Síðasta æfingin hjá Anníe Mist með bumbubúann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2024 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir hefur gert ótrúlegustu æfingar þrátt fyrir að vera komin næstum því níu mánuði á leið. @anniethorisdottir Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir hefur æft af miklum krafti alla meðgönguna en núna eru liðnir næstum því níu mánuðir og því að koma að stóru stundinni. Anníe á von á strák sem á að koma í heiminn í byrjun maí. Hún sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að nú sé komið að því að koma krílinu í heiminn. „Síðasta æfingin mín með bumbubúann. Á næstu æfingu verður hann við hlið mér,“ skrifaði Anníe Mist. Íslenska CrossFit goðsögnin hefur sýnt myndbönd af sér æfa af krafti alla meðgönguna. Þeir sem voru hissa að sjá hana gera hina ýmsu æfingar eins og handahlaup, handstöðu og göngu á höndum þegar hún var komin fimm, sex eða sjö mánuði á leið hafa séð hana halda því áfram á áttunda og níunda mánuði meðgöngunnar. Anníe varð líka að kóróna þetta á lokaæfingunni sinni. „Þetta var þægileg æfing á rafhjólinu en svo varð ég bara að sjá hvort ég þyrfti ekki að koma nokkrum handahlaupum út úr kerfinu,“ skrifaði Anníe og sýndi mynd af sér taka nokkur handahlaup komin næstum því níu mánuði á leið. Það má einnig sjá hana í handstöðu. „Tilfinningaþrunginn dagur en góður dagur,“ skrifaði Anníe. Hún Frederik Ægidius og Freyja Mist bíða nú eftir að drengurinn komi í heiminn. „Síðasti dagurinn þar sem eru bara þrír í fjölskyldunni og við getum ekki beðið eftir því að sjá þann litla,“ skrifaði Anníe. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Sjá meira
Anníe á von á strák sem á að koma í heiminn í byrjun maí. Hún sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að nú sé komið að því að koma krílinu í heiminn. „Síðasta æfingin mín með bumbubúann. Á næstu æfingu verður hann við hlið mér,“ skrifaði Anníe Mist. Íslenska CrossFit goðsögnin hefur sýnt myndbönd af sér æfa af krafti alla meðgönguna. Þeir sem voru hissa að sjá hana gera hina ýmsu æfingar eins og handahlaup, handstöðu og göngu á höndum þegar hún var komin fimm, sex eða sjö mánuði á leið hafa séð hana halda því áfram á áttunda og níunda mánuði meðgöngunnar. Anníe varð líka að kóróna þetta á lokaæfingunni sinni. „Þetta var þægileg æfing á rafhjólinu en svo varð ég bara að sjá hvort ég þyrfti ekki að koma nokkrum handahlaupum út úr kerfinu,“ skrifaði Anníe og sýndi mynd af sér taka nokkur handahlaup komin næstum því níu mánuði á leið. Það má einnig sjá hana í handstöðu. „Tilfinningaþrunginn dagur en góður dagur,“ skrifaði Anníe. Hún Frederik Ægidius og Freyja Mist bíða nú eftir að drengurinn komi í heiminn. „Síðasti dagurinn þar sem eru bara þrír í fjölskyldunni og við getum ekki beðið eftir því að sjá þann litla,“ skrifaði Anníe. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Sjá meira