Lífið

Smalahundaþjálfun og æsingur í hundum vegna gestagangs

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Margir hundar geta orðið ansi spenntir þegar gesti ber að garði.
Margir hundar geta orðið ansi spenntir þegar gesti ber að garði. Vísir/Vilhelm

Smalahundaþjálfun og það algenga vandamál þegar hundar taka á móti gestum með æsingi og látum er meðal umfjöllunarefnis í nýjasta þættinum af Hundarnir okkar á Vísi. Þáttinn má horfa á neðst í fréttinni.

Í síðustu viku var farið yfir sporaþjálfun, slökun og tannheilsu hunda. Þá hefur áður verið farið yfir áskoranir þegar hvolpur kemur inn á heimilið, þjálfun veiðihunda og góð ráð gefin við að klippa klær.

„Það sem við sáum hérna áðan þegar hann tók á móti okkur að þetta er tvennskonar gelt. Fyrst var þetta bara reflex við það að það var bankað, hann fer í pínu vörn að verja heimilið. Svo þegar við komum hérna inn þá byrjar hann að gelta og elta myndatökumanninn og það var til að fá athygli. Þá er hann glaður og kátur,“ segir Steinar Gunnarsson annar þáttastjórnanda við einn hundaeiganda.

Klippa: Hundarnir okkar - Góðir smalahundar og gelt við gestagang

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×