Elín Jóna færir sig á milli félaga á Jótlandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2024 21:45 Elín Jóna verður áfram í Danmörku. Vísir/Anton Brink Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þórsteinsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við danska efstu deildarliðið Árósir United. Hún lék áður með EH Álaborg en liðið tryggði sér sæti í efstu deild á nýafstöðnu tímabili. Elín Jóna hefur undanfarin ár verið einn albesti handboltamarkvörður Íslands og fór nýverið á kostum með landsliðinu. Hún semur nú við lið sem er í góðu sambandi við íslenska leikmenn. Birna Berg Haraldsdóttir spilaði með liðinu frá 2017 til 2019 og Thea Imani Sturludóttir lék með félaginu frá sumrinu 2020 til janúar 2021. Á vefsíðu félagsins segir Elín Jóna spennt fyrir nýrri áskorun og að henni lítist vel á hugmyndir íþróttastjóra félagsins, Bjarne Jakobsen. „Ég hef ákveðið að skipta yfir til Árósa United þar sem það er spennandi verkefni í gangi og félagið hefur mikinn metnað. Ég er spennt fyrir nýrri áskorun og að halda áfram að þroskast,“ sagði hin 27 ára gamla Elín meðal annars í sínu fyrsta viðtali sem leikmaður Árósa United. „Í Elínu erum við að fá hæfileikaríkan markvörð sem gefur alltaf 100 prósent. Hún og Sabine Englert eiga án efa eftir að mynda frábært tvíeyki í markinu. Þá er frábært að félagið geti sótt leikmenn í þeim gæðaflokki sem Elín er í,“ sagði íþróttasjórinn Bjarne um komu landsliðsmarkvarðar Íslands. Elín hefur spilað í Danmörku síðan árið 2018 en þar áður spilaði hún með Gróttu og Haukum hér á landi. Handbolti Danski handboltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Elín Jóna hefur undanfarin ár verið einn albesti handboltamarkvörður Íslands og fór nýverið á kostum með landsliðinu. Hún semur nú við lið sem er í góðu sambandi við íslenska leikmenn. Birna Berg Haraldsdóttir spilaði með liðinu frá 2017 til 2019 og Thea Imani Sturludóttir lék með félaginu frá sumrinu 2020 til janúar 2021. Á vefsíðu félagsins segir Elín Jóna spennt fyrir nýrri áskorun og að henni lítist vel á hugmyndir íþróttastjóra félagsins, Bjarne Jakobsen. „Ég hef ákveðið að skipta yfir til Árósa United þar sem það er spennandi verkefni í gangi og félagið hefur mikinn metnað. Ég er spennt fyrir nýrri áskorun og að halda áfram að þroskast,“ sagði hin 27 ára gamla Elín meðal annars í sínu fyrsta viðtali sem leikmaður Árósa United. „Í Elínu erum við að fá hæfileikaríkan markvörð sem gefur alltaf 100 prósent. Hún og Sabine Englert eiga án efa eftir að mynda frábært tvíeyki í markinu. Þá er frábært að félagið geti sótt leikmenn í þeim gæðaflokki sem Elín er í,“ sagði íþróttasjórinn Bjarne um komu landsliðsmarkvarðar Íslands. Elín hefur spilað í Danmörku síðan árið 2018 en þar áður spilaði hún með Gróttu og Haukum hér á landi.
Handbolti Danski handboltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira