„Á sama tíma í fyrra held ég að þetta hafi verið gult“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. apríl 2024 22:33 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Hulda Margrét Heimir Guðjónsson var svekktur með 3-0 tap FH gegn Val í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Hann ræddi leikinn allan, rauða spjaldið sem hefði að hans mati ekki farið á loft í fyrra og félagaskiptaglugga FH við blaðamenn eftir leik. „Fyrri hálfleikur varnarlega var ekki nógu góður. Valur er með góða fótboltamenn og við gáfum þeim allt of mikið pláss til að spila. Ef þú gerir það er voðinn vís. Skrítið að segja það en mér fannst við oft á tíðum góðir sóknarlega. Fengum mikið af opnunum en náðum ekki að nýta það nógu vel. Fáum mark eftir þrjár mínútur úr hornspyrnu, það gaf svolítið tóninn en við héldum áfram og reyndum.“ Fóru oft illa með góðar stöður FH skapaði sér oft á tíðum góðar stöður og komst nokkrum sinnum í fín færi. Hefði verið hægt að gera betur sóknarlega? „Bæði í uppspili og í skyndisóknum fengum við mikið af möguleikum. Vantaði oft betri ákvarðanatöku á síðasta þriðjung.“ Valur mætti til leiks með nýtt leikskipulag. Spiluðu með þrjá miðverði, Birkir Már og Jónatan Ingi í vængbakvörðum. Aron Jóhannsson, Kristinn Freyr og Gylfi Sigurðsson á miðjunni. Kom uppleggið á óvart? „Já, Valur hefur yfirleitt spilað í fjögurra manna. Við náðum að lesa þetta fljótlega. Vandamálið var ekki kerfið sem þeir spila, við vorum bara ekki nógu nálægt þeim. Ekki nógu góð pressa á manninn með boltann og þeir fengu of mikinn tíma.“ Grétar Snær Gunnarsson fékk beint rautt spjald fyrir groddatæklingu undir lok leiks. Heimir var þeirrar skoðunar að fyrir ári síðan hefði hann fengið gult spjald. „Eins og þetta er búið að vera síðan mótið byrjaði kom ekki á óvart að þetta væri rautt spjald. Á sama tíma í fyrra held ég að þetta hafi verið gult“ Dæmi nú hver fyrir sig en atvikið má sjá hér fyrir neðan. FH ingar kláruðu leikinn manni færri eftir að Grétar Snær Gunnarsson fékk rautt spjald, 14 mínútum eftir að hann kom inn á af varamannabekknum. Leiknum er lokið með 3-0 sigri Vals sem flýgur áfram í 16-liða úrslitin @mjolkurbikarinn pic.twitter.com/rrpnvkKmTj— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 24, 2024 Vonar að verðmiðinn hafi verið hár FH fékk Bjarna Guðjón frá Val fyrr í dag. Hörður Ingi fór til Vals í staðinn. Þá fór Haraldur Ásgrímsson frá FH til Fram. Er von á frekari tíðindum fyrir miðnætti? „Nei, við erum búnir. Halli vildi fara, var ósáttur við mínúturnar. Ég er bara þannig gerður, ef menn vilja fara og fæst rétt verð fyrir þá. Þá leyfi ég mönnum að fara. Hörður líka, það er bara staðan.“ Það hefur lengi verið vitað að Haraldur vildi fara, eins og Heimir segir. Það sem er talið hafa staðið í vegi fyrir félagaskiptunum hingað til var hár verðmiði sem FH óskaði. „Ég vildi að ég gæti tjáð mig um það en þú verður að spyrja yfirmann knattspyrnumála að því. Ég ætla að vona að hann hafi verið hár“ sagði Heimir að lokum. Mjólkurbikar karla FH Tengdar fréttir Áhugaverður skiptidíll FH og Vals á leikdag FH og Valur hafa fengið leikmann á láni frá hvoru öðru í Bestu deild karla. Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld. 24. apríl 2024 18:47 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
„Fyrri hálfleikur varnarlega var ekki nógu góður. Valur er með góða fótboltamenn og við gáfum þeim allt of mikið pláss til að spila. Ef þú gerir það er voðinn vís. Skrítið að segja það en mér fannst við oft á tíðum góðir sóknarlega. Fengum mikið af opnunum en náðum ekki að nýta það nógu vel. Fáum mark eftir þrjár mínútur úr hornspyrnu, það gaf svolítið tóninn en við héldum áfram og reyndum.“ Fóru oft illa með góðar stöður FH skapaði sér oft á tíðum góðar stöður og komst nokkrum sinnum í fín færi. Hefði verið hægt að gera betur sóknarlega? „Bæði í uppspili og í skyndisóknum fengum við mikið af möguleikum. Vantaði oft betri ákvarðanatöku á síðasta þriðjung.“ Valur mætti til leiks með nýtt leikskipulag. Spiluðu með þrjá miðverði, Birkir Már og Jónatan Ingi í vængbakvörðum. Aron Jóhannsson, Kristinn Freyr og Gylfi Sigurðsson á miðjunni. Kom uppleggið á óvart? „Já, Valur hefur yfirleitt spilað í fjögurra manna. Við náðum að lesa þetta fljótlega. Vandamálið var ekki kerfið sem þeir spila, við vorum bara ekki nógu nálægt þeim. Ekki nógu góð pressa á manninn með boltann og þeir fengu of mikinn tíma.“ Grétar Snær Gunnarsson fékk beint rautt spjald fyrir groddatæklingu undir lok leiks. Heimir var þeirrar skoðunar að fyrir ári síðan hefði hann fengið gult spjald. „Eins og þetta er búið að vera síðan mótið byrjaði kom ekki á óvart að þetta væri rautt spjald. Á sama tíma í fyrra held ég að þetta hafi verið gult“ Dæmi nú hver fyrir sig en atvikið má sjá hér fyrir neðan. FH ingar kláruðu leikinn manni færri eftir að Grétar Snær Gunnarsson fékk rautt spjald, 14 mínútum eftir að hann kom inn á af varamannabekknum. Leiknum er lokið með 3-0 sigri Vals sem flýgur áfram í 16-liða úrslitin @mjolkurbikarinn pic.twitter.com/rrpnvkKmTj— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 24, 2024 Vonar að verðmiðinn hafi verið hár FH fékk Bjarna Guðjón frá Val fyrr í dag. Hörður Ingi fór til Vals í staðinn. Þá fór Haraldur Ásgrímsson frá FH til Fram. Er von á frekari tíðindum fyrir miðnætti? „Nei, við erum búnir. Halli vildi fara, var ósáttur við mínúturnar. Ég er bara þannig gerður, ef menn vilja fara og fæst rétt verð fyrir þá. Þá leyfi ég mönnum að fara. Hörður líka, það er bara staðan.“ Það hefur lengi verið vitað að Haraldur vildi fara, eins og Heimir segir. Það sem er talið hafa staðið í vegi fyrir félagaskiptunum hingað til var hár verðmiði sem FH óskaði. „Ég vildi að ég gæti tjáð mig um það en þú verður að spyrja yfirmann knattspyrnumála að því. Ég ætla að vona að hann hafi verið hár“ sagði Heimir að lokum.
Mjólkurbikar karla FH Tengdar fréttir Áhugaverður skiptidíll FH og Vals á leikdag FH og Valur hafa fengið leikmann á láni frá hvoru öðru í Bestu deild karla. Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld. 24. apríl 2024 18:47 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Áhugaverður skiptidíll FH og Vals á leikdag FH og Valur hafa fengið leikmann á láni frá hvoru öðru í Bestu deild karla. Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld. 24. apríl 2024 18:47