Enn ein vonbrigðin fyrir United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2024 15:55 Jóhann Berg Guðmundsson fagnar með Zeki Amdouni eftir að sá síðarnefndi jafnaði fyrir Burnley gegn Manchester United. getty/Gareth Copley Manchester United og Burnley skildu jöfn, 1-1, á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jóhann Berg Guðmundsson lék síðustu átján mínúturnar fyrir Burnley. Antony kom United yfir á 79. mínútu með sínu fyrsta deildarmarki á tímabilinu en Zeki Amdouni jafnaði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. United er í 6. sæti deildarinnar með 54 stig en Burnley í nítjánda og næstneðsta sætinu með 24 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð fjörugur. Bruno Fernandes, fyrirliði United, var nálægt því að koma sínum mönnum yfir á 19. mínútu en skaut í stöng. Lyle Foster var líklegastur gestanna en hann átti þrjú skot sem André Onana varði öll. Seinni hálfleikurinn var öllu rólegri, allavega framan af. Liðin komust oft í álitlegar stöður en náðu ekki að gera sér mat úr þeim. Á 79. mínútu braut Antony ísinn þegar hann slapp í gegn eftir mistök Sanders Berge og skoraði framhjá Arijanet Muric í marki Burnley. Þremur mínútum fyrir leikslok jafnaði Amdouni úr víti sem hann fékk sjálfur. Casemiro reyndi að skalla boltann til baka á Onana en skallinn var of laus. Onana kom út úr markinu en sló Amdouni niður. Hann fór sjálfur á punktinn og skoraði. Bæði lið reyndu hvað þau gátu að skora undir lok leiks en Muric og Onana voru á tánum og vörðu þau skot sem komu á markið. Lokatölur 1-1. Enski boltinn
Manchester United og Burnley skildu jöfn, 1-1, á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jóhann Berg Guðmundsson lék síðustu átján mínúturnar fyrir Burnley. Antony kom United yfir á 79. mínútu með sínu fyrsta deildarmarki á tímabilinu en Zeki Amdouni jafnaði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. United er í 6. sæti deildarinnar með 54 stig en Burnley í nítjánda og næstneðsta sætinu með 24 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð fjörugur. Bruno Fernandes, fyrirliði United, var nálægt því að koma sínum mönnum yfir á 19. mínútu en skaut í stöng. Lyle Foster var líklegastur gestanna en hann átti þrjú skot sem André Onana varði öll. Seinni hálfleikurinn var öllu rólegri, allavega framan af. Liðin komust oft í álitlegar stöður en náðu ekki að gera sér mat úr þeim. Á 79. mínútu braut Antony ísinn þegar hann slapp í gegn eftir mistök Sanders Berge og skoraði framhjá Arijanet Muric í marki Burnley. Þremur mínútum fyrir leikslok jafnaði Amdouni úr víti sem hann fékk sjálfur. Casemiro reyndi að skalla boltann til baka á Onana en skallinn var of laus. Onana kom út úr markinu en sló Amdouni niður. Hann fór sjálfur á punktinn og skoraði. Bæði lið reyndu hvað þau gátu að skora undir lok leiks en Muric og Onana voru á tánum og vörðu þau skot sem komu á markið. Lokatölur 1-1.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti