Uppgjörið: Keflavík - Breiðablik 2-1| Sami Kamel afgreiddi Blika Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 25. apríl 2024 18:31 vísir/diego Breiðablik freistaði þess að svara fyrir skellinn gegn Víkingi á sunnudaginn þegar liðið sótti Lengjudeildarlið Keflavíkur heim í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Þeim varð þó ekki kápan úr því klæðinu. Leikurinn fór fjörlega af stað og voru það Keflvíkingar sem byrjuðu leikinn af miklum krafti. Það dró strax til tíðinda á 13.mínútu en þá fengu heimamenn aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Breiðabliks. Að boltanum steig Sami Kamel og tók hann aukaspyrnuna frábærlega og smellti boltanum upp í samskeytin. Alveg óverjandi fyrir Brynjar Atla Bragason sem stóð í marki Breiðabliks. Breiðablik reyndi að sækja að marki Keflavíkur en þéttur varnarmúr heimamanna gerði þeim erfitt fyrir. Kristinn Steindórsson átti nokkrar tilraunir og meðal annars skoraði beint úr hornspyrnu um miðbik fyrri hálfleiks en dómarinn dæmdi Blikana brotlega inn í teig í baráttu sinni við Ásgeir Orra Magnússon. Keflavík hélt út og fóru inn í hálfleikinn með eins marks forystu. Breiðablik byrjaði seinni hálfleikinn á því að gera fjórfalda skiptingu. Halldór Árnason var greinilega ekki sáttur með það sem hann sá í fyrri hálfleik frá sínum mönnum og ákvað að bíða ekkert með að bregðast við. Það voru þó Keflvíkingar sem tvöfölduðu forystu sína með laglegu marki frá Sami Kamel sem var aftur á ferðinni með stórgóðu skoti út við stöng. Dagur Ingi Valsson pressaði Blikana vel og náði af þeim boltanum og kom honum á Sami Kamel sem smellti honum í fjær. Dagur Ingi Valsson fékk svo stórkostlega sendingu innfyrir vörn Breiðabliks og kláraði færið sitt vel en þá var búið að flagga rangstöðu sem við nánari athugun leiddi í ljós að var líklega ekki rangstaða. Dagur Ingi fékk gult spjald fyrir að sparka í boltann eftir flaut. Breiðablik minnkaði muninn á 75. mínútu en þar var að verki Kristófer Ingi Kristinsson. Flott sókn hjá Blikum en Kristófer sem hafði komið inn á sem varamaður þurfti að fara af velli eftir markið þar sem hann var farinn að kenna sér meins aftan í læri. Leikurinn fjaraði undan gestunum sem náðu ekki að koma inn öðru marki og fór svo að Keflavík sótti gríðarlega góðan sigur gegn Breiðablik og verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit. Atvik leiksins Keflavík kemst yfir með frábæru aukaspyrnumarki sem setti tóninn fyrri heimamenn. Einnig er hægt að nefna markið sem Dagur Ingi Valsson skorar og er líklega ranglega dæmt af vegna rangstöðu. Stjörnur og skúrkar Þarf sennilega ekkert að leita lengra en bara Sami Kamel sem stjörnu þessa leiks. Ótrúlegt að Keflavík hafi náð að halda í þennan leikmann því það eru klár gæði þarna. Skoraði tvö frábær mörk og ef hann verður í standi í sumar þá sé ég ekkert lið í Lengjudeildinni stöðva hann. Ísak Snær Þorvaldsson og Benjamin Stokke sýndu lítið sem ekkert í liði Breiðabliks í kvöld. Vonbrigðar kvöld fyrir þá félaga fremst. Dómarinn Elías Ingi Árnason hélt utan um flautuna í dag og honum til aðstoðar voru Andri Vigfússon og Rögnvaldur Þ. Höskuldsson. Fjórði dómari var Gunnar Freyr Róbertsson. Dómarar leiksins fannst mér eiga bara fínasta leik heilt yfir. Keflavík skorar þriðja mark sem mér fannst ranglega dæmt af en það kom ekki að sök. Það er mögulega það eina sem ég get sett út á teymið af einhverjum stórum dómi að dæma. Stemmingin og umgjörð Stemmningin var ágæt og allt í lagi mætt í stúkuna. Umgjörðin var alls ekki góð fyrir okkur fjölmiðlamenn. Skúrinn sem við vorum settir í var alls ekki góður hvað sýn á völlinn varðar. Þetta er eitthvað sem mun leysast þegar Keflavík mætir á sinn heimavöll því þar er þetta allt í topp standi. Viðtöl Halldór Árnason: „Þessi frammistaða var okkur sjálfum ekki til sóma“ Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks var virkilega ósáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Vonbrigði hvernig við byrjuðum þennan leik og hvernig menn nálguðust leikinn, hugarfar leikmanna. Ég veit ekki hvort það það sé eitthvað sem við í þjálfarateyminu hefðum getað gert betur til að mótivera menn eða hvort að þeir hefðu þurft að finna það innra með sér.“ Sagði Halldór svekktur eftir tapið í kvöld. „Frammistaðan í fyrri hálfleik var algjörlega óboðleg, sama hvernig á það er litið og þegar þú byrjar leik svona þó við höfum verið miklu betri í seinni en við vorum í fyrri að þá er mjög erfitt að koma til baka eftir svona dapra byrjun.“ Breiðablik gerði fjórfalda breytingu í hálfleiknum sem undirstrikaði kannski hversu ósáttur Halldór Árnason var með leik sinna manna í fyrri hálfleiknum. „Hugarfar leikmanna og hugarfar liðsins. Keflavík er mjög „direct“ lið og eru mjög góðir í því. Þeir setja boltann upp og reyna vinna fyrsta og vinna annan. Það skipti engu máli hvort við unnum fyrsta eða ekki því þeir unnu allaf annan. Við vorum langt frá mönnum og menn voru ekki með kveikt á sér, spöruðu hlaupin og voru hægir á boltann. Við ætluðum að blanda saman að spila stutt og svo fara langt en þetta var alltaf bara sama hæga flata spilið og ég er bara mjög vonsvikin með frammistöðuna.“ Halldóri fannst munurinn á liðunum helst liggja í því að Keflvíkingar voru tilbúnir í leikinn á meðan hans menn voru það ekki. „Þeir voru bara mættir í leikinn. Þeir eru að byrja tímabilið sitt og spila á móti liði í efstu deild og mæta bara alvöru gíraðir í leikinn á meðan við af einhvejrum ástæðum vorum ennþá að spila síðasta leik eða farnir að spila næsta leik því við vorum alls ekki með hausinn í þessum leik í fyrri hálfleik hérna í kvöld. Hrós til Keflvíkingana, þeir voru kröftugir og öflugir en þessi frammistaða var okkur sjálfum ekki til sóma.“ Höskuldur Gunnlaugsson: „Mættum bara ekki með það orkustig og viðhorf sem þarf“ „Mikið svekkelsi og drullu pirrandi. Þetta er alls ekki það sem við ætluðum okkur. Við berum mikla virðingu fyrir bikarnum, þetta er ótrúlega skemmtileg keppni og þýðingarmikil og þetta er bara óboðlegt fyrir sjálfa okkur, stuðningsmennina okkar og bara okkur sjálfa. Þetta var bara lélegt.“ Sagði Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn í kvöld. Höskuldi fannst Keflavík mæta betur undirbúnir í þennan leik og vera hungraðari. „Mér finnst það liggja bara í því hvernig við mætum til leiks. Þeir eru fyrstir á alla bolta, fórnfúsari, meiri dugnaður og sýndu bara eins og þeir væru hungraðari í þetta. Skora tvö góð mörk og það er bara erfitt þegar maður er búin að grafa sig í holu að fara klóra sig upp úr henni og það varð raunin.“ Aðspurður um hvort það væri erfiðara að mæta liðum í neðri deildum vildi Höskuldur ekkert taka af Keflvíkingum. „Ég tek ekkert af Keflavík og alls ekkert vanmat hjá okkur. Við vitum hvers konar lið þeir eru og þeir eru hörku lið og sérstaklega erfiðir að eiga við hérna á Reykjanesinu. Við höfum áður fundið fyrir því svo það var ekkert sem átti að koma okkur á óvart hvernig þeir myndu mæta til leiks og hversu erfitt þetta yrði. Við bara mættum ekki með það orkustig og það viðhorf sem þarf að vera til staðar áður en einhver fagurfræði á að koma til sögunnar.“ Breiðablik hefur nú tapað síðustu tveim leikjum sínum en Höskuldur vildi þó ekki segja að það væru einhverjar viðvörunarbjöllur farnar að hringja enn. „Nei, þetta er náttúrulega bara „alarm“ að því leytinu til að þetta er bara ekki nógu gott. Við förum ekkert að „panic-a“ og sem betur fer er stutt í næsta leik og sem betur fer er það bara alvöru leikur á Meistaravöllum. Stutt í þann leik og menn geta pirrað sig á þessu í kvöld en sömuleiðis þá þurfum við bara allir sem einn að líta í spegil og grafa djúpt og mæta með þessi grunn atriði til staðar.“ Mjólkurbikar karla Keflavík ÍF Breiðablik
Breiðablik freistaði þess að svara fyrir skellinn gegn Víkingi á sunnudaginn þegar liðið sótti Lengjudeildarlið Keflavíkur heim í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Þeim varð þó ekki kápan úr því klæðinu. Leikurinn fór fjörlega af stað og voru það Keflvíkingar sem byrjuðu leikinn af miklum krafti. Það dró strax til tíðinda á 13.mínútu en þá fengu heimamenn aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Breiðabliks. Að boltanum steig Sami Kamel og tók hann aukaspyrnuna frábærlega og smellti boltanum upp í samskeytin. Alveg óverjandi fyrir Brynjar Atla Bragason sem stóð í marki Breiðabliks. Breiðablik reyndi að sækja að marki Keflavíkur en þéttur varnarmúr heimamanna gerði þeim erfitt fyrir. Kristinn Steindórsson átti nokkrar tilraunir og meðal annars skoraði beint úr hornspyrnu um miðbik fyrri hálfleiks en dómarinn dæmdi Blikana brotlega inn í teig í baráttu sinni við Ásgeir Orra Magnússon. Keflavík hélt út og fóru inn í hálfleikinn með eins marks forystu. Breiðablik byrjaði seinni hálfleikinn á því að gera fjórfalda skiptingu. Halldór Árnason var greinilega ekki sáttur með það sem hann sá í fyrri hálfleik frá sínum mönnum og ákvað að bíða ekkert með að bregðast við. Það voru þó Keflvíkingar sem tvöfölduðu forystu sína með laglegu marki frá Sami Kamel sem var aftur á ferðinni með stórgóðu skoti út við stöng. Dagur Ingi Valsson pressaði Blikana vel og náði af þeim boltanum og kom honum á Sami Kamel sem smellti honum í fjær. Dagur Ingi Valsson fékk svo stórkostlega sendingu innfyrir vörn Breiðabliks og kláraði færið sitt vel en þá var búið að flagga rangstöðu sem við nánari athugun leiddi í ljós að var líklega ekki rangstaða. Dagur Ingi fékk gult spjald fyrir að sparka í boltann eftir flaut. Breiðablik minnkaði muninn á 75. mínútu en þar var að verki Kristófer Ingi Kristinsson. Flott sókn hjá Blikum en Kristófer sem hafði komið inn á sem varamaður þurfti að fara af velli eftir markið þar sem hann var farinn að kenna sér meins aftan í læri. Leikurinn fjaraði undan gestunum sem náðu ekki að koma inn öðru marki og fór svo að Keflavík sótti gríðarlega góðan sigur gegn Breiðablik og verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit. Atvik leiksins Keflavík kemst yfir með frábæru aukaspyrnumarki sem setti tóninn fyrri heimamenn. Einnig er hægt að nefna markið sem Dagur Ingi Valsson skorar og er líklega ranglega dæmt af vegna rangstöðu. Stjörnur og skúrkar Þarf sennilega ekkert að leita lengra en bara Sami Kamel sem stjörnu þessa leiks. Ótrúlegt að Keflavík hafi náð að halda í þennan leikmann því það eru klár gæði þarna. Skoraði tvö frábær mörk og ef hann verður í standi í sumar þá sé ég ekkert lið í Lengjudeildinni stöðva hann. Ísak Snær Þorvaldsson og Benjamin Stokke sýndu lítið sem ekkert í liði Breiðabliks í kvöld. Vonbrigðar kvöld fyrir þá félaga fremst. Dómarinn Elías Ingi Árnason hélt utan um flautuna í dag og honum til aðstoðar voru Andri Vigfússon og Rögnvaldur Þ. Höskuldsson. Fjórði dómari var Gunnar Freyr Róbertsson. Dómarar leiksins fannst mér eiga bara fínasta leik heilt yfir. Keflavík skorar þriðja mark sem mér fannst ranglega dæmt af en það kom ekki að sök. Það er mögulega það eina sem ég get sett út á teymið af einhverjum stórum dómi að dæma. Stemmingin og umgjörð Stemmningin var ágæt og allt í lagi mætt í stúkuna. Umgjörðin var alls ekki góð fyrir okkur fjölmiðlamenn. Skúrinn sem við vorum settir í var alls ekki góður hvað sýn á völlinn varðar. Þetta er eitthvað sem mun leysast þegar Keflavík mætir á sinn heimavöll því þar er þetta allt í topp standi. Viðtöl Halldór Árnason: „Þessi frammistaða var okkur sjálfum ekki til sóma“ Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks var virkilega ósáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Vonbrigði hvernig við byrjuðum þennan leik og hvernig menn nálguðust leikinn, hugarfar leikmanna. Ég veit ekki hvort það það sé eitthvað sem við í þjálfarateyminu hefðum getað gert betur til að mótivera menn eða hvort að þeir hefðu þurft að finna það innra með sér.“ Sagði Halldór svekktur eftir tapið í kvöld. „Frammistaðan í fyrri hálfleik var algjörlega óboðleg, sama hvernig á það er litið og þegar þú byrjar leik svona þó við höfum verið miklu betri í seinni en við vorum í fyrri að þá er mjög erfitt að koma til baka eftir svona dapra byrjun.“ Breiðablik gerði fjórfalda breytingu í hálfleiknum sem undirstrikaði kannski hversu ósáttur Halldór Árnason var með leik sinna manna í fyrri hálfleiknum. „Hugarfar leikmanna og hugarfar liðsins. Keflavík er mjög „direct“ lið og eru mjög góðir í því. Þeir setja boltann upp og reyna vinna fyrsta og vinna annan. Það skipti engu máli hvort við unnum fyrsta eða ekki því þeir unnu allaf annan. Við vorum langt frá mönnum og menn voru ekki með kveikt á sér, spöruðu hlaupin og voru hægir á boltann. Við ætluðum að blanda saman að spila stutt og svo fara langt en þetta var alltaf bara sama hæga flata spilið og ég er bara mjög vonsvikin með frammistöðuna.“ Halldóri fannst munurinn á liðunum helst liggja í því að Keflvíkingar voru tilbúnir í leikinn á meðan hans menn voru það ekki. „Þeir voru bara mættir í leikinn. Þeir eru að byrja tímabilið sitt og spila á móti liði í efstu deild og mæta bara alvöru gíraðir í leikinn á meðan við af einhvejrum ástæðum vorum ennþá að spila síðasta leik eða farnir að spila næsta leik því við vorum alls ekki með hausinn í þessum leik í fyrri hálfleik hérna í kvöld. Hrós til Keflvíkingana, þeir voru kröftugir og öflugir en þessi frammistaða var okkur sjálfum ekki til sóma.“ Höskuldur Gunnlaugsson: „Mættum bara ekki með það orkustig og viðhorf sem þarf“ „Mikið svekkelsi og drullu pirrandi. Þetta er alls ekki það sem við ætluðum okkur. Við berum mikla virðingu fyrir bikarnum, þetta er ótrúlega skemmtileg keppni og þýðingarmikil og þetta er bara óboðlegt fyrir sjálfa okkur, stuðningsmennina okkar og bara okkur sjálfa. Þetta var bara lélegt.“ Sagði Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn í kvöld. Höskuldi fannst Keflavík mæta betur undirbúnir í þennan leik og vera hungraðari. „Mér finnst það liggja bara í því hvernig við mætum til leiks. Þeir eru fyrstir á alla bolta, fórnfúsari, meiri dugnaður og sýndu bara eins og þeir væru hungraðari í þetta. Skora tvö góð mörk og það er bara erfitt þegar maður er búin að grafa sig í holu að fara klóra sig upp úr henni og það varð raunin.“ Aðspurður um hvort það væri erfiðara að mæta liðum í neðri deildum vildi Höskuldur ekkert taka af Keflvíkingum. „Ég tek ekkert af Keflavík og alls ekkert vanmat hjá okkur. Við vitum hvers konar lið þeir eru og þeir eru hörku lið og sérstaklega erfiðir að eiga við hérna á Reykjanesinu. Við höfum áður fundið fyrir því svo það var ekkert sem átti að koma okkur á óvart hvernig þeir myndu mæta til leiks og hversu erfitt þetta yrði. Við bara mættum ekki með það orkustig og það viðhorf sem þarf að vera til staðar áður en einhver fagurfræði á að koma til sögunnar.“ Breiðablik hefur nú tapað síðustu tveim leikjum sínum en Höskuldur vildi þó ekki segja að það væru einhverjar viðvörunarbjöllur farnar að hringja enn. „Nei, þetta er náttúrulega bara „alarm“ að því leytinu til að þetta er bara ekki nógu gott. Við förum ekkert að „panic-a“ og sem betur fer er stutt í næsta leik og sem betur fer er það bara alvöru leikur á Meistaravöllum. Stutt í þann leik og menn geta pirrað sig á þessu í kvöld en sömuleiðis þá þurfum við bara allir sem einn að líta í spegil og grafa djúpt og mæta með þessi grunn atriði til staðar.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti