á hátíðinni í fyrra. „Allt árið erum við að vinna að þessu og erum nokkrar í teyminu og það stækkar sem nær dregur hátíð. Ég veit ekki hvort fólk áttar sig á því en þetta eru yfir 100 sýningar og yfir 200 viðburðir. Svo erum við að fá tugi erlendra gesta og erum líka með alþjóðlega ráðstefnu í Hörpunni og byrjun hátíðina á því. Ráðstefnuna DesignTalks. Þetta er ansi mikið skipulag og auðvitað er metnaðurinn sá að gera betur en síðast“, segir Helga sem nefnir að allar sýningar og viðburðir á Hönnunarmars eru opnir öllum án endurgjalds. Hátíðin sé hugsuð sem kynningarhátið fyrir alla hönnuði þvert á hönnunargreinar og arkitekta til þess að kynna verk sín og hugmyndir en einnig til þess að kveikja líf í borginni. Á hátíðinni er nýr viðburður sem heitir Invest and design sem snýr að hönnun, fjármálum og fjármögnun, en Helga bætti þeim viðburði við í fyrra þar sem hún taldi mikla þörf á því samtali. „Í bæði Svíþjóð og Danmörku sem eru svona löndin næst okkur þar er hönnun og fjármagn mjög tengt og það að fjárfesta í hönnuðum eða hönnunar fyrirtækjum er bara eins og að fjárfesta í fiski. Það kunnum við en á Íslandi er þetta samtal mjög ungt og það eru ekki mörg hönnunarfyrirtæki sem hafa fengið alvöru fjármögnun,“ segir Helga. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Spegilmyndin HönnunarMars Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira