„Hef aldrei séð markmann fá gult spjald fyrir leiktöf eftir átta sek“ Árni Gísli Magnússon skrifar 5. maí 2024 20:05 KR hefur ekki unnið síðan í 2. umferð. vísir/anton brink Gregg Ryder, þjálfari KR, var vonsvikinn eftir 1-1 jafntefli gegn KA á Akureyri í dag en KR-ingar voru 1-0 yfir þegar stundarfjóðungur lifði leiks en misstu mann af velli og fengu jöfnunarmark á sig í kjölfarið. „Vonsvikinn. Okkur finnst auðvitað eins og við hefðum átt að vinna leikinn, frammistaðan verðskuldaði þrjú stig, þannig við erum með vonsviknir á endanum að hafa ekki unnið. Í vissum aðstæðum verður maður að sætta sig við eitt stig, þegar við missum mann af velli, við tökum stigið og stórt hrós á strákana fyrir hugarfarið þegar við erum orðnir einum færri því við aðlöguðumst aðstæðum vel og grófum djúpt og er virkilega stoltur af þeim.“ Leikurinn var endanna á milli og alltaf mikið í gangi á vellinum hvort sem boltinn var í leik eða ekki. „Ég hefði reyndar viljað hafa smá meiri ákefð í leiknum á köflum en heilt yfir held ég að þetta sé góð frammistaða hjá okkur. Sérstaklega í fyrri hálfleik vorum við góðir en duttum kannski aðeins niður í seinni hálfleik, ég þarf að skoða það aftur, en við áttum að vera búnir að ganga frá leiknum í hálfleik, við erum vonsviknir að svo var ekki, við gerðum ekki mikið af mistökum í seinni hálfleik en við þurfum bara að klára leikinn.“ Guy Smit fékk sitt seinna gula spjald á 73. mínútu fyrir leiktöf en aðeins tveimur mínútum áður fékk hann gult spjald fyrir brot utan teigs sem hefði auðveldlega getað kostað liðið mark eða jafnvel verið beint rautt spjald. Gregg hafði sitt hvað að segja um málið. „Ég hef aldrei nokkurn tíma á ævinni séð markmann fá gult spjad fyrir leiktöf eftir átta sekúndur, átta sekúndur á milli þess sem hann setur boltann niður og fær svo sitt seinna gula spjald, aldrei hef ég nokkurn tíma séð þetta. Þegar lið er 1-0 yfir og 75 mínútur búnar mun markmaðurinn auðvitað taka 8,9,10 sekúndur, og það er ekki of langt vegna þess að við gerðum það út leikinn og hinn markmaðurinn okkar fékk ekki spjald. Þetta er brjáluð ákvörðun.“ Hvað getur Gregg tekið jákvætt út úr leiknum? „Fullt af jákvæðum hlutum. Frammistaðan í fyrri hálfleik mjög góð, fótboltalega séð litum við við mjög vel út og sýndum flotta hluti, vörðumst vel stóran hluta leiksins. Varnarlega þegar við lentum manni færri, ég veit við fengum á okkur mark og erum vonsviknir með það, en við hentum okkur fyrir allt og sýndum alvöru ástríðu til að verja það sem við höfðum. Það er svo mikið af jákvæðum hlutum að ég vorkenni strákunum að hafa ekki fengið það sem þeir verðskulduðu.“ Besta deild karla KR KA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
„Vonsvikinn. Okkur finnst auðvitað eins og við hefðum átt að vinna leikinn, frammistaðan verðskuldaði þrjú stig, þannig við erum með vonsviknir á endanum að hafa ekki unnið. Í vissum aðstæðum verður maður að sætta sig við eitt stig, þegar við missum mann af velli, við tökum stigið og stórt hrós á strákana fyrir hugarfarið þegar við erum orðnir einum færri því við aðlöguðumst aðstæðum vel og grófum djúpt og er virkilega stoltur af þeim.“ Leikurinn var endanna á milli og alltaf mikið í gangi á vellinum hvort sem boltinn var í leik eða ekki. „Ég hefði reyndar viljað hafa smá meiri ákefð í leiknum á köflum en heilt yfir held ég að þetta sé góð frammistaða hjá okkur. Sérstaklega í fyrri hálfleik vorum við góðir en duttum kannski aðeins niður í seinni hálfleik, ég þarf að skoða það aftur, en við áttum að vera búnir að ganga frá leiknum í hálfleik, við erum vonsviknir að svo var ekki, við gerðum ekki mikið af mistökum í seinni hálfleik en við þurfum bara að klára leikinn.“ Guy Smit fékk sitt seinna gula spjald á 73. mínútu fyrir leiktöf en aðeins tveimur mínútum áður fékk hann gult spjald fyrir brot utan teigs sem hefði auðveldlega getað kostað liðið mark eða jafnvel verið beint rautt spjald. Gregg hafði sitt hvað að segja um málið. „Ég hef aldrei nokkurn tíma á ævinni séð markmann fá gult spjad fyrir leiktöf eftir átta sekúndur, átta sekúndur á milli þess sem hann setur boltann niður og fær svo sitt seinna gula spjald, aldrei hef ég nokkurn tíma séð þetta. Þegar lið er 1-0 yfir og 75 mínútur búnar mun markmaðurinn auðvitað taka 8,9,10 sekúndur, og það er ekki of langt vegna þess að við gerðum það út leikinn og hinn markmaðurinn okkar fékk ekki spjald. Þetta er brjáluð ákvörðun.“ Hvað getur Gregg tekið jákvætt út úr leiknum? „Fullt af jákvæðum hlutum. Frammistaðan í fyrri hálfleik mjög góð, fótboltalega séð litum við við mjög vel út og sýndum flotta hluti, vörðumst vel stóran hluta leiksins. Varnarlega þegar við lentum manni færri, ég veit við fengum á okkur mark og erum vonsviknir með það, en við hentum okkur fyrir allt og sýndum alvöru ástríðu til að verja það sem við höfðum. Það er svo mikið af jákvæðum hlutum að ég vorkenni strákunum að hafa ekki fengið það sem þeir verðskulduðu.“
Besta deild karla KR KA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira