Lífið

Ætlað að auka um­ræðu og sýni­leika leið­sögu­hunda

Atli Ísleifsson skrifar
Verkefninu var hleypt af stokkunum á miðvikudaginn.
Verkefninu var hleypt af stokkunum á miðvikudaginn. Blindrafélagið

Blindrafélagið hefur farið af stað með verkefnið Vinir leiðsöguhunda sem ætlað að er að auka umræðu og sýnileika leiðsöguhunda, auka virkni notenda þeirra og hvetja til þátttöku í samfélaginu.

Í tilefni af Alþjóðadegi leiðsöguhunda á miðvikudaginn fékk Blindrafélagið Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands í heimsókn.

Í tilkynningu segir að Guðni hafi afhent Bónus sérstaka viðurkenningu fyrir gott samstarf við Blindrafélagið og Blindravinnustofuna ásamt límmiða fyrir nýja verkefnið.

„Verkefnið Vinir leiðsöguhunda hefur þann tilgang að auka umræðu og sýnileika leiðsöguhunda, auka virkni notenda þeirra og hvetja til þátttöku í samfélaginu. Þátttaka er fyrirtækjum að kostnaðarlausu. Þátttaka fyrirtækja felst í því að bjóða leiðsöguhunda og notendur velkomna og tilkynna það með sérstökum límmiða í glugga, birta mynd á vef, segja frá á samfélagsmiðlum o.s.frv.

Límmiðinn inniheldur aðgengilegan QR kóða þar sem bæði blindir og sjónskertir sem og sjáandi geta kynnt sér verkefnið,“ segir í tilkynningunni.

Segir að það skipti miklu máli að viðhalda verkefni leiðsöguhundanna enda mikilvægt að geta úthlutað leiðsöguhundum til nýrra notenda sem og þeirra sem hafi verið með hund sem sé farinn á eftirlaun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.