„Mér finnst mikilvægt að ég segi frá minni hlið“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. maí 2024 07:01 Frosti Logason ræðir síðustu tvö ár í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm Frosti Logason fjölmiðlamaður segir tíma sinn á sjónum fyrir rúmum tveimur árum hafa verið stórkostlegan. Hann segist ekki hafa haft Eddu Falak á heilanum eftir að fyrrverandi kærasta hans steig fram í hlaðvarpsþætti hennar fyrir tæpum tveimur árum og sakaði hann um hótanir og andlegt ofbeldi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Frosti er gestur. Frosti er fyrsti gestur Einkalífsins sem mætir í annað sinn. Síðast mætti hann árið 2019, þá sjónvarpsmaður á Stöð 2 og sagði við tilefnið að lífið léki við sig. Í Einkalífinu nú lýsir Frosti tímabilinu þar sem hann fór í leyfi frá stöðinni árið 2022 og ákvörðun sína um að segja starfi sínu lausu og gerast sjómaður. Hann segir líka frá tímabilinu þar sem hann stofnaði Brotkast og umfjöllun þess miðils um Eddu Falak. Hann fullyrðir meðal annars að hún hafi falsað skjáskot þar sem hann er sakaður um nauðgun og birt á samfélagsmiðlum sínum. Þá ræðir Frosti væntanlega endurkomutónleika með Mínus og segist hlakka til. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Klippa: Einkalífið - Frosti Logason „Mér finnst mikilvægt að ég segi frá minni hlið og sálfræðingurinn minn sagði mér einhvern tímann: Frosti, þetta mál er ekki búið fyrr en þú hefur sagt þína sögu. Ég hef lengi ætlað að skrifa bók um allt þetta mál og mun örugglega gera það en það liggur ekkert á því,“ segir Frosti meðal annars í viðtalinu. Þar ræðir hann samband sitt við fyrrverandi kærustu sína sem Eddu Pétursdóttur sem steig fram í viðtali í Eigin konum í mars 2022 og birtist í Stundinni, þar sem hún sakaði hann um andlegt ofbeldi og að hafa hótað að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni sem hann hafi tekið upp í hennar óþökk. Hann ræðir auk þess tímann eftir viðtalið sem hann nýtti á sjó með Vésteini GK. „Ég segi það, þetta er alveg þarna uppi með fæðingu barnanna minna. Þetta var svo stórskemmtilegt, af því að þarna um borð voru bara strákar sem ég bara lít á sem bræður mína í dag. Alveg stórkostlegir drengir sem hafa orðið mér mjög kærir og miklir vinir mínir og við áttum alveg frábæran tíma saman.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Tengdar fréttir Frosti kominn í leyfi frá störfum Frosti Logason, dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsmaður á Stöð 2, er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum sínum hjá Stöð 2. Þetta segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóra miðla Stöðvar 2, í samtali við fréttastofu. 17. mars 2022 16:08 Skilnaðurinn styrkti sambandið Frosti Logason hefur starfað á X-inu í tuttugu ár eða frá árinu 1999. Hann sló í gegn í rokksveitinni Mínus á sínum tíma og er að gera góða hluti í Íslandi í dag á Stöð 2 um þessar mundir. Frosti er gestur vikunnar í Einkalífinu. 28. nóvember 2019 11:30 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fleiri fréttir „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Frosti er gestur. Frosti er fyrsti gestur Einkalífsins sem mætir í annað sinn. Síðast mætti hann árið 2019, þá sjónvarpsmaður á Stöð 2 og sagði við tilefnið að lífið léki við sig. Í Einkalífinu nú lýsir Frosti tímabilinu þar sem hann fór í leyfi frá stöðinni árið 2022 og ákvörðun sína um að segja starfi sínu lausu og gerast sjómaður. Hann segir líka frá tímabilinu þar sem hann stofnaði Brotkast og umfjöllun þess miðils um Eddu Falak. Hann fullyrðir meðal annars að hún hafi falsað skjáskot þar sem hann er sakaður um nauðgun og birt á samfélagsmiðlum sínum. Þá ræðir Frosti væntanlega endurkomutónleika með Mínus og segist hlakka til. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Klippa: Einkalífið - Frosti Logason „Mér finnst mikilvægt að ég segi frá minni hlið og sálfræðingurinn minn sagði mér einhvern tímann: Frosti, þetta mál er ekki búið fyrr en þú hefur sagt þína sögu. Ég hef lengi ætlað að skrifa bók um allt þetta mál og mun örugglega gera það en það liggur ekkert á því,“ segir Frosti meðal annars í viðtalinu. Þar ræðir hann samband sitt við fyrrverandi kærustu sína sem Eddu Pétursdóttur sem steig fram í viðtali í Eigin konum í mars 2022 og birtist í Stundinni, þar sem hún sakaði hann um andlegt ofbeldi og að hafa hótað að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni sem hann hafi tekið upp í hennar óþökk. Hann ræðir auk þess tímann eftir viðtalið sem hann nýtti á sjó með Vésteini GK. „Ég segi það, þetta er alveg þarna uppi með fæðingu barnanna minna. Þetta var svo stórskemmtilegt, af því að þarna um borð voru bara strákar sem ég bara lít á sem bræður mína í dag. Alveg stórkostlegir drengir sem hafa orðið mér mjög kærir og miklir vinir mínir og við áttum alveg frábæran tíma saman.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Tengdar fréttir Frosti kominn í leyfi frá störfum Frosti Logason, dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsmaður á Stöð 2, er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum sínum hjá Stöð 2. Þetta segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóra miðla Stöðvar 2, í samtali við fréttastofu. 17. mars 2022 16:08 Skilnaðurinn styrkti sambandið Frosti Logason hefur starfað á X-inu í tuttugu ár eða frá árinu 1999. Hann sló í gegn í rokksveitinni Mínus á sínum tíma og er að gera góða hluti í Íslandi í dag á Stöð 2 um þessar mundir. Frosti er gestur vikunnar í Einkalífinu. 28. nóvember 2019 11:30 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fleiri fréttir „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Sjá meira
Frosti kominn í leyfi frá störfum Frosti Logason, dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsmaður á Stöð 2, er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum sínum hjá Stöð 2. Þetta segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóra miðla Stöðvar 2, í samtali við fréttastofu. 17. mars 2022 16:08
Skilnaðurinn styrkti sambandið Frosti Logason hefur starfað á X-inu í tuttugu ár eða frá árinu 1999. Hann sló í gegn í rokksveitinni Mínus á sínum tíma og er að gera góða hluti í Íslandi í dag á Stöð 2 um þessar mundir. Frosti er gestur vikunnar í Einkalífinu. 28. nóvember 2019 11:30